Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 08:31 Max Dowman átti eftirminnilega innkomu gegn Leeds United. epa/ANDY RAIN Wayne Rooney segir að Max Dowman hafi komið sér á kortið með innkomu sinni í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í gær. Dowman er næstyngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fimmtán ára og 234 daga gamall. Rooney þekkir það manna best hvernig er að koma kornungur fram á sjónarsviðið en hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þá frægt sigurmark Everton gegn Englandsmeisturum Arsenal. „Að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessum aldri er brjálað. Ég veit að ég var ungur þegar ég spilaði minn fyrsta leik en ég held að hann sé um 150 dögum yngri en ég,“ sagði Rooney í nýju hlaðvarpi sínu á BBC. „Það er hressandi að sjá svona ungan strák fá þetta tækifæri og jafnvel þótt hann sé að spila fyrir Arsenal viltu að hann skjóti þegar hann leikur inn á miðjan völlinn. Þú vilt að hann setji boltann upp í markhornið.“ Dowman fiskaði vítaspyrnu eftir að hann kom inn á gegn Leeds en tók hana ekki sjálfur sem Rooney var ánægður með. „Ef hann tekur spyrnuna og skorar er það frábært en ég hugsaði að ef hann klúðrar henni fengi hann marga á netinu á bakið á sér. Ég var því mjög ánægður að hann tók ekki vítið en þetta var tilkomumikil frumraun.“ Settu fjölskylduna í fyrsta sæti Rooney segir að nafn Dowmans sé á allra vörum en hvetur strákinn til að halda sér á jörðinni og vera í nánum tengslum við sína nánustu. „Ég er viss um að Max, fjölskylda hans og vinir finnist þau vera stödd í draumi og ævintýri og hafa eflaust ekki enn áttað sig á þessu. En þú sérð hversu björt framtíð hans er. Þegar þú ræðir við fólk í fótboltanum kemur alltaf sama nafnið upp: Max Dowman,“ sagði Rooney. „Þetta væri erfitt fyrir hvern sem er. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að vera með þínum nánustu. Hlustaðu á þau því það er fólk þarna úti sem reynir að vingast við þig og ná sambandi við mig. Sumir af góðum ástæðum en aðrir ekki. Þú þarft að hlusta frekar á fólkið í kringum þig frekar en utanaðkomandi.“ Arsenal hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 6-0. Næsti leikur liðsins er gegn Englandsmeisturum Liverpool á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Rooney þekkir það manna best hvernig er að koma kornungur fram á sjónarsviðið en hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þá frægt sigurmark Everton gegn Englandsmeisturum Arsenal. „Að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessum aldri er brjálað. Ég veit að ég var ungur þegar ég spilaði minn fyrsta leik en ég held að hann sé um 150 dögum yngri en ég,“ sagði Rooney í nýju hlaðvarpi sínu á BBC. „Það er hressandi að sjá svona ungan strák fá þetta tækifæri og jafnvel þótt hann sé að spila fyrir Arsenal viltu að hann skjóti þegar hann leikur inn á miðjan völlinn. Þú vilt að hann setji boltann upp í markhornið.“ Dowman fiskaði vítaspyrnu eftir að hann kom inn á gegn Leeds en tók hana ekki sjálfur sem Rooney var ánægður með. „Ef hann tekur spyrnuna og skorar er það frábært en ég hugsaði að ef hann klúðrar henni fengi hann marga á netinu á bakið á sér. Ég var því mjög ánægður að hann tók ekki vítið en þetta var tilkomumikil frumraun.“ Settu fjölskylduna í fyrsta sæti Rooney segir að nafn Dowmans sé á allra vörum en hvetur strákinn til að halda sér á jörðinni og vera í nánum tengslum við sína nánustu. „Ég er viss um að Max, fjölskylda hans og vinir finnist þau vera stödd í draumi og ævintýri og hafa eflaust ekki enn áttað sig á þessu. En þú sérð hversu björt framtíð hans er. Þegar þú ræðir við fólk í fótboltanum kemur alltaf sama nafnið upp: Max Dowman,“ sagði Rooney. „Þetta væri erfitt fyrir hvern sem er. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að vera með þínum nánustu. Hlustaðu á þau því það er fólk þarna úti sem reynir að vingast við þig og ná sambandi við mig. Sumir af góðum ástæðum en aðrir ekki. Þú þarft að hlusta frekar á fólkið í kringum þig frekar en utanaðkomandi.“ Arsenal hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 6-0. Næsti leikur liðsins er gegn Englandsmeisturum Liverpool á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01
Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01