76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar 5. september 2025 06:01 Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Manni hálfbrá við þennan lestur því ef það er eitthvað sem við foreldrar þurfum ekki, þá er það minni tími með börnunum okkar. Gildi fjölskyldustunda Sumarfrí eru ekki bara tími þar sem börn eru „í burtu frá skipulögðu skólastarfi", sumarfrí eru tækifæri til að dýpka fjölskyldubönd, tækifæri sem aldrei koma aftur. Þegar barnið flytur að heiman efa ég að eitthvað foreldri líti til baka og hugsi „ah, ég vildi óska að sumarfrí barnsins hefðu verið styttri." Raunin er sú að þessir 76 dagar eru einstakt tækifæri til að kynnast börnunum sínum á annan hátt en í hröðu amstri vetrarmánaðanna. Í sumarfríunum fáum við að upplifa börnin okkar í slakara andrúmslofti, læra af þeim, ferðast með þeim og búa til minningar sem endast út lífið. Í stað þess að stytta sumarfríin ættum við sem samfélag frekar að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að styðja fjölskyldur betur í að nýta þennan tíma? Hvers vegna er úrræðum fyrir börn og fjölskyldur í sumarfríi þannig háttað að það skapar álag á foreldra frekar en að létta því? Lausnin liggur því ekki í því að draga úr þeim tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum heldur í því að: ●Efla aðgengileg sumarúrræði fyrir öll börn óháð fjárhag foreldra ●Gera vinnuveitendum kleift að sýna meiri sveigjanleika í sumarvinnutíma ●Efla samstarf sveitarfélaga, æskulýðs- og íþróttafélaga um fjölbreyttari og aðgengilegri sumarstarfsemi Hvað með börnin sjálf? Þegar við ræðum um sumarfrí ættum við ekki að gleyma sjónarhorni barnanna sjálfra. Eru þau að biðja okkur um lengri skóladaga? Eða þrá þau frekar að fá tíma til að leika sér, vera með fjölskyldu sinni og vinum? Upplifun mín er sú að foreldrar eigi erfitt nú þegar með að finna tíma með börnunum sínum sökum álags. Því er oft hent fram að á Íslandi sé ákveðið hamstrahjól og lífsgæðakapphlaup og er þessi tillaga um styttingu sumarfrís til þess fallin að auka enn frekar við þá upplifun. Það er því verkefni okkar sem samfélags að stuðla að breytingum sem eru fjölskyldum og fjölskylduböndum til hagsbóta, ekki að finna lausnir til þess að gefa foreldrum „frí“ frá börnunum sínum. Það er gott að þetta samtal er hafið því ég tel að allir vilji byggja fjölskylduvænna samfélag á Íslandi og mun ég koma betur inná mínar tillögur um hvernig við getum stuðlað að slíku samfélagi í annarri grein. Þessir 76 dagar koma aldrei aftur og hlakka ég til þess að eyða löngum sumrum með syni mínum í framtíðinni. Höfundur er faðir og varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Börn og uppeldi Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Manni hálfbrá við þennan lestur því ef það er eitthvað sem við foreldrar þurfum ekki, þá er það minni tími með börnunum okkar. Gildi fjölskyldustunda Sumarfrí eru ekki bara tími þar sem börn eru „í burtu frá skipulögðu skólastarfi", sumarfrí eru tækifæri til að dýpka fjölskyldubönd, tækifæri sem aldrei koma aftur. Þegar barnið flytur að heiman efa ég að eitthvað foreldri líti til baka og hugsi „ah, ég vildi óska að sumarfrí barnsins hefðu verið styttri." Raunin er sú að þessir 76 dagar eru einstakt tækifæri til að kynnast börnunum sínum á annan hátt en í hröðu amstri vetrarmánaðanna. Í sumarfríunum fáum við að upplifa börnin okkar í slakara andrúmslofti, læra af þeim, ferðast með þeim og búa til minningar sem endast út lífið. Í stað þess að stytta sumarfríin ættum við sem samfélag frekar að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að styðja fjölskyldur betur í að nýta þennan tíma? Hvers vegna er úrræðum fyrir börn og fjölskyldur í sumarfríi þannig háttað að það skapar álag á foreldra frekar en að létta því? Lausnin liggur því ekki í því að draga úr þeim tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum heldur í því að: ●Efla aðgengileg sumarúrræði fyrir öll börn óháð fjárhag foreldra ●Gera vinnuveitendum kleift að sýna meiri sveigjanleika í sumarvinnutíma ●Efla samstarf sveitarfélaga, æskulýðs- og íþróttafélaga um fjölbreyttari og aðgengilegri sumarstarfsemi Hvað með börnin sjálf? Þegar við ræðum um sumarfrí ættum við ekki að gleyma sjónarhorni barnanna sjálfra. Eru þau að biðja okkur um lengri skóladaga? Eða þrá þau frekar að fá tíma til að leika sér, vera með fjölskyldu sinni og vinum? Upplifun mín er sú að foreldrar eigi erfitt nú þegar með að finna tíma með börnunum sínum sökum álags. Því er oft hent fram að á Íslandi sé ákveðið hamstrahjól og lífsgæðakapphlaup og er þessi tillaga um styttingu sumarfrís til þess fallin að auka enn frekar við þá upplifun. Það er því verkefni okkar sem samfélags að stuðla að breytingum sem eru fjölskyldum og fjölskylduböndum til hagsbóta, ekki að finna lausnir til þess að gefa foreldrum „frí“ frá börnunum sínum. Það er gott að þetta samtal er hafið því ég tel að allir vilji byggja fjölskylduvænna samfélag á Íslandi og mun ég koma betur inná mínar tillögur um hvernig við getum stuðlað að slíku samfélagi í annarri grein. Þessir 76 dagar koma aldrei aftur og hlakka ég til þess að eyða löngum sumrum með syni mínum í framtíðinni. Höfundur er faðir og varaþingmaður Miðflokksins
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun