Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2025 07:01 Florian Wirtz á enn eftir að koma að marki í ensku úrvalsdeidlinni eftir tvo leiki. EPA/ADAM VAUGHAN Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur vissulega unnið báða leikina þökk sé góðum innkomu hjá varamönnum liðsins en dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins hefur skilað litlu. Þegar kemur að Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Wirtz svo sannarlega brugðist eigendum sínum. En hvað á að gera með hann? Er hann alveg vonlaus eða eru þetta bara byrjendabras? Strákarnir í Fantasýn, Fantasy Premier League hlaðvarpi Sýnar, ræddu hvað sé hægt að gera með þýska sóknarmanninn sem á enn eftir að koma að marki í deildinni eftir tvo leiki. Þáttastjórnendur hjá Fantasýn eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. „Maður er strax farinn að hafa áhyggjur af Florian Wirtz,“ sagði Albert sem er sjálfur Liverpool maður. Það eru öll ljós blikkandi „Hann var að gera mistök og hann var að missa boltann. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þar,“ sagði Albert. „Það eru öll ljós blikkandi,“ skaut Sindri inn í. „Það eru mörg ljós blikkandi,“ viðurkenndi Albert en Sindri hélt áfram: „Það er ekki hægt að tala saman í kringum hann því það er allt í pípi og öll ljós blikka,“ sagði Sindri stríðinn. „Þetta er eins og gamli bílinn minn. Hann pípti bara við allt sem þú gerðir í bílnum. Þú vissir aldrei hvað væri í gangi,“ sagði Albert. Erum kannski fullleiðinlegir við hann „Við erum kannski fullleiðinlegir við hann. Hann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki,“ sagði Albert. „Hvað meinar þú með fullt hús stiga? Liverpool er með full hús stiga,“ sagði Sindri „Þetta er liðsíþrótt Sindri,“ sagði Albert. „En ekki í Fantasy,“ sagði Sindri. „Hann er ekki með mörg stig í Fantasy en ég tók þá ákvörðun í gær. Ég vissi að hann væri að fara lækka í verði en ég ákvað bara að leyfa honum að lækka. Ég seldi hann ekki,“ sagði Albert. „Ég ákvað að halda honum en líka út af þessari óvissu með [Cole] Palmer og þessi óvissa með Strand Larsen en þeir eru báðir í mínu liði. Það eru einhverjir leikir í Carabao og einhverjir gætu meiðst þar,“ sagði Albert. Þú ert í erfiðri stöðu „Það er margt sem getur gerst og ég var ekki alveg tilbúinn að ýta á Wild card takkann eða fría takkann. Ég ákvað bara að bíða og sjá,“ sagði Albert. „Í þessari sjúkrahús samlíkingu, þá stendur þú blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi,“ sagði Sindri. „Já ég myndi segja það,“ sagði Albert. „Þú ert í erfiðri stöðu. Það eru þrír þungt haldnir leikmenn á börunum. Þú getur bara bjargað einum og þú velur að handpumpa Wirtz,“ sagði Sindri. „Ég vel Wirtz af því að ég þarf að halda lífi í honum af því að ég er með mestu peningana í honum,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur vissulega unnið báða leikina þökk sé góðum innkomu hjá varamönnum liðsins en dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins hefur skilað litlu. Þegar kemur að Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Wirtz svo sannarlega brugðist eigendum sínum. En hvað á að gera með hann? Er hann alveg vonlaus eða eru þetta bara byrjendabras? Strákarnir í Fantasýn, Fantasy Premier League hlaðvarpi Sýnar, ræddu hvað sé hægt að gera með þýska sóknarmanninn sem á enn eftir að koma að marki í deildinni eftir tvo leiki. Þáttastjórnendur hjá Fantasýn eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. „Maður er strax farinn að hafa áhyggjur af Florian Wirtz,“ sagði Albert sem er sjálfur Liverpool maður. Það eru öll ljós blikkandi „Hann var að gera mistök og hann var að missa boltann. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þar,“ sagði Albert. „Það eru öll ljós blikkandi,“ skaut Sindri inn í. „Það eru mörg ljós blikkandi,“ viðurkenndi Albert en Sindri hélt áfram: „Það er ekki hægt að tala saman í kringum hann því það er allt í pípi og öll ljós blikka,“ sagði Sindri stríðinn. „Þetta er eins og gamli bílinn minn. Hann pípti bara við allt sem þú gerðir í bílnum. Þú vissir aldrei hvað væri í gangi,“ sagði Albert. Erum kannski fullleiðinlegir við hann „Við erum kannski fullleiðinlegir við hann. Hann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki,“ sagði Albert. „Hvað meinar þú með fullt hús stiga? Liverpool er með full hús stiga,“ sagði Sindri „Þetta er liðsíþrótt Sindri,“ sagði Albert. „En ekki í Fantasy,“ sagði Sindri. „Hann er ekki með mörg stig í Fantasy en ég tók þá ákvörðun í gær. Ég vissi að hann væri að fara lækka í verði en ég ákvað bara að leyfa honum að lækka. Ég seldi hann ekki,“ sagði Albert. „Ég ákvað að halda honum en líka út af þessari óvissu með [Cole] Palmer og þessi óvissa með Strand Larsen en þeir eru báðir í mínu liði. Það eru einhverjir leikir í Carabao og einhverjir gætu meiðst þar,“ sagði Albert. Þú ert í erfiðri stöðu „Það er margt sem getur gerst og ég var ekki alveg tilbúinn að ýta á Wild card takkann eða fría takkann. Ég ákvað bara að bíða og sjá,“ sagði Albert. „Í þessari sjúkrahús samlíkingu, þá stendur þú blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi,“ sagði Sindri. „Já ég myndi segja það,“ sagði Albert. „Þú ert í erfiðri stöðu. Það eru þrír þungt haldnir leikmenn á börunum. Þú getur bara bjargað einum og þú velur að handpumpa Wirtz,“ sagði Sindri. „Ég vel Wirtz af því að ég þarf að halda lífi í honum af því að ég er með mestu peningana í honum,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira