Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 08:31 Max Dowman átti eftirminnilega innkomu gegn Leeds United. epa/ANDY RAIN Wayne Rooney segir að Max Dowman hafi komið sér á kortið með innkomu sinni í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í gær. Dowman er næstyngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fimmtán ára og 234 daga gamall. Rooney þekkir það manna best hvernig er að koma kornungur fram á sjónarsviðið en hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þá frægt sigurmark Everton gegn Englandsmeisturum Arsenal. „Að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessum aldri er brjálað. Ég veit að ég var ungur þegar ég spilaði minn fyrsta leik en ég held að hann sé um 150 dögum yngri en ég,“ sagði Rooney í nýju hlaðvarpi sínu á BBC. „Það er hressandi að sjá svona ungan strák fá þetta tækifæri og jafnvel þótt hann sé að spila fyrir Arsenal viltu að hann skjóti þegar hann leikur inn á miðjan völlinn. Þú vilt að hann setji boltann upp í markhornið.“ Dowman fiskaði vítaspyrnu eftir að hann kom inn á gegn Leeds en tók hana ekki sjálfur sem Rooney var ánægður með. „Ef hann tekur spyrnuna og skorar er það frábært en ég hugsaði að ef hann klúðrar henni fengi hann marga á netinu á bakið á sér. Ég var því mjög ánægður að hann tók ekki vítið en þetta var tilkomumikil frumraun.“ Settu fjölskylduna í fyrsta sæti Rooney segir að nafn Dowmans sé á allra vörum en hvetur strákinn til að halda sér á jörðinni og vera í nánum tengslum við sína nánustu. „Ég er viss um að Max, fjölskylda hans og vinir finnist þau vera stödd í draumi og ævintýri og hafa eflaust ekki enn áttað sig á þessu. En þú sérð hversu björt framtíð hans er. Þegar þú ræðir við fólk í fótboltanum kemur alltaf sama nafnið upp: Max Dowman,“ sagði Rooney. „Þetta væri erfitt fyrir hvern sem er. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að vera með þínum nánustu. Hlustaðu á þau því það er fólk þarna úti sem reynir að vingast við þig og ná sambandi við mig. Sumir af góðum ástæðum en aðrir ekki. Þú þarft að hlusta frekar á fólkið í kringum þig frekar en utanaðkomandi.“ Arsenal hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 6-0. Næsti leikur liðsins er gegn Englandsmeisturum Liverpool á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Sjá meira
Rooney þekkir það manna best hvernig er að koma kornungur fram á sjónarsviðið en hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þá frægt sigurmark Everton gegn Englandsmeisturum Arsenal. „Að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessum aldri er brjálað. Ég veit að ég var ungur þegar ég spilaði minn fyrsta leik en ég held að hann sé um 150 dögum yngri en ég,“ sagði Rooney í nýju hlaðvarpi sínu á BBC. „Það er hressandi að sjá svona ungan strák fá þetta tækifæri og jafnvel þótt hann sé að spila fyrir Arsenal viltu að hann skjóti þegar hann leikur inn á miðjan völlinn. Þú vilt að hann setji boltann upp í markhornið.“ Dowman fiskaði vítaspyrnu eftir að hann kom inn á gegn Leeds en tók hana ekki sjálfur sem Rooney var ánægður með. „Ef hann tekur spyrnuna og skorar er það frábært en ég hugsaði að ef hann klúðrar henni fengi hann marga á netinu á bakið á sér. Ég var því mjög ánægður að hann tók ekki vítið en þetta var tilkomumikil frumraun.“ Settu fjölskylduna í fyrsta sæti Rooney segir að nafn Dowmans sé á allra vörum en hvetur strákinn til að halda sér á jörðinni og vera í nánum tengslum við sína nánustu. „Ég er viss um að Max, fjölskylda hans og vinir finnist þau vera stödd í draumi og ævintýri og hafa eflaust ekki enn áttað sig á þessu. En þú sérð hversu björt framtíð hans er. Þegar þú ræðir við fólk í fótboltanum kemur alltaf sama nafnið upp: Max Dowman,“ sagði Rooney. „Þetta væri erfitt fyrir hvern sem er. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að vera með þínum nánustu. Hlustaðu á þau því það er fólk þarna úti sem reynir að vingast við þig og ná sambandi við mig. Sumir af góðum ástæðum en aðrir ekki. Þú þarft að hlusta frekar á fólkið í kringum þig frekar en utanaðkomandi.“ Arsenal hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 6-0. Næsti leikur liðsins er gegn Englandsmeisturum Liverpool á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Sjá meira
Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01
Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01