Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 23:15 Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson, stjórnarfólk í Búsetufrelsi og íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. aðsend Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna sveitarstjórnina harðlega fyrir að reyna að fá lögheimiliskráningu fólks breytt og afskrá það um leið úr sveitarfélaginu. „Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi.“ Þetta skrifar stjórnarfólk í Búsetufrelsi – samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsness- og Grafningshrepps. Þau segja að lögmaður hreppsins hafi farið fram á það við Þjóðskrá Íslands í desember síðastliðnum að hún myndi fella niður lögheimili einstaklinga sem búi í frístundahúsum á svæðinu „þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum,“ að sögn stjórnarfólks. Lögmaðurinn hafi vísað til þess að fasteignirnar væru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Hús í Grímsnesi. Ljósmyndin er úr safni. vísir/vilhelm Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skipa stjórn áðurnefndra samtaka og búa í sveitarfélaginu en eru skráð með ótilgreint heimilisfang. Þau segja að Þjóðskrá hafi hafnað þessari beiðni sveitarstjórnar á grundvelli þess að fólk geti löglega verið skráð með „ótilgreint lögheimili“ og það eigi við þegar það búi í húsnæði sem ekki megi formlega skrá sem íbúðarhúsnæði. Þar undir falli til mynda frístundarhús. „Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks,“ skrifar stjórnarfólk Búsetufrelsis í innsendri grein sem birtist um málið á Vísi. Stjórn samtakanna Búsetufrelsi segja að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps, sem hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu Borg, hafi markvisst reynt að afskrá lögheimili fólks í þjóðskrá.vísir/vilhelm Ekki dæmi um lýðræðislega stjórnsýslu „Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir,“ segir stjórn Búsetufrelsis. Ekkert glæpsamlegt sé við það að vera með búsetu í frístundarhúsi. „Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.“ Stjórn Búsetufrelsis kallar eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur standi vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Samtökin séu tilbúin í að taka þátt í þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum. „Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!“ skrifa Guðrún, Ragna og Þröstur, sem skipa stjórn Búsetufrelsis. Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi.“ Þetta skrifar stjórnarfólk í Búsetufrelsi – samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsness- og Grafningshrepps. Þau segja að lögmaður hreppsins hafi farið fram á það við Þjóðskrá Íslands í desember síðastliðnum að hún myndi fella niður lögheimili einstaklinga sem búi í frístundahúsum á svæðinu „þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum,“ að sögn stjórnarfólks. Lögmaðurinn hafi vísað til þess að fasteignirnar væru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Hús í Grímsnesi. Ljósmyndin er úr safni. vísir/vilhelm Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skipa stjórn áðurnefndra samtaka og búa í sveitarfélaginu en eru skráð með ótilgreint heimilisfang. Þau segja að Þjóðskrá hafi hafnað þessari beiðni sveitarstjórnar á grundvelli þess að fólk geti löglega verið skráð með „ótilgreint lögheimili“ og það eigi við þegar það búi í húsnæði sem ekki megi formlega skrá sem íbúðarhúsnæði. Þar undir falli til mynda frístundarhús. „Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks,“ skrifar stjórnarfólk Búsetufrelsis í innsendri grein sem birtist um málið á Vísi. Stjórn samtakanna Búsetufrelsi segja að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps, sem hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu Borg, hafi markvisst reynt að afskrá lögheimili fólks í þjóðskrá.vísir/vilhelm Ekki dæmi um lýðræðislega stjórnsýslu „Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir,“ segir stjórn Búsetufrelsis. Ekkert glæpsamlegt sé við það að vera með búsetu í frístundarhúsi. „Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.“ Stjórn Búsetufrelsis kallar eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur standi vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Samtökin séu tilbúin í að taka þátt í þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum. „Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!“ skrifa Guðrún, Ragna og Þröstur, sem skipa stjórn Búsetufrelsis.
Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02