Enski boltinn

Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk af­sökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Gordon gengur af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldi.
Anthony Gordon gengur af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldi. EPA/ADAM VAUGHAN

Anthony Gordon var skúrkurinn í tapi Newcastle á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið.

Gordon fékk beint rautt spjald fyrir groddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk. Gordan tók langan sprett og fór með takkana ofarlega í kálfa fyrirliða Liverpool eftir að boltinn var löngu farinn.

Gordon fékk fyrst gula spjaldið en dómarinn breytti því í rautt eftir að hafa farið í skjáinn.

Newcastle lék manni færri allan seinni hálfleik en náði samt að jafna metin í 2-2. Liverpool náði hins vegar að skora í blálokin og tryggja sér sigurinn.

Gordon fór á samfélagsmiðilinn Instagram eftir leikinn og bað alla afsökunar.

@anthonygordon

„Ég vil biðja liðsfélaga mína og stuðningsmennina innilegar afsökunar. Ég ætlaði að reyna að ná boltanum. Ég var bara að reyna að búa til orku í leiknum og misreiknaði mig í tæklingunni,“ skrifaði Anthony Gordon.

„Ég vil líka biðja Virgil afsökunar. Ég ætla mér aldrei að tækla neinn svona viljandi. Við ræddum saman eftir á og hann veit það,“ skrifaði Gordon.

„Ég er mjög stoltur af þeim tíma sem ég var inn á vellinum og hvernig við spiluðum. Andrúmsloftið frá ykkur öllum var ástæðan af hverju SJP [St. James´ Park] er svona sérstakur völlur. Ég elska allt sem við stöndum fyrir sem klúbbur og aldrei meira en núna,“ skrifaði Gordon.

„Ég kem til baka og bara betri eins og alltaf þegar ég hef lent í mótlæti. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Gordon.

Virgil van Dijk liggur í grasinu eftir groddalega tæklingu Anthony Gordon.Getty/George Wood



Fleiri fréttir

Sjá meira


×