Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Árni Sæberg skrifar 1. september 2025 11:41 Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði. Í ákæru á hendur manninum segir að hann sé ákærður fyrir að hafa að kvöldi ótilgreinds dags stöðvað bifreiðs sína við hlið konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreiðina og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni myndband af fólki stunda samfarir. Með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Hann hafi laust fyrir hádegi annars dags stöðvað bifreiðina við hlið annarrar konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni kynferðislegt myndskeið, fróað sér og beðið hana um að hjálpa sér. Hann hafi einnig sært blygðunarkennd þeirrar konu og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þá hafi hann að kvöldi stöðvað bíl sinn við hlið þriðju konunnar, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar berað kynfæri sín og fróað sér þar til hún hljóp burt. Með því hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðisbrot, en til vara blygðunarsemisbrot, með því að hafa að nóttu til keyrt við hlið fjórðu konunnar, með opinn glugga á bifreið sinni og kallað til hennar og síðan farið út úr bifreiðinni, berað kynfæri sín og elt hana á meðan hann kallaði til hennar „chupa chupa“. Hann hafi farið aftur inn í bifreiðina, elt konuna með gluggan opinn, farið aftur út úr bifreiðinni með getnaðarlim sinn sýnilegan og elt hana um stund, þrátt fyrir að hún hefði ítrekað beðið hann um að láta sig í friði. Með þessu hafi hann sært blygðunarsemi konunnar, valdið henni miklum ótta og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefjast konurnar allar að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim miskabætur á bilinu 500 þúsund til 1,5 milljóna króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum segir að hann sé ákærður fyrir að hafa að kvöldi ótilgreinds dags stöðvað bifreiðs sína við hlið konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreiðina og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni myndband af fólki stunda samfarir. Með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Hann hafi laust fyrir hádegi annars dags stöðvað bifreiðina við hlið annarrar konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni kynferðislegt myndskeið, fróað sér og beðið hana um að hjálpa sér. Hann hafi einnig sært blygðunarkennd þeirrar konu og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þá hafi hann að kvöldi stöðvað bíl sinn við hlið þriðju konunnar, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar berað kynfæri sín og fróað sér þar til hún hljóp burt. Með því hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðisbrot, en til vara blygðunarsemisbrot, með því að hafa að nóttu til keyrt við hlið fjórðu konunnar, með opinn glugga á bifreið sinni og kallað til hennar og síðan farið út úr bifreiðinni, berað kynfæri sín og elt hana á meðan hann kallaði til hennar „chupa chupa“. Hann hafi farið aftur inn í bifreiðina, elt konuna með gluggan opinn, farið aftur út úr bifreiðinni með getnaðarlim sinn sýnilegan og elt hana um stund, þrátt fyrir að hún hefði ítrekað beðið hann um að láta sig í friði. Með þessu hafi hann sært blygðunarsemi konunnar, valdið henni miklum ótta og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefjast konurnar allar að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim miskabætur á bilinu 500 þúsund til 1,5 milljóna króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira