Enski boltinn

United banarnir drógust á móti Leeds bönunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles Vernam fagnar marki sínu fyrir Grimsby Town í sigrinum á Manchester United í kvöld.
Charles Vernam fagnar marki sínu fyrir Grimsby Town í sigrinum á Manchester United í kvöld. Getty/George Wood

Eftir leikina í enska deildarbikarnum í kvöld var dregið í þriðju umferð keppninnar en þar koma hinn bestu liðin úr ensku úrvalsdeildinni.

D-deildarlið Grimsby Town sló í kvöld út úrvalsdeildarlið Manchester United og mætir Sheffield Wednesday í næstu umferð. Þetta þýðir að þar mætast tvö neðrideildarlið sem slógu út lið úr ensku úrvalsdeildinni í vítakeppni.

Manchester United er eitt af fjórum úrvalsdeildarliðum sem eru úr leik en Bournemouth tapaði á móti Brentford, West Ham tapaði á móti Wolves og Leeds United tapaði síðan í vítakeppni á móti Sheffield Wednesday.

Englandsmeistarar Liverpool fengu heimaleik á móti Southampton en Arsenal fer á útivöll á móti Port Vale. Manchester City er á útivelli á móti Huddersfield.

Einu úrvalsdeildarliðin sem mætast eru Brentford og Aston Villa annars vegar og Wolves og Everton hins vegar.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast en leikirnir fara fram í vikunni frá 15. til 22. september næstkomandi.

  • Liðin sem mætast í þriðju umferð enska deildabikarsins:
  • Port Vale - Arsenal
  • Swansea - Nottingham Forest
  • Lincoln - Chelsea
  • Tottenham v Doncaster
  • Brentford - Aston Villa
  • Huddersfield - Manchester City
  • Liverpool - Southampton
  • Newcastle - Bradford City
  • Sheffield Wednesday - Grimsby
  • Wolves - Everton
  • Crystal Palace - Millwall
  • Burnley - Cardiff
  • Wrexham - Reading
  • Wigan - Wycombe
  • Barnsley - Brighton
  • Fulham - Cambridge



Fleiri fréttir

Sjá meira


×