Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Jón Þór Stefánsson skrifar 27. ágúst 2025 17:17 Stefán Blackburn er einn þeirra sem ákærður er í málinu. Vísir/Anton Brink Læknir hjá minnismóttöku Landspítalans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þessi læknir sem mun hafa hitt Hjörleif nokkrum sinnum á síðustu árum, síðast um mánuði fyrir andlát hans, sagði Hjörleif hafa verið greindan með dæmigerða framheilabilun, sem sé nokkuð sjaldgæfur sjúkdómur. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Fólk gæti haldið að um geðsjúkdóm væri að ræða Fyrir dómi sagði umræddur læknir að einkenni Hjörleifs hefðu færst í aukana á síðustu árum. Hann sagði að einkenni sjúkdómsins væru sérstök fyrir þær sakir að utanaðkomandi einstaklingur myndi ekki endilega gruna að viðkomandi væri með heilabilun, hann myndi jafnvel halda að um alvarlegan geðsjúkdóm væri að ræða. Einkenni Hjörleifs hafi til að mynda verið persónuleikabreytingar og hömluleysi. Jafnframt hafi hann sýnt af sér sinnu- og framtaksleysi. Þá er Hjörleifur sagður alltaf hafa verið skapstór, en vegna sjúkdómsins hafi þráðurinn verið styttri en áður. Læknirinn sagði að Hjörleifur hafi, síðast þegar þau hittust, verið óviðeigandi við sig en ekki ógnandi. Auðvelt að teyma út í vitleysu Hann hafi verið farinn að leita að kynferðislegu efni á netinu og átt í samskiptum við aðrar konur, sem hafi sært eiginkonu hans. Um var að ræða hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Þess má geta að sakborningarnir hafa borið um að hafa tælt Hjörleif upp í bíl með sér í svokallaðri tálbeituaðgerð þar sem þeir hafi þóst vera stúlka undir lögaldri að falast eftir einhverju kynferðislegu. Ekkja hans hafnar því. Hún telur að hann hafi verið að leitast eftir samskiptum við aðra konu þetta kvöld. Læknirinn var spurður hvort veikindi Hjörleifs hefðu verið þess eðlis að auðvelt að teyma hann út í aðstæður sem réði ekki við, eða áttaði sig ekki á. Hann hefði getað verið áhrifagjarn og mögulega auðvelt að villa á sér heimildir og leiða hann út í einhverja vitleysu. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Þessi læknir sem mun hafa hitt Hjörleif nokkrum sinnum á síðustu árum, síðast um mánuði fyrir andlát hans, sagði Hjörleif hafa verið greindan með dæmigerða framheilabilun, sem sé nokkuð sjaldgæfur sjúkdómur. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Fólk gæti haldið að um geðsjúkdóm væri að ræða Fyrir dómi sagði umræddur læknir að einkenni Hjörleifs hefðu færst í aukana á síðustu árum. Hann sagði að einkenni sjúkdómsins væru sérstök fyrir þær sakir að utanaðkomandi einstaklingur myndi ekki endilega gruna að viðkomandi væri með heilabilun, hann myndi jafnvel halda að um alvarlegan geðsjúkdóm væri að ræða. Einkenni Hjörleifs hafi til að mynda verið persónuleikabreytingar og hömluleysi. Jafnframt hafi hann sýnt af sér sinnu- og framtaksleysi. Þá er Hjörleifur sagður alltaf hafa verið skapstór, en vegna sjúkdómsins hafi þráðurinn verið styttri en áður. Læknirinn sagði að Hjörleifur hafi, síðast þegar þau hittust, verið óviðeigandi við sig en ekki ógnandi. Auðvelt að teyma út í vitleysu Hann hafi verið farinn að leita að kynferðislegu efni á netinu og átt í samskiptum við aðrar konur, sem hafi sært eiginkonu hans. Um var að ræða hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Þess má geta að sakborningarnir hafa borið um að hafa tælt Hjörleif upp í bíl með sér í svokallaðri tálbeituaðgerð þar sem þeir hafi þóst vera stúlka undir lögaldri að falast eftir einhverju kynferðislegu. Ekkja hans hafnar því. Hún telur að hann hafi verið að leitast eftir samskiptum við aðra konu þetta kvöld. Læknirinn var spurður hvort veikindi Hjörleifs hefðu verið þess eðlis að auðvelt að teyma hann út í aðstæður sem réði ekki við, eða áttaði sig ekki á. Hann hefði getað verið áhrifagjarn og mögulega auðvelt að villa á sér heimildir og leiða hann út í einhverja vitleysu.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira