Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. september 2025 09:07 Katrín Sigurðardóttir er formaður Félags geislafræðinga. Aðsend og Vísir/Vilhelm Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. Samkvæmt skýrslu sem fylgir tillögum spretthóps er biðtíminn lengstur hjá tveimur stærstu sjúklingahópunum. Þetta eru annars vegar sjúklingar sem bíða eftir geislameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins og hins vegar sjúklingar sem bíða eftir meðferð vegna brjóstakrabbameins. Spretthópurinn skilaði tillögum sínum fyrir helgi og var birt tilkynning um það á vef stjórnarráðsins á fimmtudag. Í tillögunum er meðal annars lagt til að kannaðir séu möguleikar á því að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og að kannaður verði fýsileiki þess að tryggja samning við sjúkrahús erlendis. Þá er einnig í tillögunum lagt til að fundið verði leið til að ráða geislafræðinga með erlenda menntun, og að auglýst verði eftir geislafræðingum með viðbótarmenntun. Þá er einnig lagt til að starfsaðstæður á deildinni verði bættar og það verði skoðað hvort laun geislafræðinga endurspegli menntun þeirra og ábyrgð. Þá er einnig lagt til að fjölga línuhraðli í þrjá, að sérhæfðu starfsfólki verði fjölgað og að opnunartími deildarinnar verði lengdur til 19. Einnig er lagt til að hámarksbiðtími á Íslandi verði skilgreindur. Biðin tvöfaldast Í yfirlýsingu frá Félagi geislafræðinga segir að á síðustu vikum hafi bið eftir geislameðferð við krabbameini á Íslandi orðið tvöfalt lengri en viðmið geri ráð fyrir og því hafi spretthópur tekið til starfa. „Það er að sjálfsögðu mikilvægt að bregðast hratt og vel við þessum aðstæðum auk þess að tryggja að þær komi ekki upp aftur svo að fólk með krabbamein komist í nauðsynlega meðferð á réttum tíma.“ Geislameðferðardeild Landspítalans taki á móti öllum krabbameinssjúkum á Íslandi og að starf geislafræðinga sé sérhæft og krefjandi. Það krefjist fjögurra ára háskólanáms, auk sérhæfðrar þjálfunar áður en hægt er að sinna meðferðinni sjálfri. Á síðustu árum hafi þeim fækkað á deildinni vegna þess að geislafræðingum bjóðast betri kjör í einkageira eða í vaktavinnu annars staðar í heilbrigðiskerfinu. „Nú er svo komið að aðeins tíu stöðugildi af 15 eru mönnuð. Þetta hefur skapað aðstæður þar sem geislafræðingar vinna undir miklu álagi, sem hefur valdið veikindum starfsfólks, bæði til lengri og skemmri tíma. Til að bæta ástandið til framtíðar þarf að bæta kjör og starfsskilyrði geislafræðinga á geislameðferðardeild,“ segir í yfirlýsingunni. Því séu það vonbrigði að ekki séu tillögur um að bæta kjör og vinnuaðstæður í tillögum spretthópsins. „Hins vegar er lögð fram tillaga um að lengja opnunartíma til kl. 19:00 í nokkra mánuði og treysta þar á vinnuframlag núverandi starfsfólks og þeirra sem nýlega hafa sagt upp störfum á deildinni. Það skýtur skökku við að ætla núverandi starfsfólki að vinna enn meira þegar deildin er þegar undirmönnuð á venjulegum opnunartíma hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Skammtímalausnir dugi ekki Félagið telur að það þurfi að setja það strax í forgang að bæta kjör og starfsaðstæður. Lausnir sem byggi á yfirvinnu fyrir þau sem þegar eru á deildinni séu hvorki sjálfbærar né öruggar og að öryggi sjúklinga þurfi alltaf að vera í forgrunni. „Í opinberri umræðu hefur að mestu verið fjallað um tækjakaup og þá skammtímalausn að senda sjúklinga erlendis í meðferð. Þegar það vantar að manna þriðjung stöðugilda á geislameðferðardeild er ómögulegt að halda úti fullri þjónustu á báðum tækjunum sem deildin hefur yfir að ráða. Við tökum heils hugar undir nauðsyn þess að bæta við línuhraðli til að mæta aukinni þörf í framtíðinni, en nýtt tæki leysir engan vanda ef ekki eru geislafræðingar til að nota það,“ segir í yfirlýsingunni. Þá bendir félagið á að samkvæmt Krabbameinsfélaginu muni nýgreiningum krabbameina fjölga um 57 prósent á næstu árum og skammtímalausnir dugi ekki til að takast á við það. „Það þarf að ráðast að rót vandans og gera breytingar til lengri tíma svo að deildin verði í stakk búin að veita bestu mögulegu meðferð til framtíðar. Þetta er verkefnið sem þarf að leysa svo tryggja megi að geislameðferð við krabbameini á Íslandi verði áfram í fremstu röð og aðgengileg öllum sjúklingum þegar þeir