KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 12:07 Dómarar leiksins, frá Lettlandi, Tyrklandi og Noregi, hafa ekki fengið hlýjar kveðjur frá Íslandi eftir að hafa hreinlega tekið yfir leikinn undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent formlega kvörtun til Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, vegna dómgæslu í leik karlalandsliðsins við Pólland á EM í gær. Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Eftir það tók við dómarakonsert og síðustu mínútur leiksins fóru fram á vítalínunni, þar sem Pólverjar gerðu út um leikinn. Þrjár stórar ákvarðanir réðu úrslitum leiksins, allar umdeildar. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, segir allar þrjár hreinlega rangar. Í umfjöllun RÚV sögðu sérfræðingarnir og körfuboltaþjálfararnir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa verið svindlað á íslenska liðinu og að kollegar erlendis frá hefðu sent þeim skeyti, spyrjandi hvers kyns skandall hefði átt sér stað í Katowice. KKÍ hefur nú brugðist við með því að senda formlega kvörtun til FIBA og evrópska sambandsins FIBA Europe. Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sagði líklegt að KKÍ myndi senda kvörtun til hærra stjórnstigs vegna málsins. Í kjölfarið staðfestu Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, og Hörður Unnsteinsson, afreksstjóri sambandsins, í samtali við Vísi, að kvörtun yrði send til FIBA. Ólíklegt er að kvörtunin skili miklu enda leikurinn búinn og gerður. Formsins vegna kemur KKÍ hins vegar kvörtuninni áleiðis vegna vinnubragða dómaranna þriggja á leik gærkvöldsins. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Eftir það tók við dómarakonsert og síðustu mínútur leiksins fóru fram á vítalínunni, þar sem Pólverjar gerðu út um leikinn. Þrjár stórar ákvarðanir réðu úrslitum leiksins, allar umdeildar. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, segir allar þrjár hreinlega rangar. Í umfjöllun RÚV sögðu sérfræðingarnir og körfuboltaþjálfararnir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa verið svindlað á íslenska liðinu og að kollegar erlendis frá hefðu sent þeim skeyti, spyrjandi hvers kyns skandall hefði átt sér stað í Katowice. KKÍ hefur nú brugðist við með því að senda formlega kvörtun til FIBA og evrópska sambandsins FIBA Europe. Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sagði líklegt að KKÍ myndi senda kvörtun til hærra stjórnstigs vegna málsins. Í kjölfarið staðfestu Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, og Hörður Unnsteinsson, afreksstjóri sambandsins, í samtali við Vísi, að kvörtun yrði send til FIBA. Ólíklegt er að kvörtunin skili miklu enda leikurinn búinn og gerður. Formsins vegna kemur KKÍ hins vegar kvörtuninni áleiðis vegna vinnubragða dómaranna þriggja á leik gærkvöldsins.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira