Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2025 22:31 Almar Orri Atlason. Vísir/Hulda Margrét Almar Orri Atlason hefur notið sín vel á EM karla í körfubolta. Hann kom seint inn í hópinn við skrautlegar aðstæður. „Það er bara búið að vera mjög gaman. Þetta er góð reynsla en auðvitað eru nokkur svekkjandi úrslit og hlutir sem við hefðum viljað gera betur eða fóru ekki með okkur eins og vonast var til. Heilt yfir er maður ánægður með frammistöðuna og umhverfið og allt sem er í kringum okkur,“ segir Almar í samtali við Vísi. Klippa: Almar ræðir ferðalagið, tilfinningarússibanann og að sjá Doncic á gólfinu Hinn 21 árs gamli Almar Orri var ekki í upprunalegum lokahópi Íslands en var klár þegar kallið kom eftir að Haukur Helgi Pálsson þurfti að undirgangast aðgerð á barka og ljóst að hann gæti ekki tekið þátt. Almar var þá nýkominn yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og þurfti skyndilega að komast þaðan aftur til Evrópu aðeins degi síðar. Það vottaði fyrir flugþreytu. „Auðvitað var þetta skrýtið og fullt af mismunandi tilfinningum. En á endanum gerðist það sem mig langaði að gera; að vera á mótinu. Eftir að símtalið barst var maður vissulega kominn til Bandaríkjanna en maður setti þetta upp þannig að maður kæmist til Litáen og svo hingað. Maður er bara þakklátur fyrir það og gaman að það hafi tekist,“ segir Almar og bætir við: „Maður var svekktur fyrst og pirraður. Svo er maður kominn í eitthvað annað. Svo verður maður aftur rosalega glaður og spenntur. Maður flaug yfir allan heiminn og svaf eina nótt í Bandaríkjunum, en þetta er bara gaman.“ Almar nýtur sín þá vel í umhverfinu á EM, að vera innan um félaga sína í landsliðinu og ekki síður að sjá Luka Doncic spila leikinn við Ísland í gær. „Það er mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim sem hafa gert þetta áður, verið á þessu stigi og svo gaman að fylgjast með Luka Doncic og horfa á hann spila og sjá hvað hann gerir. Maður tekur þetta allt með sér og mætir tilbúnari og klárari á næstu mót sem við ætlum okkur á,“ segir Almar. Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Frakka á morgun, og ekki um smá verkefni að ræða þar. „Frakkarnir hafa verið í hörkuleikjum við flest liðin og missa út einn sinn besta leikmann. En við verðum bara að mæta brattir og klárir og nota þetta sem tækifæri til að halda áfram. Þeir eru komnir áfram og við förum ekki áfram, en þá er bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Almar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
„Það er bara búið að vera mjög gaman. Þetta er góð reynsla en auðvitað eru nokkur svekkjandi úrslit og hlutir sem við hefðum viljað gera betur eða fóru ekki með okkur eins og vonast var til. Heilt yfir er maður ánægður með frammistöðuna og umhverfið og allt sem er í kringum okkur,“ segir Almar í samtali við Vísi. Klippa: Almar ræðir ferðalagið, tilfinningarússibanann og að sjá Doncic á gólfinu Hinn 21 árs gamli Almar Orri var ekki í upprunalegum lokahópi Íslands en var klár þegar kallið kom eftir að Haukur Helgi Pálsson þurfti að undirgangast aðgerð á barka og ljóst að hann gæti ekki tekið þátt. Almar var þá nýkominn yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og þurfti skyndilega að komast þaðan aftur til Evrópu aðeins degi síðar. Það vottaði fyrir flugþreytu. „Auðvitað var þetta skrýtið og fullt af mismunandi tilfinningum. En á endanum gerðist það sem mig langaði að gera; að vera á mótinu. Eftir að símtalið barst var maður vissulega kominn til Bandaríkjanna en maður setti þetta upp þannig að maður kæmist til Litáen og svo hingað. Maður er bara þakklátur fyrir það og gaman að það hafi tekist,“ segir Almar og bætir við: „Maður var svekktur fyrst og pirraður. Svo er maður kominn í eitthvað annað. Svo verður maður aftur rosalega glaður og spenntur. Maður flaug yfir allan heiminn og svaf eina nótt í Bandaríkjunum, en þetta er bara gaman.“ Almar nýtur sín þá vel í umhverfinu á EM, að vera innan um félaga sína í landsliðinu og ekki síður að sjá Luka Doncic spila leikinn við Ísland í gær. „Það er mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim sem hafa gert þetta áður, verið á þessu stigi og svo gaman að fylgjast með Luka Doncic og horfa á hann spila og sjá hvað hann gerir. Maður tekur þetta allt með sér og mætir tilbúnari og klárari á næstu mót sem við ætlum okkur á,“ segir Almar. Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Frakka á morgun, og ekki um smá verkefni að ræða þar. „Frakkarnir hafa verið í hörkuleikjum við flest liðin og missa út einn sinn besta leikmann. En við verðum bara að mæta brattir og klárir og nota þetta sem tækifæri til að halda áfram. Þeir eru komnir áfram og við förum ekki áfram, en þá er bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Almar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira