Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2025 17:03 Arne Slot stýrir Liverpool á móti Newcastle á St James´ Park í Newcastle í kvöld. Það má búast við alvöru móttökum hjá stuðningsmönnum heimaliðsins. EPA/ADAM VAUGHAN Newcastle og Liverpool mætast í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í leik sem margir hafa beðið eftir vegna þess sem hefur gengið á milli félaganna í sumar. Alexander Isak, besti leikmaður Newcastle, neitar að spila og er að reyna að komast til Liverpool. Vegna þessa þá mun Isak hvorki spila með Newcastle né með Liverpool þegar liðin mætast á St James´Park í Newcastle í kvöld. Stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir og láta Liverpool örugglega heyra það á eftir. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði vel um Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, fyrir leikinn en tók það fram að hann vorkenni honum ekki vegna Isaks málsins. „Svona heilt yfir þá hef ég samúð með Eddie Howe af því að hann er frábær manneskja. Hann er alltaf kurteis og það er kannski engin tilviljun að ég hef verið að senda honum skilaboð af því að mér finnst hann vera almennileg og heiðarleg manneskja. Hann er kurteis kollegi,“ sagði Arne Slot við The Independent. Slot has no sympathy for Howe over Alexander Isak saga despite close relationship https://t.co/lEc8Wa1hZs pic.twitter.com/GXcW5TVgiT— The Independent (@Independent) August 25, 2025 Howe þarf að koma inn í tímabilið án síns besta framherja og í fjarveru Isak hefur hann þarft að spila leikmönnum út úr stöðu í fremstu víglínu. „Hins vegar þá hef ég enga samúð með knattspyrnustjóra sem getur notað leikmenn eins og Anthony Gordon, Jacob Murphy, Anthony Elanga og Harvey Barnes. Slíkur stjóri þarf engan samúð enda með svo marga frábæra leikmenn í sínum hóp,“ sagði Slot. „Ég kann samt mjög vel við hann og það kæmi engum á óvart ef hann myndi stýra enska landsliðinu í framtíðinni. Hann er góð manneskja og mjög góður knattspyrnustjóri. Hann sýnir öllum öðrum stjórum virðingu og er alltaf rólegur þegar hann stendur á hliðarlínunni,“ sagði Slot. Hollendingurinn segist hafa náð vel saman við Howe á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. „Eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem ég hef sent skilaboð til er Eddie Howe. Ég var í sambandi við nokkra aðra þegar ég var í Hollandi en eftir úrslitaleikinn í enska deildabikarnum þá vorum við Eddie í samband. Ég horfi á hann núna alveg eins og ég gerði í fyrra og ég býst ekki við neinu öðru frá honum en það sem hann sýndi mér þá. Samband mitt og hans hefur ekkert breyst eins og ég sé hlutina,“ sagði Slot. Leikur Newcastle United og Liverpoool hefst klukkan 19.00 en útsendingin á Sýn Sport hefst klukkan 18.30 eða hálftíma fyrir leik. Enski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
Vegna þessa þá mun Isak hvorki spila með Newcastle né með Liverpool þegar liðin mætast á St James´Park í Newcastle í kvöld. Stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir og láta Liverpool örugglega heyra það á eftir. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði vel um Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, fyrir leikinn en tók það fram að hann vorkenni honum ekki vegna Isaks málsins. „Svona heilt yfir þá hef ég samúð með Eddie Howe af því að hann er frábær manneskja. Hann er alltaf kurteis og það er kannski engin tilviljun að ég hef verið að senda honum skilaboð af því að mér finnst hann vera almennileg og heiðarleg manneskja. Hann er kurteis kollegi,“ sagði Arne Slot við The Independent. Slot has no sympathy for Howe over Alexander Isak saga despite close relationship https://t.co/lEc8Wa1hZs pic.twitter.com/GXcW5TVgiT— The Independent (@Independent) August 25, 2025 Howe þarf að koma inn í tímabilið án síns besta framherja og í fjarveru Isak hefur hann þarft að spila leikmönnum út úr stöðu í fremstu víglínu. „Hins vegar þá hef ég enga samúð með knattspyrnustjóra sem getur notað leikmenn eins og Anthony Gordon, Jacob Murphy, Anthony Elanga og Harvey Barnes. Slíkur stjóri þarf engan samúð enda með svo marga frábæra leikmenn í sínum hóp,“ sagði Slot. „Ég kann samt mjög vel við hann og það kæmi engum á óvart ef hann myndi stýra enska landsliðinu í framtíðinni. Hann er góð manneskja og mjög góður knattspyrnustjóri. Hann sýnir öllum öðrum stjórum virðingu og er alltaf rólegur þegar hann stendur á hliðarlínunni,“ sagði Slot. Hollendingurinn segist hafa náð vel saman við Howe á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. „Eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem ég hef sent skilaboð til er Eddie Howe. Ég var í sambandi við nokkra aðra þegar ég var í Hollandi en eftir úrslitaleikinn í enska deildabikarnum þá vorum við Eddie í samband. Ég horfi á hann núna alveg eins og ég gerði í fyrra og ég býst ekki við neinu öðru frá honum en það sem hann sýndi mér þá. Samband mitt og hans hefur ekkert breyst eins og ég sé hlutina,“ sagði Slot. Leikur Newcastle United og Liverpoool hefst klukkan 19.00 en útsendingin á Sýn Sport hefst klukkan 18.30 eða hálftíma fyrir leik.
Enski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira