Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2025 13:50 Nú er unnið að því að fylla Vesturbæjarlaug. Gestum verður hleypt ofan í á morgun. Reykjavíkurborg Vesturbæjarlaug verður opnuð á ný klukkan 6:30 í fyrramálið eftir framkvæmdir síðustu vikna. Eitthvað er þó í að Sundhöll Reykjavíkur opni á ný eftir framkvæmdirnar þar. Vesturbæjarlaug var lokað fyrir viku síðan eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki. Laugin var loks opnuð á nýjan leik 19. júlí síðastliðinn og kom það sundlaugargestum því á óvart þegar tilkynnt var upp úr miðjum ágústmánuði að loka þyrfti lauginni á ný. Í færslu á Facebook í dag segir að Vesturbæjarlaug verði opnuð á ný í fyrramálið. „Einnig verður nú hægt að taka á móti gestum í hjólastól og sérklefi mun opna á ný. Við viljum þó minna á að bílastæði fatlaðra eru enn á vinnusvæði og því ekki aðgengileg í bili.“ Að neðan má sjá stöðuna í lauginni en unnið er að því að fylla hana af vatni en enn á svo eftir að jafna hita, klór og kolsýru. Horfa til 1. september Sundhöll Reykjavíkur hefur sömuleiðis verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda og er ljóst að fastagestir hennar þurfa að bíða enn um sinn eftir að heimsækja laugina á ný. Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, segir í samtali við Vísi nú sé stefnt að því að opna á ný eftir slétta viku, það er mánudaginn 1. september. „Við vonumst að sjálfsögðu að það verði hægt að opna fyrr en það verður að koma í ljós. Við ætluðum upphaflega að opna aftur í dag en það dregst eitthvað. Sundhöllin hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda.Reykjavíkurborg Það er enn verið að vinna að ganga frá og við eigum eftir að klára pottana og smá frágang til að hægt sé að fylla þá á ný. Það er auðvitað ofsalega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti fastagestum og öðrum gestum laugarinnar en við vonumst til að vera með betri laug og aðstöðu þegar þeir koma til baka. Og við hlökkum að sjálfsögðu eftir að geta tekið á móti þeim,“ segir Snorri. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Vesturbæjarlaug var lokað fyrir viku síðan eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki. Laugin var loks opnuð á nýjan leik 19. júlí síðastliðinn og kom það sundlaugargestum því á óvart þegar tilkynnt var upp úr miðjum ágústmánuði að loka þyrfti lauginni á ný. Í færslu á Facebook í dag segir að Vesturbæjarlaug verði opnuð á ný í fyrramálið. „Einnig verður nú hægt að taka á móti gestum í hjólastól og sérklefi mun opna á ný. Við viljum þó minna á að bílastæði fatlaðra eru enn á vinnusvæði og því ekki aðgengileg í bili.“ Að neðan má sjá stöðuna í lauginni en unnið er að því að fylla hana af vatni en enn á svo eftir að jafna hita, klór og kolsýru. Horfa til 1. september Sundhöll Reykjavíkur hefur sömuleiðis verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda og er ljóst að fastagestir hennar þurfa að bíða enn um sinn eftir að heimsækja laugina á ný. Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, segir í samtali við Vísi nú sé stefnt að því að opna á ný eftir slétta viku, það er mánudaginn 1. september. „Við vonumst að sjálfsögðu að það verði hægt að opna fyrr en það verður að koma í ljós. Við ætluðum upphaflega að opna aftur í dag en það dregst eitthvað. Sundhöllin hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda.Reykjavíkurborg Það er enn verið að vinna að ganga frá og við eigum eftir að klára pottana og smá frágang til að hægt sé að fylla þá á ný. Það er auðvitað ofsalega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti fastagestum og öðrum gestum laugarinnar en við vonumst til að vera með betri laug og aðstöðu þegar þeir koma til baka. Og við hlökkum að sjálfsögðu eftir að geta tekið á móti þeim,“ segir Snorri.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12