Enski boltinn

Á­fram í marki Man. Utd eftir mis­tökin

Sindri Sverrisson skrifar
Altay Bayindir fékk bara á sig eitt mark gegn Arsenal en það kom eftir að honum mistókst að kýla boltann í burtu eftir hornspyrnu.
Altay Bayindir fékk bara á sig eitt mark gegn Arsenal en það kom eftir að honum mistókst að kýla boltann í burtu eftir hornspyrnu. Getty/Michael Regan

Byrjunarlið Manchester United í leiknum við Fulham í dag, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, hefur verið birt. Altay Bayindir heldur sæti sínu í markinu en Andre Onana er samt kominn inn í hópinn.

Onana var utan hóps í 1-0 tapinu gegn Arsenal í fyrstu umferð en þar gerði Bayindir sig sekan um afar slæm mistök. Tyrkinn er þó áfram í byrjunarliðinu í Lundúnum í dag en Onana á bekknum í stað Tom Heaton.

Ruben Amorim gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði United frá leiknum við Arsenal en Amad Diallo kemur inn í staðinn fyrir Diogo Dalot á hægri vængnum.

Byrjunarliðin eru þannig skipuð:

Fulham: Leno, Tete, Andersen, Bassey, Castagne, Berge, Lukic, Sessegnon, King, Iwobi, Muniz

Varamenn: Lecomte, Cuenca, Robinson, Reed, Cairney, Wilson, Adama, Smith Rowe, Jimenez

Man. Utd: Bayindir, Yoro, De Ligt, Shaw, Amad, Casemiro, Fernandes, Dorgu, Mbeumo, Cunha, Mount.

Varamenn:  Onana, Dalot, Fredricson, Heaven, Maguire, Ugarte, Sesko, Zirkzee.

Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Sýn Sport og hefst klukkan 15:30 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×