Fótbolti

Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn marka­hæstur í hollensku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjólfur Willumsson fagnar marki fyrir Groningen í kvöld en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum.
Brynjólfur Willumsson fagnar marki fyrir Groningen í kvöld en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Getty/Rico Brouwer

Íslenski framherjinn Brynjólfur Willumsson er að byrja tímabilið frábærlega með Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Groningen er langt komið með að tryggja sér heimasigur á móti Heracles í fjórðu umferð deildarinnar en staðan er 3-0 í hálfleik. Liðið vann leikinn 4-0.

Þetta var aðeins annar sigur liðsins en það er ekki okkar manni að kenna.

Brynjólfur er áfram í miklu stuði og var kominn með tvö mörk í hálfleik.

Brynjólfur kom Groningen í 1-0 með marki strax á níundu mínútu leiksins. Hann skoraði markið með hægri fótar skoti úr vítateignum.

Younes Taha kom í 2-0 á 30. mínútu en Marco Rente átti stoðsendinguna í báðum þessum mörkum.

Brynjólfur bætti við öðru marki sínu á 40. mínútu með skoti af stuttu færi. Hann náði ekki að bæta við marki í seinni hálfleik.

Þetta var fjórða og fimmta mark Brynjólfs í fyrstu fjórum umferðunum og er hann nú markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni.

Hann er líka búinn að bæta markaskor sitt frá því á síðustu leiktíð þegar hann var með 4 mörk í 29 deildarleikjum.

Brynjólfur er með tveimur mörkum meira en næstu menn sem eiga þó leik inni á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×