Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 10:01 Íris Ólafsdóttir fatahönnuður sér um búninga í verkinu Jónsmessunæturdraumur. Aðsend „Tíska við kemur okkur öllum, sama hvort fólk átti sig á því eða ekki, og er svo fallegt tjáningarform á það hver við viljum vera,“ segir Íris Ólafsdóttir, nýútskrifaður fatahönnuður sem sér um búninga fyrir stóra leiksýningu í Tjarnarbíói. Blaðamaður ræddi við hana um persónulegan stíl og sköpunargleðina. Íris er nú að vinna að búningum fyrir verkið Jónsmessunæturdraumur sem verður frumsýnt í Tjarnarbíó 26. september. Verkið er klassísk rómantísk kómedía með öflugum hópi leikara og í leikstjórn Maríu Ellingsen og Magnúsar Thorlacius en hér má kynna sér sýninguna nánar. View this post on Instagram A post shared by Fatahönnun LHÍ (@iua_fashion_design) Hvenær kviknaði áhugi þinn á hönnun og tísku? Ég byrjaði frekar ung að spá mikið í hverju ég klæddist og man alveg sérstaklega eftir augnablikum í svona 7. bekk þar sem ég er alveg með úthugsað outfit. Ég var líka snemma farin að horfa á tískusýningar á Youtube og var svo heilluð af töfraheiminum sem var skapaður fyrir eina sýningu. Einstök hönnun eftir Írisi.Aðsend Hvað er tíska fyrir þér? Hún spilar mjög stóran part í mínu lífi til að tjá það hver ég er, sama hvort ég sé að klæða sjálfa mig eða aðra. Það er mjög mikil tenging á hvernig ég klæði mig og hvernig mér líður um daginn. Ég finn að ef ég er í kósí fötum og geri mig ekki almennilega til þá verð ég þreyttari og ekki jafn dugleg yfir daginn miðað við þegar ég geri mig smá til. Tíska við kemur okkur öllum, sama hvort fólk átti sig á því eða ekki og er svo fallegt tjáningarform á hver við viljum vera og okkar innra hugarlífi. View this post on Instagram A post shared by Íris Ólafsdóttir (@irisolafss) Hefur þú jafn gaman að því að klæða sjálfa þig upp og aðra? Nei ég myndi ekki segja það, það hvernig ég klæði mig og hvernig ég hanna á aðra er frekar ólíkt. Ég hef nánast aldrei klæðst því sem ég hanna því mér finnst það bara ekki beint vera minn persónulegi stíll þegar það kemur að klæðaburði. Ég kýs að klæða mig á frekar einfaldan hátt á meðan flíkurnar sem ég hanna eru oft stórar með mikilli áferð. Ég hanna yfirleitt alltaf með einhverja aðra manneskju í huga sem ég bý til í hausnum mínum en dregur innblástur af sjálfri mér og vinkonum mínum. View this post on Instagram A post shared by Íris Ólafsdóttir (@irisolafss) Hvert er þitt draumaverkefni? Mitt draumaverkefni væri líklegast í formi viðburðar þar sem að ást mín á mörgum hlutum eins og fötum, textíl, mat og tónlist gæti einhvern veginn komið saman og skapað heildrænan heim. Hvað finnst þér skipta mestu máli í verkefni eins og Jónsmessunæturdraumnum? Þetta er í fyrsta sinn sem ég hanna búninga fyrir leikrit og það er búið að vera skemmtilegur heimur að stíga inn í. Það er gaman að vinna í svona stórum hóp sem ég hef ekki prófað áður því að í gegnum námið í Listaháskólanum er maður aðallega að vinna sjálfstætt. Það er líka áhugavert að það sé búið að ákveða sögusviðið fyrir fram þá er hægt að vinna innan þess heims en koma með sitt „touch“ á hann. Líka gaman að flíkurnar séu á mikilli hreyfingu og þurfa að pæla hvernig flíkurnar geta haft áhrif á hreyfingar leikaranna og söguna. Mér finnst skipta mestu máli að ég nái að hjálpa áhorfandanum að átta sig betur á sögunni með því að gefa honum vísanir í fötunum um hvað er í gangi í söguþræðinum. Mér finnst líka mikilvægt að stíga aðeins út fyrir rammann á hvað raunveruleikinn er, því þetta er leikhús þar sem er fullt frelsi til þess að skapa draumaheim. Jónsmessunæturdraumur er frumsýnt í Tjarnarbíói 26. september næstkomandi.Tjarnarbio.is Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og hönnun? Ég var alltaf með regluna þegar ég hanna að nota ekki gerviefni en svo er ég aðeins búin að vera að brjóta hana og átta mig á hvenær þau henta vel í notkun. Þá reyni ég alltaf að fá efnin í Rauða Krossinum og ekki kaupa þau glæný. En ég myndi ekki segja að ég sé með einhver svakaleg boð og bönn þegar það kemur að mínum klæðaburði nema bara að nota öll fötin mín mjög mikið og þekkja minn stíl vel svo ég fari ekki að kaupa eitthvað bull. Hvaðan sækirðu innblástur? Ég sæki aðallega innblástur í fólkið í kringum mig sem eru mörg miklir karakterar að gera mjög flotta hluti en líka mikið úr bíómyndum og bókum. Ég pæli líka mikið í áferð á hlutum, ekki bara