Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson var skiljanlega ósáttur við það að vera tekinn af velli. Sýn Sport Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli í toppslag Víkings og Breiðabliks í síðustu umferð í Bestu deild karla í fótbolta og sérfræðingar Stúkunnar gagnrýndu þá ákvörðun. Víkingar voru þá 2-1 yfir og manni fleiri en misstu leikinn niður í jafntefli eftir að Gylfi fór af velli. Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir það hvernig Gylfi var mjög áberandi í öllu því góða sem Víkingarnir voru að búa til í sókninni. Hann sýndi margar góðar sendingar hjá Gylfa og nokkur ágæt skot. „Mér fannst hann vera allt í öllu í leik Víkinga á þessum kafla. Þegar hann er tekinn út af þá veltir maður fyri sér: Var eitthvað að plaga hann,“ spurði Ólafur. Hlýtur að vera einhver ástæða Guðmundur Benediktsson benti á það að Gylfi hefði misst af leik á undan. „Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þú takir Gylfa Þór Sigurðsson út af í leik þar sem þú ert einum fleiri og ætlast til þess að taka þrjú stig,“ sagði Guðmundur. Klippa: Stúkan: Umræða um skiptinguna á Gylfa „Og leikmyndin var eins og hún er. Ég segi ekki það að þessi sókn Blikana og þetta mark sem kemur eftir hornspyrnu sé afleiðing af því að Gylfi fór út af. Það sem gerðist fannst mér að þeir misstu svolítið tökin á þessu spili sem þeir voru búnir að ná upp,“ sagði Ólafur. „Það komu aðrir leikmenn inn, fínir leikmenn en ekki með sömu gæði og sama auga fyrir sendingum eins og Gylfi er með,“ sagði Ólafur. „Horfandi á þetta þá fékk ég minni trú á því að Víkingur myndi finna sigurmarkið af því að Gylfi var ekki inn á. Þá ímyndaði maður sér kannski líka aðeins að samherjarnir, trúin þeirra hefur kannski líka aðeins minnkað,“ sagði Guðmundur. Ekkert að fara í einhvern feluleik „Þetta eru góðar eftir á skýringar sem við getum auðvitað komið með. Ég var svolítið að bíða eftir því hvernig Sölvi myndi svara þessu. Hann talaði um að að það væri gula spjaldið. Hann tekur þessa ákvörðun sem þjálfari og svarar því bara ágætlega. Hann er ekkert að fara í einhvern feluleik með það,“ sagði Ólafur. Gylfi var kominn með gult spjald og annað spjald hefði þýtt rautt spjald og tveggja leikja bann af því að hann er búinn að fá rautt spjald á tímabilinu. „Þarna var möguleiki til að stinga í Blikana eins og leikmyndin var orðin. Þarna höfðu Víkingar virkilega möguleika og auðvitað vonaðist Sölvi til þess að það myndi halda áfram. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn á leikinn aftur og sér hvernig hann þróaðist eftir þetta þá fannst mér þá vanta leikmann með þessa sendingagetu, yfirvegun og skilning á spilinu,“ sagði Ólafur. Þetta eru mistök hjá Sölva Sigurbjörn Hreiðarsson tók undir þessa gagnrýni Ólafs á meðferðinni á Gylfa í þessum aðstæðum. „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt, algjörlega. Þetta eru mistök hjá Sölva og þjálfarateyminu að mínu viti nema að hann sé eitthvað meiddur,“ sagði Sigurbjörn. „Hann gæti fengið gult spjald og þetta bann en þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er einn af úrslitaleikjunum og það er hálfur mánuður í næsta leik. Þeir leysa það ef hann fer í eitthvað leikbann,“ sagði Sigurbjörn. Kjöraðstæður fyrir Gylfa „Þarna verður þú bara að vinna. Þarna ertu með leikmann eins og Óli var að tala um. Í þessu mómenti, einum fleiri, ertu með kjöraðstæður fyrir Gylfa. Ég myndi alltaf segja að það er þessi leikur sem skiptir öllu máli,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt spjallið fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir það hvernig Gylfi var mjög áberandi í öllu því góða sem Víkingarnir voru að búa til í sókninni. Hann sýndi margar góðar sendingar hjá Gylfa og nokkur ágæt skot. „Mér fannst hann vera allt í öllu í leik Víkinga á þessum kafla. Þegar hann er tekinn út af þá veltir maður fyri sér: Var eitthvað að plaga hann,“ spurði Ólafur. Hlýtur að vera einhver ástæða Guðmundur Benediktsson benti á það að Gylfi hefði misst af leik á undan. „Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þú takir Gylfa Þór Sigurðsson út af í leik þar sem þú ert einum fleiri og ætlast til þess að taka þrjú stig,“ sagði Guðmundur. Klippa: Stúkan: Umræða um skiptinguna á Gylfa „Og leikmyndin var eins og hún er. Ég segi ekki það að þessi sókn Blikana og þetta mark sem kemur eftir hornspyrnu sé afleiðing af því að Gylfi fór út af. Það sem gerðist fannst mér að þeir misstu svolítið tökin á þessu spili sem þeir voru búnir að ná upp,“ sagði Ólafur. „Það komu aðrir leikmenn inn, fínir leikmenn en ekki með sömu gæði og sama auga fyrir sendingum eins og Gylfi er með,“ sagði Ólafur. „Horfandi á þetta þá fékk ég minni trú á því að Víkingur myndi finna sigurmarkið af því að Gylfi var ekki inn á. Þá ímyndaði maður sér kannski líka aðeins að samherjarnir, trúin þeirra hefur kannski líka aðeins minnkað,“ sagði Guðmundur. Ekkert að fara í einhvern feluleik „Þetta eru góðar eftir á skýringar sem við getum auðvitað komið með. Ég var svolítið að bíða eftir því hvernig Sölvi myndi svara þessu. Hann talaði um að að það væri gula spjaldið. Hann tekur þessa ákvörðun sem þjálfari og svarar því bara ágætlega. Hann er ekkert að fara í einhvern feluleik með það,“ sagði Ólafur. Gylfi var kominn með gult spjald og annað spjald hefði þýtt rautt spjald og tveggja leikja bann af því að hann er búinn að fá rautt spjald á tímabilinu. „Þarna var möguleiki til að stinga í Blikana eins og leikmyndin var orðin. Þarna höfðu Víkingar virkilega möguleika og auðvitað vonaðist Sölvi til þess að það myndi halda áfram. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn á leikinn aftur og sér hvernig hann þróaðist eftir þetta þá fannst mér þá vanta leikmann með þessa sendingagetu, yfirvegun og skilning á spilinu,“ sagði Ólafur. Þetta eru mistök hjá Sölva Sigurbjörn Hreiðarsson tók undir þessa gagnrýni Ólafs á meðferðinni á Gylfa í þessum aðstæðum. „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt, algjörlega. Þetta eru mistök hjá Sölva og þjálfarateyminu að mínu viti nema að hann sé eitthvað meiddur,“ sagði Sigurbjörn. „Hann gæti fengið gult spjald og þetta bann en þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er einn af úrslitaleikjunum og það er hálfur mánuður í næsta leik. Þeir leysa það ef hann fer í eitthvað leikbann,“ sagði Sigurbjörn. Kjöraðstæður fyrir Gylfa „Þarna verður þú bara að vinna. Þarna ertu með leikmann eins og Óli var að tala um. Í þessu mómenti, einum fleiri, ertu með kjöraðstæður fyrir Gylfa. Ég myndi alltaf segja að það er þessi leikur sem skiptir öllu máli,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt spjallið fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira