Körfubolti

Kallar eftir hefnd gegn Doncic

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hlynur fékk ekki auðvelt verkefni í hendurnar fyrir átta árum þegar hann tókst á við ungan Luka Doncic.
Hlynur fékk ekki auðvelt verkefni í hendurnar fyrir átta árum þegar hann tókst á við ungan Luka Doncic. Samsett/Vísir/Getty

Hlynur Bæringsson kallar eftir að leikmenn íslenska landsliðsins hefni fyrir erfiðleikana sem hann varð fyrir er hann tókst á við Slóvenann Luka Doncic á EM fyrir átta árum. Ísland mætir Slóveníu á EM síðar í dag.

Vísir rifjaði upp fræga takta Doncic í morgun þegar hann plataði Hlyn upp úr skónum í leik Íslands og Slóveníu á EM 2017 í Helsinki. Doncic var þá aðeins 18 ára gamall og lék með Real Madrid.

Ári síðar vann hann EuroLeague með spænska félaginu, var valinn besti leikmaður keppninnar og færði sig yfir í NBA-deildina þar sem hann varð nýliði ársins.

Hlynur deildi frétt Vísis á Facebook-síðu sinni og voru skilaboð hans einföld: „Það hefnir einhver strákanna fyrir þetta einelti í dag“.

Stöðuuppfærsla Hlyns á Facebook.Skjáskot

Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 15:00 og verður lýst beint á Vísi.

Þáttur dagsins af EM í dag verður í beinni á Vísi klukkan 13:30.


Tengdar fréttir

„Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“

„Nóttin var virkilega erfið og menn voru andvaka til fjögur eða fimm. Svo vakna menn ferskir í morgunmat og þá er kominn tími til að gleyma,“ segir Jón Axel Guðmundsson landsliðsmaður nokkuð sár daginn eftir tapið gegn Póllandi.

Skemmtileg áskorun að greina Doncic

Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir enga betur til þess fallna en leikmenn liðsins að rífa sig upp úr vonbrigðum helgarinnar fyrir leik dagsins við Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×