þurfa á henni að halda,“ segir að lokum. Krabbamein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Samkvæmt skýrslu sem fylgir tillögum spretthóps er biðtíminn lengstur hjá tveimur stærstu sjúklingahópunum. Þetta eru annars vegar sjúklingar sem bíða eftir geislameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins og hins vegar sjúklingar sem bíða eftir meðferð vegna brjóstakrabbameins. Spretthópurinn skilaði tillögum sínum fyrir helgi og var birt tilkynning um það á vef stjórnarráðsins á fimmtudag. Í tillögunum er meðal annars lagt til að kannaðir séu möguleikar á því að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og að kannaður verði fýsileiki þess að tryggja samning við sjúkrahús erlendis. Þá er einnig í tillögunum lagt til að fundið verði leið til að ráða geislafræðinga með erlenda menntun, og að auglýst verði eftir geislafræðingum með viðbótarmenntun. Þá er einnig lagt til að starfsaðstæður á deildinni verði bættar og það verði skoðað hvort laun geislafræðinga endurspegli menntun þeirra og ábyrgð. Þá er einnig lagt til að fjölga línuhraðli í þrjá, að sérhæfðu starfsfólki verði fjölgað og að opnunartími deildarinnar verði lengdur til 19. Einnig er lagt til að hámarksbiðtími á Íslandi verði skilgreindur. Biðin tvöfaldast Í yfirlýsingu frá Félagi geislafræðinga segir að á síðustu vikum hafi bið eftir geislameðferð við krabbameini á Íslandi orðið tvöfalt lengri en viðmið geri ráð fyrir og því hafi spretthópur tekið til starfa. „Það er að sjálfsögðu mikilvægt að bregðast hratt og vel við þessum aðstæðum auk þess að tryggja að þær komi ekki upp aftur svo að fólk með krabbamein komist í nauðsynlega meðferð á réttum tíma.“ Geislameðferðardeild Landspítalans taki á móti öllum krabbameinssjúkum á Íslandi og að starf geislafræðinga sé sérhæft og krefjandi. Það krefjist fjögurra ára háskólanáms, auk sérhæfðrar þjálfunar áður en hægt er að sinna meðferðinni sjálfri. Á síðustu árum hafi þeim fækkað á deildinni vegna þess að geislafræðingum bjóðast betri kjör í einkageira eða í vaktavinnu annars staðar í heilbrigðiskerfinu. „Nú er svo komið að aðeins tíu stöðugildi af 15 eru mönnuð. Þetta hefur skapað aðstæður þar sem geislafræðingar vinna undir miklu álagi, sem hefur valdið veikindum starfsfólks, bæði til lengri og skemmri tíma. Til að bæta ástandið til framtíðar þarf að bæta kjör og starfsskilyrði geislafræðinga á geislameðferðardeild,“ segir í yfirlýsingunni. Því séu það vonbrigði að ekki séu tillögur um að bæta kjör og vinnuaðstæður í tillögum spretthópsins. „Hins vegar er lögð fram tillaga um að lengja opnunartíma til kl. 19:00 í nokkra mánuði og treysta þar á vinnuframlag núverandi starfsfólks og þeirra sem nýlega hafa sagt upp störfum á deildinni. Það skýtur skökku við að ætla núverandi starfsfólki að vinna enn meira þegar deildin er þegar undirmönnuð á venjulegum opnunartíma hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Skammtímalausnir dugi ekki Félagið telur að það þurfi að setja það strax í forgang að bæta kjör og starfsaðstæður. Lausnir sem byggi á yfirvinnu fyrir þau sem þegar eru á deildinni séu hvorki sjálfbærar né öruggar og að öryggi sjúklinga þurfi alltaf að vera í forgrunni. „Í opinberri umræðu hefur að mestu verið fjallað um tækjakaup og þá skammtímalausn að senda sjúklinga erlendis í meðferð. Þegar það vantar að manna þriðjung stöðugilda á geislameðferðardeild er ómögulegt að halda úti fullri þjónustu á báðum tækjunum sem deildin hefur yfir að ráða. Við tökum heils hugar undir nauðsyn þess að bæta við línuhraðli til að mæta aukinni þörf í framtíðinni, en nýtt tæki leysir engan vanda ef ekki eru geislafræðingar til að nota það,“ segir í yfirlýsingunni. Þá bendir félagið á að samkvæmt Krabbameinsfélaginu muni nýgreiningum krabbameina fjölga um 57 prósent á næstu árum og skammtímalausnir dugi ekki til að takast á við það. „Það þarf að ráðast að rót vandans og gera breytingar til lengri tíma svo að deildin verði í stakk búin að veita bestu mögulegu meðferð til framtíðar. Þetta er verkefnið sem þarf að leysa svo tryggja megi að geislameðferð við krabbameini á Íslandi verði áfram í fremstu röð og aðgengileg öllum sjúklingum þegar þeir þurfa á henni að halda,“ segir að lokum.
Krabbamein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira