Innlent

Sundhöllin opnuð á mánu­dag en lengra í heitu pottana

Árni Sæberg skrifar
Á mánudag verður hægt að stinga sér til sunds í Sundhöll Reykjavíkur.
Á mánudag verður hægt að stinga sér til sunds í Sundhöll Reykjavíkur. Vísir/Arnar

Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur á mánudaginn klukkan 06:30 eftir rúmlega tveggja vikna lokun vegna vinnu við viðhald og endurbætur.

Í tilkynningu þess efnis á vef Reykjavíkurborgar segir að flestir hlutar hússins og laugarinnar verði þá tilbúnir til notkunar. Gömlu heitu pottarnir þurfi þó lengri tíma áður en hægt er að hleypa í þá vatni, en stefnt sé að því að þeir verði opnaðir fljótlega.

„Við erum ánægð að geta tekið á móti gestum á ný og þökkum þeim fyrir jákvæðni og þolinmæði á meðan á framkvæmdum stóð,“ er haft eftir Snorra Erni Arnaldssyni, forstöðumanni Sundhallarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×