Lífið

Skiptir stærðin raun­veru­lega máli?

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Karlmenn geta andað rólega, stærðin skiptir ekki máli.
Karlmenn geta andað rólega, stærðin skiptir ekki máli. Getty

Það er algeng mýta að stærra typpi sé ávísun á betra kynlíf. Typpastærð getur verið mikið áhyggjuefni hjá karlmönnum þar sem þeir óttast að standa sig ekki í stykkinu og fullnægja bólfélaga sínum. 

Samkvæmt nýlegri grein á vef Healthline kemur fram að stærðin sjálf skiptir ekki máli , heldur hvernig typpið er notað. Stór typpi tryggja hvorki lengra kynlíf, betri fullnægingu né meira úthald, og lítil typpi eru ekki sjálfkrafa ávísun á slæmt kynlíf.

Meðalstærð minni en margir halda

Minni typpi geta verið auðveldari í notkun og valda sjaldnar óþægindum. Þau henta oft betur í munnmök og endaþarmsmök og bjóða upp á fjölbreyttari stellingar. Stærri typpi geta aftur á móti aukið áhættu á óþægindum eða sýkingum og sumar kynlífsstöður geta orðið sársaukafyllri.

Rannsóknir sýna að um 85 prósent karlmanna telja að aðrir hafi stærri getnaðarlim en þeir sjálfir. Samkvæmt nýjustu mælingum er meðalstærð lims 9,1 cm að lengd og 13,1 cm í fullri reisn. Meðalummál er 9,3 cm, eða 11,7 cm í fullri reisn.


Tengdar fréttir

Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf

Þrátt fyr­ir að marg­ir kjósi að stunda kyn­líf á kvöld­in eru fjölmargar góðar ástæður fyrir því að byrja daginn á kynlífi. Ekki aðeins vegna þess að það er skemmtilegt, heldur getur það haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega vellíðan. 

Kennslu­mynd­band í að finna G-blettinn vand­fundna

Fullnæging kvenna í gegnum leggöng getur reynst mörgum erfið og er talið að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu á þann veg, án annarrar örvunar líkt og á sníp eða með kynlífstækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.