„Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2025 12:18 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, er ekki hrifinn af ummælum sem þingmaður Miðflokksins lét falla í sjónvarpsviðtali í gær. Vísir Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir að tillagan verði tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum, en fundurinn hófst klukkan tólf í hádeginu og hefur tillagan ekki komið til umræðu enn þegar þetta er skrifað. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir í samtali við Vísi að hann voni að ályktunin verði samþykkt í borgarstjórn. „Við erum með fjölda barna og ungmenna sem eru hluti af hinsegin samfélaginu, trans börn, og þetta er hópur sem þarf á eindregnum stuðningi borgarinnar og stjórnmálastéttarinnar að halda. Við viljum bara árétta það að við stöndum með mannréttindum þeirra og hnykkjum á því að þeir sem eru haldnir fordómum, þeir eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir Einar. Einar og félagar hans í borgarstjórnarflokki Framsóknar bætist þannig í hóp fjölmargra annarra sem gagnrýnt hafa ummæli Snorra sem vakið hafa mikil viðbrögð. Átt þú von á þverpólitískum stuðningi við þessa ályktun? „Ég vona það, ég held að þessi sjónarmið séu ekki í borgarstjórn, þau séu ekki að finna þar, og það er bara gott að við sameinumst um stuðning við þennan hóp sem ér finnst mikilvægt að stjórnmálastéttin tali skýrt til. Og stjórnmálaflokkar eins og Miðflokkurinn, að hann skuli ekki bregðast við þessum ummælum, svarar þessu og samþykkir málflutning þingmannsins með þögn sinni, hann á ekkert erindi til dæmis í borgarstjórn,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir að tillagan verði tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum, en fundurinn hófst klukkan tólf í hádeginu og hefur tillagan ekki komið til umræðu enn þegar þetta er skrifað. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir í samtali við Vísi að hann voni að ályktunin verði samþykkt í borgarstjórn. „Við erum með fjölda barna og ungmenna sem eru hluti af hinsegin samfélaginu, trans börn, og þetta er hópur sem þarf á eindregnum stuðningi borgarinnar og stjórnmálastéttarinnar að halda. Við viljum bara árétta það að við stöndum með mannréttindum þeirra og hnykkjum á því að þeir sem eru haldnir fordómum, þeir eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir Einar. Einar og félagar hans í borgarstjórnarflokki Framsóknar bætist þannig í hóp fjölmargra annarra sem gagnrýnt hafa ummæli Snorra sem vakið hafa mikil viðbrögð. Átt þú von á þverpólitískum stuðningi við þessa ályktun? „Ég vona það, ég held að þessi sjónarmið séu ekki í borgarstjórn, þau séu ekki að finna þar, og það er bara gott að við sameinumst um stuðning við þennan hóp sem ér finnst mikilvægt að stjórnmálastéttin tali skýrt til. Og stjórnmálaflokkar eins og Miðflokkurinn, að hann skuli ekki bregðast við þessum ummælum, svarar þessu og samþykkir málflutning þingmannsins með þögn sinni, hann á ekkert erindi til dæmis í borgarstjórn,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira