„Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 21:38 Vestri frá Ísafirði er bikarmeistari eftir sigur gegn Val í úrslitaleiknum. Guy Smit liggur hér í alsælu. vísir / ernir „Þetta er óraunveruleg upplifun. Ég neitaði að trúa þessu fyrr en dómarinn flautaði leikinn af“ sagði bikarmeistarinn Guy Smit, sem var að vinna sinn fyrsta titil hér á landi líkt og flestallir leikmenn Vestra. Hann segir það frekar sturlað að lið frá Ísafirði sé bikarmeistari. „Þekkjandi Val, ég hef verið þar, þá hélt að þeir myndu komast aftur inn í þetta. Þeir eiga alltaf sínar sóknir en varnarleikurinn sem strákarnir sýndu í dag var heimsklassa. Þeir börðust eins og stríðsmenn og köstuðu sér fyrir hvert einasta skot. Ég þurfti bara að verja tvisvar og þeir sáu um rest.“ Vinnuframlagið verðskuldaði sigur Valur var fyrirfram sigurstranglegri aðilinn en Vestri vann eftir algjöra fyrirmyndar frammistöðu. „Auðvitað vorum við lítilmagninn en síðustu daga sannfærðum við okkur um að við værum betra liðið. Við lögðum miklu meira á okkur í þessum leik og gæðin skinu í gegn inn á milli, í markinu sérstaklega. Við vorum kannski undirhundarnir en við vorum líka algjörir hundar. Voru þeir betri en við? Kannski. Kannski ekki. En við sýndum að þetta væri verðskuldaður sigur.“ Stuðningsmennirnir áttu stóran þátt „Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru sturlaðar. Þeir þrýstu okkur niður og herjuðu á okkur, ég þurfti að hafa mig allan við að verja þennan skalla og sem betur fer fór hann í stöngina út, ekki inn. Guy Smit varði boltann í stöngina. vísir / ernir Þá hugsaði ég með mér, leitum til stuðningsmannanna. Horfum upp í stúku og sýnum þeim að við séum berjast. Þeir svöruðu á móti og gáfu okkur orkuna sem við þurftum til að þrauka fyrri hálfleikinn. Síðan stilltum við okkur af fyrri seinni hálfleikinn og já, meira að segja þegar ég segi það núna, þetta er enn svo óraunverulegt“ sagði Guy og átti enn erfitt með að átta sig á því að hann væri bikarmeistari. Frekar sturlaður fyrsti titill Þetta er fyrsti titill sem Guy vinnur hér á landi en hann hefur verið hér síðan 2019 og spilað með Leikni, ÍBV og Val. „Þetta hefur verið góður tími, erfiður því ég hef fengið mikla gagnrýni í gegnum árin, en jákvæður því ég hef alltaf haldið áfram. Að vinna þetta síðan gegn [fyrrum félaginu] Val, það er sérstök stund. Ekki sérstök á þann hátt að í mér búi eitthvað hatur því ég hef spilað með mörgum leikmönnum sem eru ennþá þarna. Ég ber engar slæmar tilfinningar til þeirra en að vinna Val með liði úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk. Það er frekar sturlað“ sagði Guy áður en hann stökk upp á svið og tók við titlinum með leikmönnum Vestra. Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Þekkjandi Val, ég hef verið þar, þá hélt að þeir myndu komast aftur inn í þetta. Þeir eiga alltaf sínar sóknir en varnarleikurinn sem strákarnir sýndu í dag var heimsklassa. Þeir börðust eins og stríðsmenn og köstuðu sér fyrir hvert einasta skot. Ég þurfti bara að verja tvisvar og þeir sáu um rest.“ Vinnuframlagið verðskuldaði sigur Valur var fyrirfram sigurstranglegri aðilinn en Vestri vann eftir algjöra fyrirmyndar frammistöðu. „Auðvitað vorum við lítilmagninn en síðustu daga sannfærðum við okkur um að við værum betra liðið. Við lögðum miklu meira á okkur í þessum leik og gæðin skinu í gegn inn á milli, í markinu sérstaklega. Við vorum kannski undirhundarnir en við vorum líka algjörir hundar. Voru þeir betri en við? Kannski. Kannski ekki. En við sýndum að þetta væri verðskuldaður sigur.“ Stuðningsmennirnir áttu stóran þátt „Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru sturlaðar. Þeir þrýstu okkur niður og herjuðu á okkur, ég þurfti að hafa mig allan við að verja þennan skalla og sem betur fer fór hann í stöngina út, ekki inn. Guy Smit varði boltann í stöngina. vísir / ernir Þá hugsaði ég með mér, leitum til stuðningsmannanna. Horfum upp í stúku og sýnum þeim að við séum berjast. Þeir svöruðu á móti og gáfu okkur orkuna sem við þurftum til að þrauka fyrri hálfleikinn. Síðan stilltum við okkur af fyrri seinni hálfleikinn og já, meira að segja þegar ég segi það núna, þetta er enn svo óraunverulegt“ sagði Guy og átti enn erfitt með að átta sig á því að hann væri bikarmeistari. Frekar sturlaður fyrsti titill Þetta er fyrsti titill sem Guy vinnur hér á landi en hann hefur verið hér síðan 2019 og spilað með Leikni, ÍBV og Val. „Þetta hefur verið góður tími, erfiður því ég hef fengið mikla gagnrýni í gegnum árin, en jákvæður því ég hef alltaf haldið áfram. Að vinna þetta síðan gegn [fyrrum félaginu] Val, það er sérstök stund. Ekki sérstök á þann hátt að í mér búi eitthvað hatur því ég hef spilað með mörgum leikmönnum sem eru ennþá þarna. Ég ber engar slæmar tilfinningar til þeirra en að vinna Val með liði úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk. Það er frekar sturlað“ sagði Guy áður en hann stökk upp á svið og tók við titlinum með leikmönnum Vestra.
Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira