Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. ágúst 2025 12:10 Netþjónninn var í gagnaveri á Íslandi. Mynd úr safni. vísir/vilhelm Netþjónn sem var hýstur hér á landi var nýttur til að þvætta um 25 milljarða af illa fengnu fé í formi rafmyntarinnar bitcoin. Lögreglufulltrúi sem aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna segir að mögulega hafi þúsundir glæpamanna nýtt sér þjónustuna. Því miður misnoti glæpamenn góða innviði Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims sem var hýst á netþjónum hér á landi. Netþjónarnir voru notaðir til að þvætta um 25 milljarða króna eða 200 milljónir bandaríkjadala af illa fengnu fé í formi bitcoin. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Steinarr Kr. Ómarsson, lögreglufulltrúi sem starfaði við aðgerðina, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það komu hingað til lands tveir menn frá FBI og ég fór með þeim inn í gagnaver og við fundum netþjóninn og tókum hann niður. Bandaríkjamenn tóku síðan afrit af honum með sér út og notuðu það til að rannsaka málið frekar og fundu fullt af sönnunargögnum á diskunum. Í þessari aðgerð voru tveir menn handteknir. Annar í Portúgal og hinn í Bandaríkjunum,“ sagði Steinarr. Erfitt að rannsaka þvott á rafmyntum Mennirnir tveir játuðu sök hvað varðar hluta brota sem þeim var gefið að sök og skiluðu fé sem að alríkislögreglan lagði hald á. Mögulega hafi þúsundir glæpamanna um allan heim nýtt sér þjónustuna. „Þetta sýnir kannski hvað er verið að velta mikið af peningum í alls konar ólöglegri starfsemi. Það eru margir aðilar sem nýttu sér þessa þjónustu, tugir, hundriðir eða þúsundir, ég er ekki alveg með þá tölu á hreinu. Glæpamenn nota rafmyntir og nota í rauninni allar þær aðferðir sem henta þeim hverju sinni til að þvo fé og koma ágóðanum undan. Rafmyntir eru ekki verri leið en hver önnur og oft erfiðara að rannsaka og fylgja eftir færslunum.“ Glæpamenn nýti sér góða innviði Hýsingaraðillinn sem er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi hér á landi var grunlaus um ólöglegu starfsemina og sætir því ekki sakarábyrgð. Þjónustan sem þvottastöðin bauð upp á hafi verið nafnlaus og því með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru. „Ísland er framsækið land í tæknimálum. Hér er bara allt mögulegt í boði, alls konar hýsingarþjónusta og gagnaver og annað þess háttar. Glæpamenn nýta sér því miður svona góða innviði sér í hag. Því miður erum við að sjá að Ísland er misnotað í svona málum. Þess vegna erum við að reyna standa vörð um það og bægja þessu frá okkur,“ segir hann og bætir við: „Við erum með frábært starfsfólk í þessum geira og þau eru mjög vakandi yfir þessu og í mörgum tilfellum hefur fólk unnið með lögreglu þegar það sér eitthvað ólöglegt að gerast hjá sér. Því miður er þetta alþjóðlegt umhverfi og alþjóðlegir glæpamenn nýta sér allt sem þeir geta. Þeir nýta sér löglega innviði til að framkvæma þessa glæpi.“ Það þurfi að passa að slík starfsemi verði ekki að viðvarandi vandamáli hér á landi. Reglulega sé leitað til lögreglunnar á Íslandi til að upplýsa um bitcoin peningaþvottastöðvar eða aðra netglæpi. „Það er talsvert um það. Ég er ekki með einhverja tölur á hreinu. Þetta eru einhverjir tugir mála á ári sem við skoðum. Við skoðum líka mikið af málum hér á landi að eigin frumkvæði. Við eigum oft í mjög góðu samstarfi við hýsingaraðila hér og aðra til að ráða niðurlögum þessa .“ Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Netglæpir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims sem var hýst á netþjónum hér á landi. Netþjónarnir voru notaðir til að þvætta um 25 milljarða króna eða 200 milljónir bandaríkjadala af illa fengnu fé í formi bitcoin. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Steinarr Kr. Ómarsson, lögreglufulltrúi sem starfaði við aðgerðina, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það komu hingað til lands tveir menn frá FBI og ég fór með þeim inn í gagnaver og við fundum netþjóninn og tókum hann niður. Bandaríkjamenn tóku síðan afrit af honum með sér út og notuðu það til að rannsaka málið frekar og fundu fullt af sönnunargögnum á diskunum. Í þessari aðgerð voru tveir menn handteknir. Annar í Portúgal og hinn í Bandaríkjunum,“ sagði Steinarr. Erfitt að rannsaka þvott á rafmyntum Mennirnir tveir játuðu sök hvað varðar hluta brota sem þeim var gefið að sök og skiluðu fé sem að alríkislögreglan lagði hald á. Mögulega hafi þúsundir glæpamanna um allan heim nýtt sér þjónustuna. „Þetta sýnir kannski hvað er verið að velta mikið af peningum í alls konar ólöglegri starfsemi. Það eru margir aðilar sem nýttu sér þessa þjónustu, tugir, hundriðir eða þúsundir, ég er ekki alveg með þá tölu á hreinu. Glæpamenn nota rafmyntir og nota í rauninni allar þær aðferðir sem henta þeim hverju sinni til að þvo fé og koma ágóðanum undan. Rafmyntir eru ekki verri leið en hver önnur og oft erfiðara að rannsaka og fylgja eftir færslunum.“ Glæpamenn nýti sér góða innviði Hýsingaraðillinn sem er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi hér á landi var grunlaus um ólöglegu starfsemina og sætir því ekki sakarábyrgð. Þjónustan sem þvottastöðin bauð upp á hafi verið nafnlaus og því með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru. „Ísland er framsækið land í tæknimálum. Hér er bara allt mögulegt í boði, alls konar hýsingarþjónusta og gagnaver og annað þess háttar. Glæpamenn nýta sér því miður svona góða innviði sér í hag. Því miður erum við að sjá að Ísland er misnotað í svona málum. Þess vegna erum við að reyna standa vörð um það og bægja þessu frá okkur,“ segir hann og bætir við: „Við erum með frábært starfsfólk í þessum geira og þau eru mjög vakandi yfir þessu og í mörgum tilfellum hefur fólk unnið með lögreglu þegar það sér eitthvað ólöglegt að gerast hjá sér. Því miður er þetta alþjóðlegt umhverfi og alþjóðlegir glæpamenn nýta sér allt sem þeir geta. Þeir nýta sér löglega innviði til að framkvæma þessa glæpi.“ Það þurfi að passa að slík starfsemi verði ekki að viðvarandi vandamáli hér á landi. Reglulega sé leitað til lögreglunnar á Íslandi til að upplýsa um bitcoin peningaþvottastöðvar eða aðra netglæpi. „Það er talsvert um það. Ég er ekki með einhverja tölur á hreinu. Þetta eru einhverjir tugir mála á ári sem við skoðum. Við skoðum líka mikið af málum hér á landi að eigin frumkvæði. Við eigum oft í mjög góðu samstarfi við hýsingaraðila hér og aðra til að ráða niðurlögum þessa .“
Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Netglæpir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent