„Hjartað rifið úr okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. ágúst 2025 21:37 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, niðurlútur. Vísir/Hulda Margrét Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. Ísland var hársbreidd frá því að leggja Pólverja í kvöld eða í það minnsta bjóða upp á æsispennandi lokamínútur en þess í stað voru íslensku strákarnir flautaðir út úr leiknum og því fannst Craig erfitt að kyngja og sparaði ekki stóru orðin. „Ég er í raun ekki óánægður með tapið heldur hvernig leikurinn endaði. Mér fannst þetta vera algjört helvítis kjaftæði, þeir fengu öll þessi víti upp úr andskotans engu og samræmið ekkert. Þeir kalla flopp á okkur en svo floppa þeir og það er dæmd villa á okkur. Mér finnst vera nóg komið, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Það er ekki verið að dæma jafnt á báða bóga.“ „Þeir spiluðu fínan leik og unnu. Gott og blessað, ég svekki mig ekki á því. Ég er svekktur með hvernig þetta endaði. Við lögðum allt í sölurnar til að komast aftur inn í leikinn en svo er hjartað rifið úr okkur aftur.“ Klippa: Craig Pedersen eftir leikinn gegn Póllandi Craig var sérstaklega ósáttur við ósamræmið í dómgæslunni. „Líka eins og villan á Tryggvi fyrir ólöglega hindrun. Kannski var það villa en þeir eru að gera sömu hluti en villurnar eru kallaðar á okkur. Þetta er einum of og ótrúlega svekkjandi en ég er mjög stoltur af strákunum.“ „Ég er líka mjög stoltur af því að við séum að spila þetta mót án þess að afhenda góðum Bandaríkjamanni vegabréf. Heldurðu að 28 stigin sem hann skoraði eða hvað það var skipti ekki máli í svona leik? Auðvitað skiptir það máli. Við erum að gera hlutina á réttan hátt og ég var afar stoltur af því hvernig við spiluðum þennan leik. Við sýndum þriðja leikinn í röð að við eigum heima hérna á þessu sviði.“ Valur Páll spurði Craig hvort honum væri eitthvað annað efst í huga en dómgæslan. „Kannski þegar ég hef róað mig niður og horfi á leikinn aftur mun ég sjá hlutina í öðru ljósi en það er eins og allt falli okkur í mót í lokin, allt. Í hvert skipti sem þeir keyra á körfuna er það villa. Þegar Martin keyrir á körfuna, ekkert. Þetta gerðist í gær líka. Það er erfitt að kyngja því að við séum ekki að fá sömu dóma og hin liðin.“ Ísland á leik næst gegn Slóveníu á þriðjudag og þar bíður annað risa verkefni. „Við þurfum að draga djúpt andann og búa okkur undir leikinn gegn Slóveníu. Við þurfum að spila annan góðan leik og vonandi getum við spilað nógu vel til að vinna leik. En ef ekki þá finnst mér það samt skipta miklu máli að spila vel á þessu stóra sviði og leikmennirnir eru að sýna að þeir eiga heima hér.“ EM 2025 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Ísland var hársbreidd frá því að leggja Pólverja í kvöld eða í það minnsta bjóða upp á æsispennandi lokamínútur en þess í stað voru íslensku strákarnir flautaðir út úr leiknum og því fannst Craig erfitt að kyngja og sparaði ekki stóru orðin. „Ég er í raun ekki óánægður með tapið heldur hvernig leikurinn endaði. Mér fannst þetta vera algjört helvítis kjaftæði, þeir fengu öll þessi víti upp úr andskotans engu og samræmið ekkert. Þeir kalla flopp á okkur en svo floppa þeir og það er dæmd villa á okkur. Mér finnst vera nóg komið, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Það er ekki verið að dæma jafnt á báða bóga.“ „Þeir spiluðu fínan leik og unnu. Gott og blessað, ég svekki mig ekki á því. Ég er svekktur með hvernig þetta endaði. Við lögðum allt í sölurnar til að komast aftur inn í leikinn en svo er hjartað rifið úr okkur aftur.“ Klippa: Craig Pedersen eftir leikinn gegn Póllandi Craig var sérstaklega ósáttur við ósamræmið í dómgæslunni. „Líka eins og villan á Tryggvi fyrir ólöglega hindrun. Kannski var það villa en þeir eru að gera sömu hluti en villurnar eru kallaðar á okkur. Þetta er einum of og ótrúlega svekkjandi en ég er mjög stoltur af strákunum.“ „Ég er líka mjög stoltur af því að við séum að spila þetta mót án þess að afhenda góðum Bandaríkjamanni vegabréf. Heldurðu að 28 stigin sem hann skoraði eða hvað það var skipti ekki máli í svona leik? Auðvitað skiptir það máli. Við erum að gera hlutina á réttan hátt og ég var afar stoltur af því hvernig við spiluðum þennan leik. Við sýndum þriðja leikinn í röð að við eigum heima hérna á þessu sviði.“ Valur Páll spurði Craig hvort honum væri eitthvað annað efst í huga en dómgæslan. „Kannski þegar ég hef róað mig niður og horfi á leikinn aftur mun ég sjá hlutina í öðru ljósi en það er eins og allt falli okkur í mót í lokin, allt. Í hvert skipti sem þeir keyra á körfuna er það villa. Þegar Martin keyrir á körfuna, ekkert. Þetta gerðist í gær líka. Það er erfitt að kyngja því að við séum ekki að fá sömu dóma og hin liðin.“ Ísland á leik næst gegn Slóveníu á þriðjudag og þar bíður annað risa verkefni. „Við þurfum að draga djúpt andann og búa okkur undir leikinn gegn Slóveníu. Við þurfum að spila annan góðan leik og vonandi getum við spilað nógu vel til að vinna leik. En ef ekki þá finnst mér það samt skipta miklu máli að spila vel á þessu stóra sviði og leikmennirnir eru að sýna að þeir eiga heima hér.“
EM 2025 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31