Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 09:02 Ruben Amorim á hliðarlínunni á Craven Cottage. getty/Marc Atkins Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar botna lítið í sumum ákvörðunum Rubens Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, eins og að nota Altay Bayindir í marki liðsins í stað Andrés Onana. United gerði 1-1 jafntefli við Fulham á Craven Cottage í gær. Rauðu djöflarnir eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Bayindir stóð á milli stanganna hjá United annan leikinn í röð og var verulega óöruggur í föstum leikatriðum, líkt og í tapinu fyrir Arsenal í síðustu viku. „Ég skil ekki Amorim. Er hann svona öruggur í starfi að hann er bara að taka sénsa með Bayindir. Hann veit alveg að Onana er betri markmaðurinn,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni í gær. „Amorim er með sjö sigra í 29 leikjum með United. Þrír af þeim komu gegn nýliðunum sem féllu í fyrra. Það er ótrúlegt að United hafi ekki fengið á sig mark úr föstum leikatriðum í dag [í gær] eftir eitthvað af þessum mistökum sem Bayindir gerði. Hann hlýtur klárlega að vera að reyna að bola Onana út með þessu en það er stór áhætta og ég furða mig á því.“ Klippa: Sunnudagsmessan - Umræða um Amorim Alberti og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur finnst eins og pressan sé farin að ná tökum á Amorim. „Þegar hann var ráðinn var mikið talað um að [Erik] ten Hag hafi ekki heillað stuðningsmenn United utan vallar og eftir leiki; það vantaði ákveðið svægi í hann. Það var mikið talað um áru hjá Amorim. Hann virkar utan vallar eins og hann sé ógeðslega stressaður,“ sagði Albert. „Mér finnst hann ein taugahrúga. Hann gat ekki horft á vítið þegar Bruno [Fernandes] var að fara að taka það,“ sagði Adda en Fernandes skaut yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Öddu finnst Amorim hafa sloppið nokkuð billega við gagnrýni miðað við slakan árangur hans í starfi stjóra United en segir að pressan á hann sé farin að aukast. „Já, ekki nema það sé algjörlega nýtt dæmi hjá United. Þegar þú ert stjóri hjá United er alltaf pressa á þér. Mér fannst skrítið hvað hann fékk mikinn slaka í fyrra. Í öllum viðtölum, það var sama hvað hann sagði, hann var aldrei tekinn,“ sagði Adda. „Hann kemur inn og hann ætlar að spila þetta leikkerfi, 3-4-3, sama hvað. Tilfininningin hjá mér er sama hversu mörgum góðum leikmönnum er búið að hrúga inn er þetta ekki að virka.“ Næsti leikur United er gegn nýliðum Burnley á Old Trafford á laugardaginn. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30 Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
United gerði 1-1 jafntefli við Fulham á Craven Cottage í gær. Rauðu djöflarnir eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Bayindir stóð á milli stanganna hjá United annan leikinn í röð og var verulega óöruggur í föstum leikatriðum, líkt og í tapinu fyrir Arsenal í síðustu viku. „Ég skil ekki Amorim. Er hann svona öruggur í starfi að hann er bara að taka sénsa með Bayindir. Hann veit alveg að Onana er betri markmaðurinn,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni í gær. „Amorim er með sjö sigra í 29 leikjum með United. Þrír af þeim komu gegn nýliðunum sem féllu í fyrra. Það er ótrúlegt að United hafi ekki fengið á sig mark úr föstum leikatriðum í dag [í gær] eftir eitthvað af þessum mistökum sem Bayindir gerði. Hann hlýtur klárlega að vera að reyna að bola Onana út með þessu en það er stór áhætta og ég furða mig á því.“ Klippa: Sunnudagsmessan - Umræða um Amorim Alberti og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur finnst eins og pressan sé farin að ná tökum á Amorim. „Þegar hann var ráðinn var mikið talað um að [Erik] ten Hag hafi ekki heillað stuðningsmenn United utan vallar og eftir leiki; það vantaði ákveðið svægi í hann. Það var mikið talað um áru hjá Amorim. Hann virkar utan vallar eins og hann sé ógeðslega stressaður,“ sagði Albert. „Mér finnst hann ein taugahrúga. Hann gat ekki horft á vítið þegar Bruno [Fernandes] var að fara að taka það,“ sagði Adda en Fernandes skaut yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Öddu finnst Amorim hafa sloppið nokkuð billega við gagnrýni miðað við slakan árangur hans í starfi stjóra United en segir að pressan á hann sé farin að aukast. „Já, ekki nema það sé algjörlega nýtt dæmi hjá United. Þegar þú ert stjóri hjá United er alltaf pressa á þér. Mér fannst skrítið hvað hann fékk mikinn slaka í fyrra. Í öllum viðtölum, það var sama hvað hann sagði, hann var aldrei tekinn,“ sagði Adda. „Hann kemur inn og hann ætlar að spila þetta leikkerfi, 3-4-3, sama hvað. Tilfininningin hjá mér er sama hversu mörgum góðum leikmönnum er búið að hrúga inn er þetta ekki að virka.“ Næsti leikur United er gegn nýliðum Burnley á Old Trafford á laugardaginn. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30 Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30
Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03