Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2025 10:01 Tómas Bent er að koma sér fyrir í Edinborg eftir stutt stopp í Reykjavík. Mynd/Hearts Líf Tómasar Bent Magnússonar tekur miklum breytingum þessa dagana. Hann flutti nýverið búferlum til Skotlands og þá er hann að verða faðir í fyrsta sinn. Á leiðinni er lítill Eyjapeyi með skoskan hreim. Tómas Bent er Eyjamaður og hafði allan sinn feril spilað með uppeldisfélaginu ÍBV en eftir fína frammistöðu með liðinu er það tryggði sig upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar kom kallið frá Val í vetur. Tómas var þó ekki á Hlíðarenda nema í nokkra mánuði en frábær frammistaða hans á miðjunni hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar vakti athygli skoska félagsins Hearts. Hann bjóst ekki beint við því þegar hann hóf tímabilið með Val að hann yrði kominn í skosku úrvalsdeildina áður en sumarið var úti. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég ætlaði bara að gera eitthvað með Val og svo kæmi annað í ljós. Þetta gerðist mjög hratt og fyrr en maður hélt eða vonaðist til,“ segir Tómas sem gat ekki sagt nei við tækifærinu sem bauðst. „Það var ekki auðvelt að fara frá Hlíðarenda en mér fannst ég ekki geta sleppt því að kýla á þetta. Maður veit aldrei hvað getur skeð, hvort næsta æfing hefði verið fótbrot eða eitthvað. Það er svo stutt á milli í þessu.“ Miklar breytingar á skömmum tíma Með skiptunum flytur Tómas Bent til Edinborgar ásamt kærustu sinni, Selmu Helgadóttur, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Helga Sigurðssonar. Þau tilkynntu fyrr í mánuðinum að þau eigi von á sínu fyrsta barni. „Barn á leiðinni, þannig að þetta eru miklar breytingar á mjög stuttum tíma. Bara að flytja til Reykjavíkur var ákveðin breyting en það verður fínt þegar barnið kemur og maður hefur eitthvað að gera. En það er smá stress,“ segir Tómas. Er sem sagt stress fyrir föðurhlutverkinu? „Ég ætla ekkert að ljúga því. En þetta fer hægt og rólega að synca inn,“ sem á þá von á Eyjapeya, eða stúlku, sem mun því eyða fyrsta hluta æviskeiðisins í Skotlandi. „Það er einhver ákveðin súpa. Skoskur hreimur og Eyjapeyi - eða stelpa,“ segir Tómas léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Skoski boltinn Íslenski boltinn Valur ÍBV Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Tómas Bent er Eyjamaður og hafði allan sinn feril spilað með uppeldisfélaginu ÍBV en eftir fína frammistöðu með liðinu er það tryggði sig upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar kom kallið frá Val í vetur. Tómas var þó ekki á Hlíðarenda nema í nokkra mánuði en frábær frammistaða hans á miðjunni hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar vakti athygli skoska félagsins Hearts. Hann bjóst ekki beint við því þegar hann hóf tímabilið með Val að hann yrði kominn í skosku úrvalsdeildina áður en sumarið var úti. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég ætlaði bara að gera eitthvað með Val og svo kæmi annað í ljós. Þetta gerðist mjög hratt og fyrr en maður hélt eða vonaðist til,“ segir Tómas sem gat ekki sagt nei við tækifærinu sem bauðst. „Það var ekki auðvelt að fara frá Hlíðarenda en mér fannst ég ekki geta sleppt því að kýla á þetta. Maður veit aldrei hvað getur skeð, hvort næsta æfing hefði verið fótbrot eða eitthvað. Það er svo stutt á milli í þessu.“ Miklar breytingar á skömmum tíma Með skiptunum flytur Tómas Bent til Edinborgar ásamt kærustu sinni, Selmu Helgadóttur, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Helga Sigurðssonar. Þau tilkynntu fyrr í mánuðinum að þau eigi von á sínu fyrsta barni. „Barn á leiðinni, þannig að þetta eru miklar breytingar á mjög stuttum tíma. Bara að flytja til Reykjavíkur var ákveðin breyting en það verður fínt þegar barnið kemur og maður hefur eitthvað að gera. En það er smá stress,“ segir Tómas. Er sem sagt stress fyrir föðurhlutverkinu? „Ég ætla ekkert að ljúga því. En þetta fer hægt og rólega að synca inn,“ sem á þá von á Eyjapeya, eða stúlku, sem mun því eyða fyrsta hluta æviskeiðisins í Skotlandi. „Það er einhver ákveðin súpa. Skoskur hreimur og Eyjapeyi - eða stelpa,“ segir Tómas léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Skoski boltinn Íslenski boltinn Valur ÍBV Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira