Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2025 19:30 Hafdís Huld var í ár útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Hún er sjálf búsett í Mosfellsdal. Helga Dögg Reynisdóttir Hafdís Huld Þrastardóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2025 á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ í dag. Hafdís Huld Þrastardóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hóf feril sinn ung og hefur átt fjölbreyttan feril sem spannar yfir þrjá áratugi. í tilkynningu um útnefninguna segir um feril Hafdísar að hann hafi hafist þegar hún var 15 ára gömul þegar hún gekk til liðs við raftónlistarsveitina GusGus. Hún hafi tekið þátt í gerð fyrstu plötum sveitarinnar og fór í tónleikaferðir víða um heim. Þrátt fyrir ungan aldur hafi hún fengið mikla reynslu og viðurkenningu á þessum tíma. Eftir nokkur ár í GusGus hafi hún svo ákveðið að einbeita sér að sólóferli og flutt til Bretlands þar sem hún stundaði nám í tónsmíðum og söng við London Collage of Creative Media. Þar hafi hún þróað eigin tónlistarstíl og byrjað að semja lög sem áttu síðar eftir að rata á plötur hennar og annarra listamanna. Árið 2006 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Dirty Paper Cup og hlaut, meðal annars, Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins í flokki popptónlistar. Platan innihélt lög á borð við Tomoko og Plastic Halo sem vöktu mikla athygli fyrir grípandi laglínur og frumlega útsetningu. Í kjölfarið gaf Hafdís út fleiri plötur, þar á meðal Synchronised Swimmers (2009), Vögguvísur (2012), Barnavísur (2015), Dare to Dream Small (2017) og Við jólatréð (2021). Hafdís Huld Þrastardóttir ásamt eiginmanni sínum Alisdair Wright og börnum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Sævar Birgisson varaformaður menningar-, íþrótta- og lýðheilsunefndar.Helga Dögg Reynisdóttir Vinsælust á streymisveitum Platan Vögguvísur hefur notið mikilla vinsælla og hefur selst í yfir 20.000 eintökum. Plötunni hefur verið streymt hvað mest íslenskra platna á streymisveitunni Spotify, og lagið Dvel ég í draumahöll af sömu plötu trónir jafnan á toppinum yfir mest streymdu lög landsins. Önnur lög af sömu plötu njóta jafnframt mikillar hylli. Hafdís Huld hefur unnið mikið með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Alisdair Wright, sem sér um upptökur og útsetningar margra laga hennar. Í tilkynningu segir að lokum að Hafdís Huld sé búsett í Mosfellsdal og að hún tengist bænum sterkum böndum bæði í starfi og daglegu lífi. Platan Home var til að mynda tekin upp að miklu leyti heima hjá henni í dalnum. Hafdís hefur ítrekað talað um hversu miklu það máli skiptir fyrir hana og fjölskyldu hennar að búa í samfélagi þar sem nálægð við náttúru, fjölskylduvænt umhverfi og sköpun fara saman. Mosfellsbær Tónlist Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
í tilkynningu um útnefninguna segir um feril Hafdísar að hann hafi hafist þegar hún var 15 ára gömul þegar hún gekk til liðs við raftónlistarsveitina GusGus. Hún hafi tekið þátt í gerð fyrstu plötum sveitarinnar og fór í tónleikaferðir víða um heim. Þrátt fyrir ungan aldur hafi hún fengið mikla reynslu og viðurkenningu á þessum tíma. Eftir nokkur ár í GusGus hafi hún svo ákveðið að einbeita sér að sólóferli og flutt til Bretlands þar sem hún stundaði nám í tónsmíðum og söng við London Collage of Creative Media. Þar hafi hún þróað eigin tónlistarstíl og byrjað að semja lög sem áttu síðar eftir að rata á plötur hennar og annarra listamanna. Árið 2006 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Dirty Paper Cup og hlaut, meðal annars, Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins í flokki popptónlistar. Platan innihélt lög á borð við Tomoko og Plastic Halo sem vöktu mikla athygli fyrir grípandi laglínur og frumlega útsetningu. Í kjölfarið gaf Hafdís út fleiri plötur, þar á meðal Synchronised Swimmers (2009), Vögguvísur (2012), Barnavísur (2015), Dare to Dream Small (2017) og Við jólatréð (2021). Hafdís Huld Þrastardóttir ásamt eiginmanni sínum Alisdair Wright og börnum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Sævar Birgisson varaformaður menningar-, íþrótta- og lýðheilsunefndar.Helga Dögg Reynisdóttir Vinsælust á streymisveitum Platan Vögguvísur hefur notið mikilla vinsælla og hefur selst í yfir 20.000 eintökum. Plötunni hefur verið streymt hvað mest íslenskra platna á streymisveitunni Spotify, og lagið Dvel ég í draumahöll af sömu plötu trónir jafnan á toppinum yfir mest streymdu lög landsins. Önnur lög af sömu plötu njóta jafnframt mikillar hylli. Hafdís Huld hefur unnið mikið með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Alisdair Wright, sem sér um upptökur og útsetningar margra laga hennar. Í tilkynningu segir að lokum að Hafdís Huld sé búsett í Mosfellsdal og að hún tengist bænum sterkum böndum bæði í starfi og daglegu lífi. Platan Home var til að mynda tekin upp að miklu leyti heima hjá henni í dalnum. Hafdís hefur ítrekað talað um hversu miklu það máli skiptir fyrir hana og fjölskyldu hennar að búa í samfélagi þar sem nálægð við náttúru, fjölskylduvænt umhverfi og sköpun fara saman.
Mosfellsbær Tónlist Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira