Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar 1. september 2025 17:30 Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael. Ef hinn almenni kjósandi þar í landi finnur ekki fyrir neinum þrýstingi frá umheiminum er afar ólíklegt að hann muni hætta að styðja við stjórnvöld í landinu og þá grimmdarlegu aðskilnaðar- og landtökustefnu sem þau hafa gerst sek um í áratugi. Ef stjórnvöld í viðkomandi landi, undir forystu manns sem er eftirlýstur vegna alvarlegra stríðsglæpa, finna heldur ekki fyrir neinum þrýstingi frá almenningi í landinu, fólkinu sem veitti þeim umboð til að fara með stjórn landsins, er sömuleiðis afar ólíklegt að þau hætti að myrða börnin á Gaza. Ef fer fram sem horfir og heimsbyggðin heldur áfram að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Palestínu og láta eins og það sé mikilvægara að taka þátt í söngvakeppnum og spila körfubolta með fulltrúum ríkis sem er að fremja þjóðarmorð, þá munu öll börnin á Gaza á endanum verða drepin og fjölskyldur þeirra sömuleiðis. Það ættu allir að vera orðnir meðvitaðir um í dag. Með því að heimila fulltrúum Ísraels að taka þátt í skemmtiviðburðum í nafni ísraelska ríkisins, til dæmis með þátttöku þeirra í Eurovision og þátttöku landsliða Ísraels á alþjóðlegum íþróttamótum er heimsbyggðin (þar með talið við Íslendingar) í raun óbeint að segja við almenning í Ísrael að við látum okkur ekki varða það sem stjórnvöld þar í landi eru að gera. Þannig upplifir hinn almenni kjósandi í Ísrael aðgerðarleysi heimsins. Að við séum í raun óbeint þeirra bandamenn og þannig meðábyrg fyrir útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þess vegna setja kjósendur í Ísrael ekki niður fótinn og stoppa þjóðarmorðið. Svo virðist sem heimsbyggðin hafi bara lokað augunum fyrir þessari staðreynd, sbr. þá ákvörðun Íslendinga að taka þátt í söngvakeppni með fulltrúum Ísraels og umræða undanfarna daga m.a. um þá ákvörðun að taka þátt í körfuboltaleik með ísraelska landsliðinu og sú ákvörðun að bjóða ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein að halda fyrirlestra hér á landi. Það á auðvitað einnig við um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðhalda stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Ísrael og beita ekki þeim fáu verkfærum sem við höfum til að reyna að stuðla að því að þjóðarmorðinu linni. Þó svo að fólk sem býr við frið og öryggi á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sjái hlutina ekki endilega með þessum augum þá skapar þetta þá upplifun fyrir hinn almenna kjósanda í Ísrael að Ísland sé í raun í þeirra liði. Þetta er staðan og hún mun ekki breytast nema við breytum okkar hugsunum og gjörðum. Orð og yfirlýsingar duga ekki til stöðva þjóðarmorð. Það vitum við öll og þess vegna er það á okkar ábyrgð að horfast í augu við veruleikann og taka ákvarðanir í samræmi við þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem við okkur blasa. Nú þurfum við öll að standa saman og ákveða að við ætlum að leggja okkar af mörkum og láta verkin tala. Mætum öll saman á Austurvöll á laugardaginn kemur, stöndum saman sem þjóð, setjum mannúð og virðingu fyrir lífi annarra í fyrsta sæti og látum nú verkin tala, fyrir börnin á Gaza. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael. Ef hinn almenni kjósandi þar í landi finnur ekki fyrir neinum þrýstingi frá umheiminum er afar ólíklegt að hann muni hætta að styðja við stjórnvöld í landinu og þá grimmdarlegu aðskilnaðar- og landtökustefnu sem þau hafa gerst sek um í áratugi. Ef stjórnvöld í viðkomandi landi, undir forystu manns sem er eftirlýstur vegna alvarlegra stríðsglæpa, finna heldur ekki fyrir neinum þrýstingi frá almenningi í landinu, fólkinu sem veitti þeim umboð til að fara með stjórn landsins, er sömuleiðis afar ólíklegt að þau hætti að myrða börnin á Gaza. Ef fer fram sem horfir og heimsbyggðin heldur áfram að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Palestínu og láta eins og það sé mikilvægara að taka þátt í söngvakeppnum og spila körfubolta með fulltrúum ríkis sem er að fremja þjóðarmorð, þá munu öll börnin á Gaza á endanum verða drepin og fjölskyldur þeirra sömuleiðis. Það ættu allir að vera orðnir meðvitaðir um í dag. Með því að heimila fulltrúum Ísraels að taka þátt í skemmtiviðburðum í nafni ísraelska ríkisins, til dæmis með þátttöku þeirra í Eurovision og þátttöku landsliða Ísraels á alþjóðlegum íþróttamótum er heimsbyggðin (þar með talið við Íslendingar) í raun óbeint að segja við almenning í Ísrael að við látum okkur ekki varða það sem stjórnvöld þar í landi eru að gera. Þannig upplifir hinn almenni kjósandi í Ísrael aðgerðarleysi heimsins. Að við séum í raun óbeint þeirra bandamenn og þannig meðábyrg fyrir útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þess vegna setja kjósendur í Ísrael ekki niður fótinn og stoppa þjóðarmorðið. Svo virðist sem heimsbyggðin hafi bara lokað augunum fyrir þessari staðreynd, sbr. þá ákvörðun Íslendinga að taka þátt í söngvakeppni með fulltrúum Ísraels og umræða undanfarna daga m.a. um þá ákvörðun að taka þátt í körfuboltaleik með ísraelska landsliðinu og sú ákvörðun að bjóða ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein að halda fyrirlestra hér á landi. Það á auðvitað einnig við um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðhalda stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Ísrael og beita ekki þeim fáu verkfærum sem við höfum til að reyna að stuðla að því að þjóðarmorðinu linni. Þó svo að fólk sem býr við frið og öryggi á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sjái hlutina ekki endilega með þessum augum þá skapar þetta þá upplifun fyrir hinn almenna kjósanda í Ísrael að Ísland sé í raun í þeirra liði. Þetta er staðan og hún mun ekki breytast nema við breytum okkar hugsunum og gjörðum. Orð og yfirlýsingar duga ekki til stöðva þjóðarmorð. Það vitum við öll og þess vegna er það á okkar ábyrgð að horfast í augu við veruleikann og taka ákvarðanir í samræmi við þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem við okkur blasa. Nú þurfum við öll að standa saman og ákveða að við ætlum að leggja okkar af mörkum og láta verkin tala. Mætum öll saman á Austurvöll á laugardaginn kemur, stöndum saman sem þjóð, setjum mannúð og virðingu fyrir lífi annarra í fyrsta sæti og látum nú verkin tala, fyrir börnin á Gaza. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar