Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Auðun Georg Ólafsson skrifar 29. ágúst 2025 13:03 Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla segir að alltaf sé viðmið um að tala íslensku í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk. Verkefnið hafi verið að þyngjast á undanförnum árum. Vilhelm „Við erum sjálf ekki ánægð með þennan árangur og vildum auðvitað gera betur en eins og kemur fram í greininni þá erum við auðvitað með mjög sérstakan nemendahóp í skólanum,“ segir Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla. Hann vísar í grein Morgunblaðsins þar sem fram kemur að samkvæmt mælingu Lesmáls séu nú áðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri. Lesmál er mæling sem lögð er fyrir öll börn í 2. bekk grunnskóla. Hlutfall nemenda í Fellaskóla af erlendum uppruna er nú 84,4% en samtals eru 360 nemendur við skólann. Þeir tala um það bil 25 mismunandi tungumál. Fram kom nýlega á Vísi að stjórnendur Fellaskóla hafi síðan 2019 átt í samtali við borgaryfirvöld um miklar sérþarfir skólans vegna samsetningu nemendahópsins. Þrír verkefnastjórar í læsi hafa verið ráðnir við skólann og um síðustu áramót hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Fleiri börn voru þá sögð ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem voru í tónlistarnámi hafði margfaldast. Helgi segir að í Fellaskóla sé alltaf viðmið um að tala íslensku en sem dæmi starfi fólk innan skólans sem tali úkraínsku, rússnesku, arabísku og filippseysku og geti því aðstoðað nemendur í aðlögun. Hann bendir á að á síðustu önn komu margir nýir nemendur í Fellaskóla. Af 360 nemendum voru 30 sem fluttu þá til Íslands og byrjuðu í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk og skoða stöðu þeirra þegar komið væri í 5. og 6. bekk. Samsetning nemenda að breytast „Tölurnar sýna að lestrarkunnátta í Fellaskóla sé að hraka en um leið bendi ég á að samsetning nemendahópsins hefur verið að breytast. Við höfum lengi verið með þetta hlutfall að 80% nemenda eru af erlendu bergi brotnir sem hafa annað heimamál en íslensku. Það fjölgar stöðugt hjá okkur nýlegum íslendingum, það er að segja börnum sem hafa búið miklu styttra á Íslandi og hafa jafnvel ekki verið í leikskóla. Verkefnið hefur verið að þyngjast á undanförnum árum. Við höfum verið að gera margt mjög markvisst til að koma til móts við þennan hóp. Lestur og læsi er í raun aðal áhersluþáttur skólans í stefnu okkar og vinnubrögðum.“ Helgi segir að árangur allra nemenda sé mældur óháð því hvort þeir hafi búið stutt eða lengi á Íslandi. „Það er auðvelt fyrir skóla að ná góðum árangri þar sem íslenska er heimamál og fjölskyldumál og þar sem íslenska er töluð í fjölmiðlum á heimilinu. Þetta eru auðvitað gjörólíkar aðstæður. Engu að síður er okkar hlutverk að kenna nemendum íslensku og kenna þeim að lesa. Menn verða svo bara að dæma um sjálfir hvort þeim finnist þessi samanburður sanngjarn eða ekki.“ Meira þarf til? „Algjörlega.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Sjá meira
Hann vísar í grein Morgunblaðsins þar sem fram kemur að samkvæmt mælingu Lesmáls séu nú áðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri. Lesmál er mæling sem lögð er fyrir öll börn í 2. bekk grunnskóla. Hlutfall nemenda í Fellaskóla af erlendum uppruna er nú 84,4% en samtals eru 360 nemendur við skólann. Þeir tala um það bil 25 mismunandi tungumál. Fram kom nýlega á Vísi að stjórnendur Fellaskóla hafi síðan 2019 átt í samtali við borgaryfirvöld um miklar sérþarfir skólans vegna samsetningu nemendahópsins. Þrír verkefnastjórar í læsi hafa verið ráðnir við skólann og um síðustu áramót hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Fleiri börn voru þá sögð ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem voru í tónlistarnámi hafði margfaldast. Helgi segir að í Fellaskóla sé alltaf viðmið um að tala íslensku en sem dæmi starfi fólk innan skólans sem tali úkraínsku, rússnesku, arabísku og filippseysku og geti því aðstoðað nemendur í aðlögun. Hann bendir á að á síðustu önn komu margir nýir nemendur í Fellaskóla. Af 360 nemendum voru 30 sem fluttu þá til Íslands og byrjuðu í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk og skoða stöðu þeirra þegar komið væri í 5. og 6. bekk. Samsetning nemenda að breytast „Tölurnar sýna að lestrarkunnátta í Fellaskóla sé að hraka en um leið bendi ég á að samsetning nemendahópsins hefur verið að breytast. Við höfum lengi verið með þetta hlutfall að 80% nemenda eru af erlendu bergi brotnir sem hafa annað heimamál en íslensku. Það fjölgar stöðugt hjá okkur nýlegum íslendingum, það er að segja börnum sem hafa búið miklu styttra á Íslandi og hafa jafnvel ekki verið í leikskóla. Verkefnið hefur verið að þyngjast á undanförnum árum. Við höfum verið að gera margt mjög markvisst til að koma til móts við þennan hóp. Lestur og læsi er í raun aðal áhersluþáttur skólans í stefnu okkar og vinnubrögðum.“ Helgi segir að árangur allra nemenda sé mældur óháð því hvort þeir hafi búið stutt eða lengi á Íslandi. „Það er auðvelt fyrir skóla að ná góðum árangri þar sem íslenska er heimamál og fjölskyldumál og þar sem íslenska er töluð í fjölmiðlum á heimilinu. Þetta eru auðvitað gjörólíkar aðstæður. Engu að síður er okkar hlutverk að kenna nemendum íslensku og kenna þeim að lesa. Menn verða svo bara að dæma um sjálfir hvort þeim finnist þessi samanburður sanngjarn eða ekki.“ Meira þarf til? „Algjörlega.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Sjá meira