Lífið

Ein­býlis­hús með mögu­leika á maka­skiptum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er staðsett á vinsælum stað í Setberginu í Hafnarfirði.
Húsið er staðsett á vinsælum stað í Setberginu í Hafnarfirði.

Við Fagraberg í Hafnarfirði er til sölu glæsilegt einbýlishús sem var byggt árið 1985. Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að núverandi eigendur séu í leit að minni eign og makaskiptum. Ætla má að um heiðarleg mistök hjá fasteignasalanum sé að ræða eða þá einstaklega gott grín. Ásett verð er 179,9 milljónir króna.

„Eignin býður upp á mikla möguleika. Seljendur eru að leita að minni eign og er því möguleiki á makaskiptum,“ segir í fasteignaauglýsingunni.

Umrætt hús er 300 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum, þar af 33 fermetra bílskúr.

Aðalhæðin skiptist í bjart og opið stofurými, eldhús, þvottahús, sjónvarpshol og tvö svefnherbergi. Útgengt er úr stofu á stórar svalir, þaðan sem tröppur leiða niður í garð og á verönd með heitum potti.

Neðri hæðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, litlu eldhúsi, baðherbergi og tveimur geymslum.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.