„Verðum að þekkja okkar gildi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2025 18:02 Ægir Þór og Luka Dončić í leik dagsins. Vísir/Hulda Margrét „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. Ísland mátti þola tap gegn Luka Dončić og félögum í 4. umferð Evrópumótsins. Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa á mótinu. Klippa: Ægir Þór: „Verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila“ „Ef maður fer í eitthvað tactical dæmi um þennan leik þá er það oft á mörgum stundum þar sem við erum að labba upp með boltann. Það er eitthvað sem gengur ekki á móti liði sem vill pósta upp, lappa upp og skjóta þriggja stiga skotum.“ „Við verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila. Það er að hlaupa á menn og vera með ákveðna orku. Það var of lélegur kafli. Það er eitthvað sem gengur ekki, verður að halda fókus í gegnum heilan svona leik. Ég er mjög ósáttur með það,“ sagði hinn 34 ára gamli Ægir Þór og hélt áfram. „Hins vegar er ég mjög þakklátur að vera á þessu sviði, þakklátur að ná 100 leikjum og spila fyrir framan þessa áhorfendur. Vera með allt þetta starfslið og með þessum leikmönnum í liði. En hundsvekktur með þetta tap.“ Ægir Þór var í kjölfarið spurður út í stuðningsfólk Íslands sem hefur heldur betur vakið athygli á mótinu. „Þetta er gæsahúð. Þetta er alls ekki sjálfgefið. Þetta atriði í þjóðsöngnum, þar sem slökkt er á tónlistinni og við klárum þjóðsönginn. Það er alveg einstakt. Svo þakklátur fyrir hópinn og við erum að spila þetta fyrir þau.“ Að endingu var Ægir Þór spurður hvort íslenska liðið hefði getað gert eitthvað öðruvísi. „Það vantaði að finna einhverjar lausnir á Luka þarna í lokin. Hann tók allar réttu ákvarðanirnar, sama hvort hann skoraði sjálfur eða setti í hornið í þriggja stiga skot. Heilt yfir var Jón Axel (Guðmundsson) geggjaður á honum, fiskaði villur á hann og kom honum í vandræði sem hjálpaði okkur að vera nálægt því að sigra.“ „Þetta er það sem þú treystir á. Þeir voru með hæfileika og ákvarðanatöku í lokin sem kláraði þetta.“ Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Ísland mátti þola tap gegn Luka Dončić og félögum í 4. umferð Evrópumótsins. Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa á mótinu. Klippa: Ægir Þór: „Verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila“ „Ef maður fer í eitthvað tactical dæmi um þennan leik þá er það oft á mörgum stundum þar sem við erum að labba upp með boltann. Það er eitthvað sem gengur ekki á móti liði sem vill pósta upp, lappa upp og skjóta þriggja stiga skotum.“ „Við verðum að þekkja okkar gildi þegar við erum að spila. Það er að hlaupa á menn og vera með ákveðna orku. Það var of lélegur kafli. Það er eitthvað sem gengur ekki, verður að halda fókus í gegnum heilan svona leik. Ég er mjög ósáttur með það,“ sagði hinn 34 ára gamli Ægir Þór og hélt áfram. „Hins vegar er ég mjög þakklátur að vera á þessu sviði, þakklátur að ná 100 leikjum og spila fyrir framan þessa áhorfendur. Vera með allt þetta starfslið og með þessum leikmönnum í liði. En hundsvekktur með þetta tap.“ Ægir Þór var í kjölfarið spurður út í stuðningsfólk Íslands sem hefur heldur betur vakið athygli á mótinu. „Þetta er gæsahúð. Þetta er alls ekki sjálfgefið. Þetta atriði í þjóðsöngnum, þar sem slökkt er á tónlistinni og við klárum þjóðsönginn. Það er alveg einstakt. Svo þakklátur fyrir hópinn og við erum að spila þetta fyrir þau.“ Að endingu var Ægir Þór spurður hvort íslenska liðið hefði getað gert eitthvað öðruvísi. „Það vantaði að finna einhverjar lausnir á Luka þarna í lokin. Hann tók allar réttu ákvarðanirnar, sama hvort hann skoraði sjálfur eða setti í hornið í þriggja stiga skot. Heilt yfir var Jón Axel (Guðmundsson) geggjaður á honum, fiskaði villur á hann og kom honum í vandræði sem hjálpaði okkur að vera nálægt því að sigra.“ „Þetta er það sem þú treystir á. Þeir voru með hæfileika og ákvarðanatöku í lokin sem kláraði þetta.“
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira