Innlent

Lenti næstum framan á vöru­bíl við fram­úr­akstur

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Atvikið átti sér stað við Grundartanga í Hvalfirði.
Atvikið átti sér stað við Grundartanga í Hvalfirði.

Minnstu mátti muna að jeppi hefði lent framan á vörubíl við Grundartanga í Hvalfirði í gær við glannalegan framúrakstur.

Á eftirfarandi myndbandi sést þegar jeppinn var aðeins hársbreidd frá því að lenda á vörubílnum sem ók í gagnstæða átt, þegar hann loks gat fært sig yfir á rétta akrein.

Guðmundur Stefánsson tók myndbandið úr sínum bíl þegar hann var á ferðinni, en hann segir mikilvægt að aukin umræða um umferðaröryggi á Íslandi eigi sér stað. 

Atvik sem þessi undirstriki nauðsyn þess að betur sé hugað að öryggi á vegum landsins, með fræðslu og aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×