flíkum heldur líka í tónlist og náttúrunni og það spilar alltaf stóran part í hönnunarferli hjá mér, að rannsaka áferð og textíl. Leikhús Sýningar á Íslandi Tíska og hönnun Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Íris er nú að vinna að búningum fyrir verkið Jónsmessunæturdraumur sem verður frumsýnt í Tjarnarbíó 26. september. Verkið er klassísk rómantísk kómedía með öflugum hópi leikara og í leikstjórn Maríu Ellingsen og Magnúsar Thorlacius en hér má kynna sér sýninguna nánar. View this post on Instagram A post shared by Fatahönnun LHÍ (@iua_fashion_design) Hvenær kviknaði áhugi þinn á hönnun og tísku? Ég byrjaði frekar ung að spá mikið í hverju ég klæddist og man alveg sérstaklega eftir augnablikum í svona 7. bekk þar sem ég er alveg með úthugsað outfit. Ég var líka snemma farin að horfa á tískusýningar á Youtube og var svo heilluð af töfraheiminum sem var skapaður fyrir eina sýningu. Einstök hönnun eftir Írisi.Aðsend Hvað er tíska fyrir þér? Hún spilar mjög stóran part í mínu lífi til að tjá það hver ég er, sama hvort ég sé að klæða sjálfa mig eða aðra. Það er mjög mikil tenging á hvernig ég klæði mig og hvernig mér líður um daginn. Ég finn að ef ég er í kósí fötum og geri mig ekki almennilega til þá verð ég þreyttari og ekki jafn dugleg yfir daginn miðað við þegar ég geri mig smá til. Tíska við kemur okkur öllum, sama hvort fólk átti sig á því eða ekki og er svo fallegt tjáningarform á hver við viljum vera og okkar innra hugarlífi. View this post on Instagram A post shared by Íris Ólafsdóttir (@irisolafss) Hefur þú jafn gaman að því að klæða sjálfa þig upp og aðra? Nei ég myndi ekki segja það, það hvernig ég klæði mig og hvernig ég hanna á aðra er frekar ólíkt. Ég hef nánast aldrei klæðst því sem ég hanna því mér finnst það bara ekki beint vera minn persónulegi stíll þegar það kemur að klæðaburði. Ég kýs að klæða mig á frekar einfaldan hátt á meðan flíkurnar sem ég hanna eru oft stórar með mikilli áferð. Ég hanna yfirleitt alltaf með einhverja aðra manneskju í huga sem ég bý til í hausnum mínum en dregur innblástur af sjálfri mér og vinkonum mínum. View this post on Instagram A post shared by Íris Ólafsdóttir (@irisolafss) Hvert er þitt draumaverkefni? Mitt draumaverkefni væri líklegast í formi viðburðar þar sem að ást mín á mörgum hlutum eins og fötum, textíl, mat og tónlist gæti einhvern veginn komið saman og skapað heildrænan heim. Hvað finnst þér skipta mestu máli í verkefni eins og Jónsmessunæturdraumnum? Þetta er í fyrsta sinn sem ég hanna búninga fyrir leikrit og það er búið að vera skemmtilegur heimur að stíga inn í. Það er gaman að vinna í svona stórum hóp sem ég hef ekki prófað áður því að í gegnum námið í Listaháskólanum er maður aðallega að vinna sjálfstætt. Það er líka áhugavert að það sé búið að ákveða sögusviðið fyrir fram þá er hægt að vinna innan þess heims en koma með sitt „touch“ á hann. Líka gaman að flíkurnar séu á mikilli hreyfingu og þurfa að pæla hvernig flíkurnar geta haft áhrif á hreyfingar leikaranna og söguna. Mér finnst skipta mestu máli að ég nái að hjálpa áhorfandanum að átta sig betur á sögunni með því að gefa honum vísanir í fötunum um hvað er í gangi í söguþræðinum. Mér finnst líka mikilvægt að stíga aðeins út fyrir rammann á hvað raunveruleikinn er, því þetta er leikhús þar sem er fullt frelsi til þess að skapa draumaheim. Jónsmessunæturdraumur er frumsýnt í Tjarnarbíói 26. september næstkomandi.Tjarnarbio.is Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og hönnun? Ég var alltaf með regluna þegar ég hanna að nota ekki gerviefni en svo er ég aðeins búin að vera að brjóta hana og átta mig á hvenær þau henta vel í notkun. Þá reyni ég alltaf að fá efnin í Rauða Krossinum og ekki kaupa þau glæný. En ég myndi ekki segja að ég sé með einhver svakaleg boð og bönn þegar það kemur að mínum klæðaburði nema bara að nota öll fötin mín mjög mikið og þekkja minn stíl vel svo ég fari ekki að kaupa eitthvað bull. Hvaðan sækirðu innblástur? Ég sæki aðallega innblástur í fólkið í kringum mig sem eru mörg miklir karakterar að gera mjög flotta hluti en líka mikið úr bíómyndum og bókum. Ég pæli líka mikið í áferð á hlutum, ekki bara flíkum heldur líka í tónlist og náttúrunni og það spilar alltaf stóran part í hönnunarferli hjá mér, að rannsaka áferð og textíl.
Leikhús Sýningar á Íslandi Tíska og hönnun Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira