Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2025 09:02 Alexander Isak er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Nikki Dyer Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. Eftir mikið havarí keypti Liverpool Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann kostaði 125 milljónir punda og er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn telja ekki líklegt að Isak byrji næsta leik Liverpool sem er gegn Burnley þarnæsta sunnudag. „Mér finnst það ólíklegt. Ég las að það væru fjórtán vikur síðan hann æfði með einhverjum liðsfélögum. Það var þegar hann mætti á landsliðsæfingu með Svíþjóð. Mér finnst mjög ólíklegt að hann byrji fyrsta leik, sérstaklega í ljósi þess hversu vel [Hugo] Ekitike hefur verið að spila og líka [Cody] Gakpo. Hann kemur væntanlega inn á í þessum leik og það ræðst væntanlega á því hversu tilbúinn hann er til að byrja,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn. Ekitike hefur farið vel af stað með Liverpool en margir Fantasy-spilarar spyrja sig nú að því hvort þeir eigi að selja hann fyrst Isak er kominn. „Í fyrsta þættinum töluðum við um að Ekitike og Gakpo væru góðir kostir til skamms tíma. Þangað til Isak kæmi væru þeir öruggir. En nú er Isak kominn og þeir eru að minnsta kosti þrír um þessar tvær stöður svo við tölum ekki um Rio [Ngumoha] og [Federico] Chiesa sem vilja fá einhverjar mínútur,“ sagði Albert. „Isak var keyptur á allan þennan pening og er væntanlega ætlað að fara beint inn í byrjunarliðið. En ætlar [Arne] Slot að finna leið til að láta hann og Ekitike spila saman? Fer annar hvor þeirra út til vinstri eða verður Ekitike fyrir aftan Isak eða fer [Florian] Wirtz út á kant?“ Þeir Albert og Sindri Kamban ræddu einnig hvað Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, myndi gera þegar þátttaka liðsins í Meistaradeild Evrópu hæfist og álagið myndi aukast. Þeir voru sammála um að Slot myndi jafnan spila á sínu sterkasta liði en reyna að dreifa álaginu eins og þurfa þyki. „[Mohamed] Salah er alltaf fastinn. Ég myndi ekki kaupa Isak núna, ég myndi ekki kaupa Ekitike eða Gakpo núna. Ef ég ætti þá myndi ég halda þeim að minnsta kosti í einn leik,“ sagði Albert. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira
Eftir mikið havarí keypti Liverpool Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann kostaði 125 milljónir punda og er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn telja ekki líklegt að Isak byrji næsta leik Liverpool sem er gegn Burnley þarnæsta sunnudag. „Mér finnst það ólíklegt. Ég las að það væru fjórtán vikur síðan hann æfði með einhverjum liðsfélögum. Það var þegar hann mætti á landsliðsæfingu með Svíþjóð. Mér finnst mjög ólíklegt að hann byrji fyrsta leik, sérstaklega í ljósi þess hversu vel [Hugo] Ekitike hefur verið að spila og líka [Cody] Gakpo. Hann kemur væntanlega inn á í þessum leik og það ræðst væntanlega á því hversu tilbúinn hann er til að byrja,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn. Ekitike hefur farið vel af stað með Liverpool en margir Fantasy-spilarar spyrja sig nú að því hvort þeir eigi að selja hann fyrst Isak er kominn. „Í fyrsta þættinum töluðum við um að Ekitike og Gakpo væru góðir kostir til skamms tíma. Þangað til Isak kæmi væru þeir öruggir. En nú er Isak kominn og þeir eru að minnsta kosti þrír um þessar tvær stöður svo við tölum ekki um Rio [Ngumoha] og [Federico] Chiesa sem vilja fá einhverjar mínútur,“ sagði Albert. „Isak var keyptur á allan þennan pening og er væntanlega ætlað að fara beint inn í byrjunarliðið. En ætlar [Arne] Slot að finna leið til að láta hann og Ekitike spila saman? Fer annar hvor þeirra út til vinstri eða verður Ekitike fyrir aftan Isak eða fer [Florian] Wirtz út á kant?“ Þeir Albert og Sindri Kamban ræddu einnig hvað Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, myndi gera þegar þátttaka liðsins í Meistaradeild Evrópu hæfist og álagið myndi aukast. Þeir voru sammála um að Slot myndi jafnan spila á sínu sterkasta liði en reyna að dreifa álaginu eins og þurfa þyki. „[Mohamed] Salah er alltaf fastinn. Ég myndi ekki kaupa Isak núna, ég myndi ekki kaupa Ekitike eða Gakpo núna. Ef ég ætti þá myndi ég halda þeim að minnsta kosti í einn leik,“ sagði Albert. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira