Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Richarlison skoraði tvö mörk gegn Burnley í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir það fóru eflaust fleiri Fantasy-spilarar að renna hýru auga til hans. epa/NEIL HALL Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, fóru yfir stöðu mála og möguleikana fyrir 3. umferðina í síðasta þætti. Fantasýn er hlaðvarp í umsjón þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban sem kemur út eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni. Í síðasta þætti fóru strákarnir yfir ýmsa kosti sem eru í stöðunni fyrir 3. umferðina sem hefst á laugardaginn. Þeir veltu því meðal annars fyrir sér hvort það væri fýsilegt að vera með Richarlison, framherja Tottenham, í liðinu sínu. Spurs hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Richarlison hefur byrjað báða leikina og skoraði tvívegis í 3-0 sigri á nýliðum Burnley í 1. umferðinni. Þrátt fyrir það er Albert efins um að Richarlison sé góður kostur í Fantasy. „Richarlison, ég myndi vara við honum. Hann er að byrja vel en nú er búið að velja brasilíska landsliðið og hann er að fara í landsleikjahlé eftir næsta leik. Og það er oft snúið þegar menn eru að koma úr þeim hléum,“ sagði Albert. „Þessir Suður-Ameríkumenn fá oftar en ekki takmarkaðar mínútur í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og hann er með ansi góðan varamann sem er bara að bíða eftir að fá mínútur fyrir hann og það þarf að koma [Dominic] Solanke einhvern veginn inn. Það kæmi mér ekkert á óvart að Richarlison byrji næsta leik en ég held að Solanke verði í byrjunarliðinu í næsta leik eftir landsleikjahlé.“ Spurs á nokkuð hagstæða leiki framundan og Albert hvetur Fantasy-spilara frekar til að horfa til Brennans Johnson og Mohammed Kudus þótt hann sé líklegri til að skila stoðsendingum en mörkum. Albert nefndi einnig Pedro Porro og Pape Sarr sem mögulega kosti úr liði Tottenham. Næsti leikur Tottenham er gegn Bournemouth á heimavelli á laugardaginn. Í fyrsta leik eftir landsleikjahléið mætir Tottenham svo West Ham United á útivelli, 13. september. Hlusta má á Fantasýn í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Fantasýn er hlaðvarp í umsjón þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban sem kemur út eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni. Í síðasta þætti fóru strákarnir yfir ýmsa kosti sem eru í stöðunni fyrir 3. umferðina sem hefst á laugardaginn. Þeir veltu því meðal annars fyrir sér hvort það væri fýsilegt að vera með Richarlison, framherja Tottenham, í liðinu sínu. Spurs hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Richarlison hefur byrjað báða leikina og skoraði tvívegis í 3-0 sigri á nýliðum Burnley í 1. umferðinni. Þrátt fyrir það er Albert efins um að Richarlison sé góður kostur í Fantasy. „Richarlison, ég myndi vara við honum. Hann er að byrja vel en nú er búið að velja brasilíska landsliðið og hann er að fara í landsleikjahlé eftir næsta leik. Og það er oft snúið þegar menn eru að koma úr þeim hléum,“ sagði Albert. „Þessir Suður-Ameríkumenn fá oftar en ekki takmarkaðar mínútur í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og hann er með ansi góðan varamann sem er bara að bíða eftir að fá mínútur fyrir hann og það þarf að koma [Dominic] Solanke einhvern veginn inn. Það kæmi mér ekkert á óvart að Richarlison byrji næsta leik en ég held að Solanke verði í byrjunarliðinu í næsta leik eftir landsleikjahlé.“ Spurs á nokkuð hagstæða leiki framundan og Albert hvetur Fantasy-spilara frekar til að horfa til Brennans Johnson og Mohammed Kudus þótt hann sé líklegri til að skila stoðsendingum en mörkum. Albert nefndi einnig Pedro Porro og Pape Sarr sem mögulega kosti úr liði Tottenham. Næsti leikur Tottenham er gegn Bournemouth á heimavelli á laugardaginn. Í fyrsta leik eftir landsleikjahléið mætir Tottenham svo West Ham United á útivelli, 13. september. Hlusta má á Fantasýn í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01