Innlent

Vínsali býst við á­kæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslunar áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum.

Afmælishátíð Reykjavíkurborgar, Menningarnótt, verður haldin hátíðleg í dag og geta gestir hátíðarinnar sótt um fjögur hundruð viðburði víðs vegar um borgina. Tómas Arnar fréttamaður er staddur við Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu og verður í beinni í hádegisfréttum.

Ghislaine Maxwell, dæmd samverkakona kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein, segist í viðtali við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna aldrei hafa séð Donald Trump Bandaríkjaforseta hegða sér ósæmilega og kannast jafnframt ekki við tilvist kúnnalista Epstein.

Rótgróna sveitahátíðin Grímsævintýri fer fram á Borg í Grímsnesi í dag, en hátíðin er skipulögð af Kvenfélagi Grímsneshrepps. Meðal atriða dagsins er tombóla, sem er nú haldin í 99 sinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson kannaði aðstæður.

Það er fleira um að vera á Suðurlandinu en nú stendur yfir fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Guðni Ágústson, fyrrverandi ráðherra og formaður Njálufélagsins var staddur undir Þríhyrningi þar sem brennumenn búast til reiðar á Gaddstaðaflatir þegar fréttastofa náði af honum tali nú skömmu fyrir fréttir.

Þá er íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson staddur í miðborginni þar sem hann hefur fylgst með Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×