„Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 12:14 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. getty/vísir/arnar Forstjóri Lyfjastofnunar varar fólk við aukinni ógn ólöglegra lyfja sem eru auglýst á samfélagsmiðlum sem þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru mögulega í umferð hér á landi en dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölum á Facebook-síðum innan landsteinanna. Lyfjastofnun hefur varað við ólöglegum lyfjum við sykursýki og ofþyngd en framboð þeirra í Evrópu hefur aukist til muna undanfarið. Lyfin eru gjarnan seld á fölskum netsíðum og auglýst á samfélagsmiðlum en þau eru ekki með markaðsleyfi og uppfylla engar kröfur. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun kemur fram að lyfin séu alvarleg ógn við heilsu fólks. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist ekki hafa orðið vör við sölu umræddra lyfja hér á landi. „Þar ekkert þar með sagt að við þurfum að vita af því. Þess vegna er mikilvægt að brýna fyrir þessu. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta af tollinum eða slíku en það er ekki þar með sagt að við myndum vita það.“ Gangi kaupum og sölu á Facebook Þó séu merki um ólöglegan markað þyngdarstjórnunarlyfja á Íslandi. „Ég meina það eru bara einhverjar síður þar sem fólk eru að selja einhver lyf. Ef þetta eru einhverjar Facebook síður þá getum við ekkert annað en tilkynnt þetta til lögreglunnar. Því það er náttúrulega ólöglegt að selja lyfseðilsskyld lyf. Líklegast eru þetta lyf sem hefur verið ávísað á Íslandi en við vitum ekkert um það.“ Innan Evrópu er um hundruð falskra Facebook-síðna og sölusíðna að ræða. Opinber merki lyfjayfirvalda eru misnotuð og falskar umsagnir notaðar til að villa um fyrir neytendum. „Annað hvort eru þetta falskar Facebook-síður eða sölusíður þar sem er látið líta út fyrir að þetta séu viðurkenndir aðilar.“ Eru þetta sannfærandi svindl? „Já ég held að þetta séu mjög sannfærandi svindl.“ „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá“ Fólk er hvatt til að tilkynna ef það verður vart við ólögleg þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin geti verið lífshættuleg. „Þetta þurfa ekki að vera ólöglega framleidd lyf en þau eru kannski seld ólöglega. Síðan geta þetta verið ólögleg lyf, þannig að maður veit ekkert hvað er í þeim. Þau geta hafa verið ólöglega framleidd. Eru þau þá framleidd í heimahúsum? „Það getur bara verið alls konar. Það getur verið framleitt bara við einhverjar aðstæður sem maður ekki þekkir. Það getur verið að það sé bara búið að skipta um miða. Þetta eru náttúrulega stungulyf. Það er í besta falli vatn í þessu en í versta falli er eitthvað annað í þessu. Það geta verið pakkarnir og áletranir sem hefur verið breytt.“ Hún biðlar til fólks að kaupa alls ekki lyf á netinu. „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá.“ Hvað er það alvarlegasta sem þú hefur heyrt af varðandi afleiðingar við einhverju svona? „Það geta verið dauðsföll, Þú veist ekkert hvað er í þessu. Það komst inn á breska markaðinn eitthvað sem innihélt insúlín í staðinn fyrir þessi lyf. Það eru bara ríkar ástæður fyrir því að það sé verið að vara við þessu. Það er rík eftirspurn eftir þessu og það er verið að villa um fyrir neytendum með skipulögðum hætti,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að taka lyf eins og þeim er ávísað. Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lyfjastofnun hefur varað við ólöglegum lyfjum við sykursýki og ofþyngd en framboð þeirra í Evrópu hefur aukist til muna undanfarið. Lyfin eru gjarnan seld á fölskum netsíðum og auglýst á samfélagsmiðlum en þau eru ekki með markaðsleyfi og uppfylla engar kröfur. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun kemur fram að lyfin séu alvarleg ógn við heilsu fólks. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist ekki hafa orðið vör við sölu umræddra lyfja hér á landi. „Þar ekkert þar með sagt að við þurfum að vita af því. Þess vegna er mikilvægt að brýna fyrir þessu. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta af tollinum eða slíku en það er ekki þar með sagt að við myndum vita það.“ Gangi kaupum og sölu á Facebook Þó séu merki um ólöglegan markað þyngdarstjórnunarlyfja á Íslandi. „Ég meina það eru bara einhverjar síður þar sem fólk eru að selja einhver lyf. Ef þetta eru einhverjar Facebook síður þá getum við ekkert annað en tilkynnt þetta til lögreglunnar. Því það er náttúrulega ólöglegt að selja lyfseðilsskyld lyf. Líklegast eru þetta lyf sem hefur verið ávísað á Íslandi en við vitum ekkert um það.“ Innan Evrópu er um hundruð falskra Facebook-síðna og sölusíðna að ræða. Opinber merki lyfjayfirvalda eru misnotuð og falskar umsagnir notaðar til að villa um fyrir neytendum. „Annað hvort eru þetta falskar Facebook-síður eða sölusíður þar sem er látið líta út fyrir að þetta séu viðurkenndir aðilar.“ Eru þetta sannfærandi svindl? „Já ég held að þetta séu mjög sannfærandi svindl.“ „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá“ Fólk er hvatt til að tilkynna ef það verður vart við ólögleg þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin geti verið lífshættuleg. „Þetta þurfa ekki að vera ólöglega framleidd lyf en þau eru kannski seld ólöglega. Síðan geta þetta verið ólögleg lyf, þannig að maður veit ekkert hvað er í þeim. Þau geta hafa verið ólöglega framleidd. Eru þau þá framleidd í heimahúsum? „Það getur bara verið alls konar. Það getur verið framleitt bara við einhverjar aðstæður sem maður ekki þekkir. Það getur verið að það sé bara búið að skipta um miða. Þetta eru náttúrulega stungulyf. Það er í besta falli vatn í þessu en í versta falli er eitthvað annað í þessu. Það geta verið pakkarnir og áletranir sem hefur verið breytt.“ Hún biðlar til fólks að kaupa alls ekki lyf á netinu. „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá.“ Hvað er það alvarlegasta sem þú hefur heyrt af varðandi afleiðingar við einhverju svona? „Það geta verið dauðsföll, Þú veist ekkert hvað er í þessu. Það komst inn á breska markaðinn eitthvað sem innihélt insúlín í staðinn fyrir þessi lyf. Það eru bara ríkar ástæður fyrir því að það sé verið að vara við þessu. Það er rík eftirspurn eftir þessu og það er verið að villa um fyrir neytendum með skipulögðum hætti,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að taka lyf eins og þeim er ávísað.
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira