Er hægt að komast yfir framhjáhald? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. september 2025 09:59 Fólk sem heldur framhjá maka sínum gerir það vegna þess að því líður illa. Getty Framhjáhald er oft afleiðing vanlíðunar og skorts á nánd, segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði að flestir sem halda framhjá sjái eftir því og vilji laga sambandið sitt. Theodór segir að þrátt fyrir algenga fullyrðingu eins og „once a cheater, always a cheater“ eigi hún ekki alltaf við. „Flestir sem halda framhjá eru ekki endilega framhjáhaldarar í eðli sínu. Þeir eru einfaldlega að glíma við mikla vanlíðan og leita eftir nánum tengslum,“ segir hann. Er hægt að komast yfir framhjáhald? Stutta svarið já – en það tekur tíma. „Það sem skiptir mestu máli er að parið geti talað saman af hreinskilni og unnið sig í gegnum þann sársauka sem hefur orðið,“ segir Theodór. Mikilvægt sé að sá sem hélt framhjá axli fulla ábyrgð og geri sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna. „Það er munur á að vera framhjáhaldari og því að hafa haldið framhjá í ölæði. Ég er samt ekki að afsaka það,“ segir hann og bætir við: „Framhjáhaldari, eða þessi umræddi cheater, er sá sem axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust byggist á hreinskilni Theodór leggur áherslu á að framhjáhald sé áfall – bæði fyrir þann sem heldur framhjá og þann sem verður svikinn. „Of margar meðferðarnálganir í vestrænum heimi reyna að hjálpa fólki að komast framhjá áfallinu, í stað þess að fara inn í það og vinna sig í gegnum það,“ bætir hann við. Til að byggja upp traust á ný segir Theodór þrjú lykilatriði vera mikilvæg: Engin leyndarmál: Ekki má fela neitt fyrir makanum, allt á að vera upp á borðinu. Slíta óviðeigandi samskiptum. Hlusta og skilja: Tala saman af virðingu og reyna að skilja hvernig hinn upplifir stöðuna. Flestir vilja laga sambandið Theodór segir að í flestum tilfellum vilji fólk laga sambandið sitt eftir framhjáhald, hvort sem það er sá sem hélt framhjá eða sá sem var svikinn. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru í spilinu. „Það verður reiði í garð þess sem eyðilagði fjölskylduna, hvort sem það er mamma eða pabbi. Það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.“ Talið er að framhjáhald spili hlutverk í 15–40 prósent skilnaða á heimsvísu. Theodór telur að hér á landi sé hlutfallið nær 15–20 prósentum. „Flestir sem leita til mín vegna hjónabandsvanda eru þó að fást við fjárhagsleg vandamál eða önnur erfið mál, ekki endilega framhjáhald,“ segir hann. Fyrirgefning er ákvörðun Ef einstaklingur vill fyrirgefa, þarf hann að vinna í því. Í grunninn er fyrirgefning ákvörun. „Ef ég vil fyrirgefa, þá mun ég leita mér aðstoðar til að komast þangað og það er hægt að hjálpa fólki með það,“ segir Theodór. ðun. Bítið Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Sjá meira
Theodór segir að þrátt fyrir algenga fullyrðingu eins og „once a cheater, always a cheater“ eigi hún ekki alltaf við. „Flestir sem halda framhjá eru ekki endilega framhjáhaldarar í eðli sínu. Þeir eru einfaldlega að glíma við mikla vanlíðan og leita eftir nánum tengslum,“ segir hann. Er hægt að komast yfir framhjáhald? Stutta svarið já – en það tekur tíma. „Það sem skiptir mestu máli er að parið geti talað saman af hreinskilni og unnið sig í gegnum þann sársauka sem hefur orðið,“ segir Theodór. Mikilvægt sé að sá sem hélt framhjá axli fulla ábyrgð og geri sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna. „Það er munur á að vera framhjáhaldari og því að hafa haldið framhjá í ölæði. Ég er samt ekki að afsaka það,“ segir hann og bætir við: „Framhjáhaldari, eða þessi umræddi cheater, er sá sem axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust byggist á hreinskilni Theodór leggur áherslu á að framhjáhald sé áfall – bæði fyrir þann sem heldur framhjá og þann sem verður svikinn. „Of margar meðferðarnálganir í vestrænum heimi reyna að hjálpa fólki að komast framhjá áfallinu, í stað þess að fara inn í það og vinna sig í gegnum það,“ bætir hann við. Til að byggja upp traust á ný segir Theodór þrjú lykilatriði vera mikilvæg: Engin leyndarmál: Ekki má fela neitt fyrir makanum, allt á að vera upp á borðinu. Slíta óviðeigandi samskiptum. Hlusta og skilja: Tala saman af virðingu og reyna að skilja hvernig hinn upplifir stöðuna. Flestir vilja laga sambandið Theodór segir að í flestum tilfellum vilji fólk laga sambandið sitt eftir framhjáhald, hvort sem það er sá sem hélt framhjá eða sá sem var svikinn. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru í spilinu. „Það verður reiði í garð þess sem eyðilagði fjölskylduna, hvort sem það er mamma eða pabbi. Það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.“ Talið er að framhjáhald spili hlutverk í 15–40 prósent skilnaða á heimsvísu. Theodór telur að hér á landi sé hlutfallið nær 15–20 prósentum. „Flestir sem leita til mín vegna hjónabandsvanda eru þó að fást við fjárhagsleg vandamál eða önnur erfið mál, ekki endilega framhjáhald,“ segir hann. Fyrirgefning er ákvörðun Ef einstaklingur vill fyrirgefa, þarf hann að vinna í því. Í grunninn er fyrirgefning ákvörun. „Ef ég vil fyrirgefa, þá mun ég leita mér aðstoðar til að komast þangað og það er hægt að hjálpa fólki með það,“ segir Theodór. ðun.
Bítið Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Sjá meira