Erlent

Her­toga­ynjan af Kent er látin

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hertogaynjan á Chelsea-blómasýningunni árið 2000.
Hertogaynjan á Chelsea-blómasýningunni árið 2000. Getty/Colin Davey

Buckingham höll hefur kunngjört andlát Katharine Lucy Mary Worsley, hertogaynjunnar af Kent. Hún lést í Kensington-höll í gær, umvafinn ástvinum sínum.

Karl III Bretakonungur, Kamilla drottning og konungsfjölskyldan öll syrgir hertogaynjuna, sem er meðal annars sögð hafa haft sérstaka samkennd með ungu fólki og hafa unnað tónlist.

Katharine var 92 ára gömul og elsti meðlimur konungsfjölskyldunnar eftir að Elísabet II drottning lést árið 2022.

Hertogaynjan var gift Játvarði prinsi, hertoga af Kent, en hann er sonur Georgs prins og Marínu prinsessu af Grikklandi og Danmörku og afabarn Georgs V. Hann og Elísabet voru þannig systkinabörn.

Katharine varð árið 1994 fyrsti meðlimur konungsfjölskyldunnar til að taka kaþólska trú í 300 ár. Hún sinnti ýmsum góðgerðastörfum og var fastur gestur á Wimbledon-stórmótinu í tennis.

Hún átti þrjú börn; tvo syni og dóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×