Enski boltinn

Fyrsta tapið hjá Willum og fé­lögum kom í Leicester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Willumsson og félagar í Birmingham City áttu meira skilið úr leiknum.
Willum Willumsson og félagar í Birmingham City áttu meira skilið úr leiknum. Getty/Clive Mason

Nýliðar Birmingham City töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í ensku b-deildinni á tímabilinu.

Birmingham hafði náð í sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum og var taplaust fyrir leik kvöldsins.

Liðið heimsótti Leicester City og tapaði leiknum 2-0.

Fyrsta markið skoraði Abdul Fatawu eftir stoðsendingu frá Louis Page strax á áttundu mínútu.

Annnað markið skoraði Ricardo Pereira á 88. mínútu.

Leicester, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni síðasta vor, hefur unnuð þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum.

Willum Willumsson var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 67 mínútu leiksins. Hann reyndi tvö skot og var sjálfur með 0,23 í xG eða meira en allt Leicester liðið þegar hann fór af velli.

Þetta voru svekkjandi úrslit fyrir Birmingham sem var meira með boltann (55%), reyndi fleiri skot (11-5) og var með hærra xG eða 0,83 á móti 0,56.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×