Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2025 17:22 Gæslunni hafa borist margar tilkynningar um ísjaka á siglingaleiðum undanfarið. Landhelgisgæslan Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug fram á borgarísjaka sem var hærri en Hallgrímskirkja í ískönnunarflugi undan ströndum landsins í dag. Ísjakinn var þrjú hundruð metra langur, þrjú hundruð metra breiður og allt að 75 metra hár. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð. Landhelgisgæslan greinir frá því í tilkynningu að stjórnstöð hafi ákveðið að áhöfnin á TF-EIR færi í ískönnunarleiðangur á siglingaleiðinni undan Norðvesturlandi, frá Sauðanesi að Hornbjargi, og á veiðislóð norður af Ströndum. Var það vegna þess fjölda ábendinga um borgarís á veiðislóðum og siglingaleiðum á svæðinu. Þetta er maður og ekki maur.Landhelgisgæslan Vel viðraði til könnunarflugsins, að því er segir í tilkynningunni, og þegar þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var stutt vestur af Skagatá kom áhöfnin auga á fyrsta borgarísjakann. Stjórnstöðinni var tilkynnt um borgarísinn og í kjölfarið var siglingaviðvörun gefin út enda var ísinn í siglingaleið skipa á þessum slóðum. „Þyrlusveitin hélt ferð sinni áfram og þegar hún var stödd norður af Hornbjargi varð áhöfnin vör við stóran borgarís í veðurratsjá þyrlunnar en hann var djúpt undan landi. Áhöfnin hélt á staðinn og þegar þyrlan var um 42 sjómílur norður af bjarginu blasti 300 metra langur, 300 metra breiður og allt að 75 metra hár borgarís við áhöfninni,“ segir í tilkynningunni. Það viðraði vel til ísjakasigs.Landhelgisgæslan Miðað við stærð íssins og dýpis á svæðinu þóttu áhafnarmeðlimum allar líkur á að ísinn væri strandaður. Áhöfnin notaði tækifærið og hélt stutta æfingu þar sem sigmaður þyrlusveitarinnar seig niður á ísinn og var svo hífður upp stuttu síðar. Landhelgisgæslan hvetur sjófarendur til að sýna sérstaka aðgát á þessum slóðum. Landhelgisgæslan Hafið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Landhelgisgæslan greinir frá því í tilkynningu að stjórnstöð hafi ákveðið að áhöfnin á TF-EIR færi í ískönnunarleiðangur á siglingaleiðinni undan Norðvesturlandi, frá Sauðanesi að Hornbjargi, og á veiðislóð norður af Ströndum. Var það vegna þess fjölda ábendinga um borgarís á veiðislóðum og siglingaleiðum á svæðinu. Þetta er maður og ekki maur.Landhelgisgæslan Vel viðraði til könnunarflugsins, að því er segir í tilkynningunni, og þegar þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var stutt vestur af Skagatá kom áhöfnin auga á fyrsta borgarísjakann. Stjórnstöðinni var tilkynnt um borgarísinn og í kjölfarið var siglingaviðvörun gefin út enda var ísinn í siglingaleið skipa á þessum slóðum. „Þyrlusveitin hélt ferð sinni áfram og þegar hún var stödd norður af Hornbjargi varð áhöfnin vör við stóran borgarís í veðurratsjá þyrlunnar en hann var djúpt undan landi. Áhöfnin hélt á staðinn og þegar þyrlan var um 42 sjómílur norður af bjarginu blasti 300 metra langur, 300 metra breiður og allt að 75 metra hár borgarís við áhöfninni,“ segir í tilkynningunni. Það viðraði vel til ísjakasigs.Landhelgisgæslan Miðað við stærð íssins og dýpis á svæðinu þóttu áhafnarmeðlimum allar líkur á að ísinn væri strandaður. Áhöfnin notaði tækifærið og hélt stutta æfingu þar sem sigmaður þyrlusveitarinnar seig niður á ísinn og var svo hífður upp stuttu síðar. Landhelgisgæslan hvetur sjófarendur til að sýna sérstaka aðgát á þessum slóðum.
Landhelgisgæslan Hafið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira