Enski boltinn

Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xavi Simons reynir nú fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni og mun einnig spila með Tottenham í Meistaradeildinni.
Xavi Simons reynir nú fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni og mun einnig spila með Tottenham í Meistaradeildinni. @SpursOfficial

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur gengið frá kaupunum á hollenska vængmanninum Xavi Simons frá þýska félaginu Red Bull Leipzig.

Tottenham borgar sextíu milljónir evra fyrir leikmanninn eða meira en 8,6 milljarða króna.

Simons er 22 ára gamall en hann kom til London í gær til að ganga frá öllum lausum endum.

Simons hefur spilað í þýsku deildinni frá 2023 en hann kom þangað fyrst á láni frá Paris Saint-Germain. Leipzig keypti hann síðan í janúar.

Með Leipzig þá var Simons með 22 mörk og 24 stoðsendingar í 78 leikjum.

Simons var á sínum tíma í akademíu Barcelona en fór mjög ungur til Parísar.

Simons hefur verið eftirsóttur lengi og sýndi Englendingum gæði sín þegar hann skoraði á móti Englandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins 2024.

Simons fær sjöuna hjá Tottenham. Þetta er ungur leikmaður sem hefur alla burði til að þroskast og dafna hjá Spurs.

Hann kemur inn í lið sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×