Sport

Spilar á HM í rúgbý með stómapoka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cass Bargell sýnir stómapokann ásamt félögum sínum í skólaliði Harvard.
Cass Bargell sýnir stómapokann ásamt félögum sínum í skólaliði Harvard. @cassbargell

Bandaríska íþróttakonan Cass Bargell ætlar að sýna öllum hvað fólk getur þótt að það þurfi að nota stómahjálpartæki.

Bargell er nú stödd með bandaríska landsliðinu á HM í rúgbý í Ástralíu. Hún var ekkert að fela það að hún spilar þessa miklu átakaíþrótt með stómapoka og vill sýna fólki í sömu stöðu hvað það getur gert.

Í stað þess að fela þennan stóra hluta af hennar lífi þá kemur hún stolt fram og sýnir pokanna á myndum sem teknar voru fyrir mótið.

Bargell var verðlaunanámsmaður í hinum virta Harvard háskóla en greindist með sáraristilbólga árið 2021.

Hún þurfti að gangast undir aðgerð til að bjarga lífi hennar en um leið þurfti að taka ristilinn.

Bargell var kominn aftur inn á völlinn aðeins nokkrum mánuðum síðar. Hún hefur síðan þurft að nota stómapoka. Hægðir koma út um stómað og safnast í stómapoka, sem þarf að tæma reglulega.

Hún er nú 25 ára, hefur spilað átta landsleiki og unnið bandaríska titilinn.

Hún er líka orðin mikilvægur talsmaður fyrir fólk í sömu stöðu og hefur með stolti sínu, hugrekki og baráttuhug tekið að sér mikilvægt hlutverk í að fræða heiminn og eyða öllu tabú tengdum svona viðkvæmum málum.

Hér fyrir neðan má sjá meira um þessa öflugu og flottu rúgbý-konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×