Hvar er Donald Trump? Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2025 10:59 Donald Trump hefur lítið sést undanfarna daga en færslur hafa verið birtar á síðu hans á Truth Social. AP/Jose Luis Magana Hávær umræða á sér nú stað á samfélagsmiðlum vestanhafs um það hvar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé staddur. Hann hefur lítið sést á undanförnum dögum og er opinbert dagatal hans tómt yfir helgina. Margir velta vöngum yfir heilsu forsetans og því hvort hann gæti jafnvel verið dáinn. Trump hefur ekki sést opinberlega frá því á þriðjudaginn, þegar hann sat fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund. Sjá einnig: Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Vert er að taka fram að ekkert bendir í raun til þess að Trump sé látinn eða ekki við góða heilsu. Umræða þessi á sér að mestu stað á samfélagsmiðlum og stórum hluta hennar er varpað fram í gríni. Ummæli um heilsu Trumps eru svo sem ekki ný af nálinni og er sérstaklega hægt að vísa til ummæla um marbletti á hendi hans og ummæla um ökkla forsetans. Umræðan þykir þó mun umfangsmeiri en hún hefur verið áður. Þá hafa ummæli JD Vance, varaforseta, um það hvað hann sé tilbúinn til að taka við embætti af Trump, sem birt voru í gær, ekki hjálpað til við að hægja á umræðunni. Það er þrátt fyrir að Vance hafi ítrekað að Trump, sem er 79 ára gamall, sé við hestaheilsu. Vance: I feel very confident the President is in good shape… If God forbid, there's a terrible tragedy, I can't think of a better on-the-job training than what I've gotten pic.twitter.com/Oc1Ss3HdjW— Acyn (@Acyn) August 30, 2025 Hvíta húsið hefur ekkert sagt um þessa umræðu hingað til. Það hefur vakið athygli að dagatal Trumps er tómt yfir helgina en vissulega er um fríhelgi að ræða, þar sem verkalýðsdagur Bandaríkjanna er haldinn hátíðlegur á mánudaginn. Margir hafa einnig bent á eða gantast með það að umræðan sjálf um það hvort Trump sé lífs eða liðinn sé til marks um ákveðna einræðisstemningu í Bandaríkjunum. Spádómar og vangaveltur um veikindi eða andlát einræðisherra um allan heim er mjög algeng. Einn hluti umræðunnar snýst um að mikið hafi verið að gera hjá pítsastöðum í Washington DC og nærri Pentagon í gærkvöldi og nótt. Það er vaktað á netinu og þykir til marks um að margir hafi verið að vinna langt fram á kvöld. Einhverjum netverjum þótti þetta sönnun þess að Trump væri látinn. Donald Trump hasn’t been seen in public since Tuesday and has no events scheduled all weekend.Where is he? Who’s running the country? pic.twitter.com/ChcUJUv6cb— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) August 30, 2025 Uppfært: Donald Trump var myndaður fyrir utan Hvíta húsið í dag. Þá var hann sagður á leið í golf með barnabarni sínu. Þetta ku vera fyrsta myndin sem tekin er af honum frá því á þriðjudaginn. Trump is alive.📸 Donald Trump and his granddaughter Kai board the motorcade on the South Lawn of the White House, August 30, 2025, en route to Trump National Golf Club in Sterling, Virginia. (Photo by Andrew Caballero-Reynolds / AFP) pic.twitter.com/ONyiwxx7HA— Clash Report (@clashreport) August 30, 2025 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Margir velta vöngum yfir heilsu forsetans og því hvort hann gæti jafnvel verið dáinn. Trump hefur ekki sést opinberlega frá því á þriðjudaginn, þegar hann sat fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund. Sjá einnig: Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Vert er að taka fram að ekkert bendir í raun til þess að Trump sé látinn eða ekki við góða heilsu. Umræða þessi á sér að mestu stað á samfélagsmiðlum og stórum hluta hennar er varpað fram í gríni. Ummæli um heilsu Trumps eru svo sem ekki ný af nálinni og er sérstaklega hægt að vísa til ummæla um marbletti á hendi hans og ummæla um ökkla forsetans. Umræðan þykir þó mun umfangsmeiri en hún hefur verið áður. Þá hafa ummæli JD Vance, varaforseta, um það hvað hann sé tilbúinn til að taka við embætti af Trump, sem birt voru í gær, ekki hjálpað til við að hægja á umræðunni. Það er þrátt fyrir að Vance hafi ítrekað að Trump, sem er 79 ára gamall, sé við hestaheilsu. Vance: I feel very confident the President is in good shape… If God forbid, there's a terrible tragedy, I can't think of a better on-the-job training than what I've gotten pic.twitter.com/Oc1Ss3HdjW— Acyn (@Acyn) August 30, 2025 Hvíta húsið hefur ekkert sagt um þessa umræðu hingað til. Það hefur vakið athygli að dagatal Trumps er tómt yfir helgina en vissulega er um fríhelgi að ræða, þar sem verkalýðsdagur Bandaríkjanna er haldinn hátíðlegur á mánudaginn. Margir hafa einnig bent á eða gantast með það að umræðan sjálf um það hvort Trump sé lífs eða liðinn sé til marks um ákveðna einræðisstemningu í Bandaríkjunum. Spádómar og vangaveltur um veikindi eða andlát einræðisherra um allan heim er mjög algeng. Einn hluti umræðunnar snýst um að mikið hafi verið að gera hjá pítsastöðum í Washington DC og nærri Pentagon í gærkvöldi og nótt. Það er vaktað á netinu og þykir til marks um að margir hafi verið að vinna langt fram á kvöld. Einhverjum netverjum þótti þetta sönnun þess að Trump væri látinn. Donald Trump hasn’t been seen in public since Tuesday and has no events scheduled all weekend.Where is he? Who’s running the country? pic.twitter.com/ChcUJUv6cb— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) August 30, 2025 Uppfært: Donald Trump var myndaður fyrir utan Hvíta húsið í dag. Þá var hann sagður á leið í golf með barnabarni sínu. Þetta ku vera fyrsta myndin sem tekin er af honum frá því á þriðjudaginn. Trump is alive.📸 Donald Trump and his granddaughter Kai board the motorcade on the South Lawn of the White House, August 30, 2025, en route to Trump National Golf Club in Sterling, Virginia. (Photo by Andrew Caballero-Reynolds / AFP) pic.twitter.com/ONyiwxx7HA— Clash Report (@clashreport) August 30, 2025
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira