Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. ágúst 2025 12:10 Netþjónninn var í gagnaveri á Íslandi. Mynd úr safni. vísir/vilhelm Netþjónn sem var hýstur hér á landi var nýttur til að þvætta um 25 milljarða af illa fengnu fé í formi rafmyntarinnar bitcoin. Lögreglufulltrúi sem aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna segir að mögulega hafi þúsundir glæpamanna nýtt sér þjónustuna. Því miður misnoti glæpamenn góða innviði Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims sem var hýst á netþjónum hér á landi. Netþjónarnir voru notaðir til að þvætta um 25 milljarða króna eða 200 milljónir bandaríkjadala af illa fengnu fé í formi bitcoin. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Steinarr Kr. Ómarsson, lögreglufulltrúi sem starfaði við aðgerðina, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það komu hingað til lands tveir menn frá FBI og ég fór með þeim inn í gagnaver og við fundum netþjóninn og tókum hann niður. Bandaríkjamenn tóku síðan afrit af honum með sér út og notuðu það til að rannsaka málið frekar og fundu fullt af sönnunargögnum á diskunum. Í þessari aðgerð voru tveir menn handteknir. Annar í Portúgal og hinn í Bandaríkjunum,“ sagði Steinarr. Erfitt að rannsaka þvott á rafmyntum Mennirnir tveir játuðu sök hvað varðar hluta brota sem þeim var gefið að sök og skiluðu fé sem að alríkislögreglan lagði hald á. Mögulega hafi þúsundir glæpamanna um allan heim nýtt sér þjónustuna. „Þetta sýnir kannski hvað er verið að velta mikið af peningum í alls konar ólöglegri starfsemi. Það eru margir aðilar sem nýttu sér þessa þjónustu, tugir, hundriðir eða þúsundir, ég er ekki alveg með þá tölu á hreinu. Glæpamenn nota rafmyntir og nota í rauninni allar þær aðferðir sem henta þeim hverju sinni til að þvo fé og koma ágóðanum undan. Rafmyntir eru ekki verri leið en hver önnur og oft erfiðara að rannsaka og fylgja eftir færslunum.“ Glæpamenn nýti sér góða innviði Hýsingaraðillinn sem er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi hér á landi var grunlaus um ólöglegu starfsemina og sætir því ekki sakarábyrgð. Þjónustan sem þvottastöðin bauð upp á hafi verið nafnlaus og því með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru. „Ísland er framsækið land í tæknimálum. Hér er bara allt mögulegt í boði, alls konar hýsingarþjónusta og gagnaver og annað þess háttar. Glæpamenn nýta sér því miður svona góða innviði sér í hag. Því miður erum við að sjá að Ísland er misnotað í svona málum. Þess vegna erum við að reyna standa vörð um það og bægja þessu frá okkur,“ segir hann og bætir við: „Við erum með frábært starfsfólk í þessum geira og þau eru mjög vakandi yfir þessu og í mörgum tilfellum hefur fólk unnið með lögreglu þegar það sér eitthvað ólöglegt að gerast hjá sér. Því miður er þetta alþjóðlegt umhverfi og alþjóðlegir glæpamenn nýta sér allt sem þeir geta. Þeir nýta sér löglega innviði til að framkvæma þessa glæpi.“ Það þurfi að passa að slík starfsemi verði ekki að viðvarandi vandamáli hér á landi. Reglulega sé leitað til lögreglunnar á Íslandi til að upplýsa um bitcoin peningaþvottastöðvar eða aðra netglæpi. „Það er talsvert um það. Ég er ekki með einhverja tölur á hreinu. Þetta eru einhverjir tugir mála á ári sem við skoðum. Við skoðum líka mikið af málum hér á landi að eigin frumkvæði. Við eigum oft í mjög góðu samstarfi við hýsingaraðila hér og aðra til að ráða niðurlögum þessa .“ Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Netglæpir Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims sem var hýst á netþjónum hér á landi. Netþjónarnir voru notaðir til að þvætta um 25 milljarða króna eða 200 milljónir bandaríkjadala af illa fengnu fé í formi bitcoin. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Steinarr Kr. Ómarsson, lögreglufulltrúi sem starfaði við aðgerðina, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það komu hingað til lands tveir menn frá FBI og ég fór með þeim inn í gagnaver og við fundum netþjóninn og tókum hann niður. Bandaríkjamenn tóku síðan afrit af honum með sér út og notuðu það til að rannsaka málið frekar og fundu fullt af sönnunargögnum á diskunum. Í þessari aðgerð voru tveir menn handteknir. Annar í Portúgal og hinn í Bandaríkjunum,“ sagði Steinarr. Erfitt að rannsaka þvott á rafmyntum Mennirnir tveir játuðu sök hvað varðar hluta brota sem þeim var gefið að sök og skiluðu fé sem að alríkislögreglan lagði hald á. Mögulega hafi þúsundir glæpamanna um allan heim nýtt sér þjónustuna. „Þetta sýnir kannski hvað er verið að velta mikið af peningum í alls konar ólöglegri starfsemi. Það eru margir aðilar sem nýttu sér þessa þjónustu, tugir, hundriðir eða þúsundir, ég er ekki alveg með þá tölu á hreinu. Glæpamenn nota rafmyntir og nota í rauninni allar þær aðferðir sem henta þeim hverju sinni til að þvo fé og koma ágóðanum undan. Rafmyntir eru ekki verri leið en hver önnur og oft erfiðara að rannsaka og fylgja eftir færslunum.“ Glæpamenn nýti sér góða innviði Hýsingaraðillinn sem er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi hér á landi var grunlaus um ólöglegu starfsemina og sætir því ekki sakarábyrgð. Þjónustan sem þvottastöðin bauð upp á hafi verið nafnlaus og því með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru. „Ísland er framsækið land í tæknimálum. Hér er bara allt mögulegt í boði, alls konar hýsingarþjónusta og gagnaver og annað þess háttar. Glæpamenn nýta sér því miður svona góða innviði sér í hag. Því miður erum við að sjá að Ísland er misnotað í svona málum. Þess vegna erum við að reyna standa vörð um það og bægja þessu frá okkur,“ segir hann og bætir við: „Við erum með frábært starfsfólk í þessum geira og þau eru mjög vakandi yfir þessu og í mörgum tilfellum hefur fólk unnið með lögreglu þegar það sér eitthvað ólöglegt að gerast hjá sér. Því miður er þetta alþjóðlegt umhverfi og alþjóðlegir glæpamenn nýta sér allt sem þeir geta. Þeir nýta sér löglega innviði til að framkvæma þessa glæpi.“ Það þurfi að passa að slík starfsemi verði ekki að viðvarandi vandamáli hér á landi. Reglulega sé leitað til lögreglunnar á Íslandi til að upplýsa um bitcoin peningaþvottastöðvar eða aðra netglæpi. „Það er talsvert um það. Ég er ekki með einhverja tölur á hreinu. Þetta eru einhverjir tugir mála á ári sem við skoðum. Við skoðum líka mikið af málum hér á landi að eigin frumkvæði. Við eigum oft í mjög góðu samstarfi við hýsingaraðila hér og aðra til að ráða niðurlögum þessa .“
Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Netglæpir Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira