„Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. september 2025 15:59 Hrannar Guðmundsson fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Anton Brink Stjarnan laut í lægra haldi fyrir rúmenska liðinu Minaur Baia Mare í vítakastkeppjni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Hekluhöllinni í dag. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur að leik loknum en á sama tíma stoltur af leikmönnum sínum. „Það er alveg rétt að töpin gerast ekki meira svekkjandi en þetta. Við vildum fá fleiri Evrópuleiki í vetur en nú er ljóst að svo verður ekki og það er bara áfram gakk. Við töpuðum ekki fyrir liði sem var betra en við í þessu einvígi. Það gerir þetta ennþá meira svekkjandi,“ sagði Hrannar eftir að vítakastkeppninni lauk og niðurstaðan lá fyrir. „Við fengum ótal möguleika á því að koma okkur yfir hér í seinni hálfleik. Þegar litið er til þess verður maður enn vonsviknari með að falla úr leik með þessum hætti hér í dag. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna við náum ekki að klára mómentin þar sem við erum að spila vel og nýta meðbyrinn til þess að koma okkur yfir,“ sagði Hrannar enn fremur. „Á hinn bóginn verð ég að hrósa leikmönnum mínum fyrir þann karakter sem liðið sýndi sem varð til þess að við jöfnuðum leikinn og komum okkur í vítakastkeppni. Það sama var uppi á teningnum þegar við búnir að grafa djúpa holu í deildarleiknum gegn Val á dögunum og það sýnir svart á hvítu hvað býr í þessu liði,“ sagði hann hreykinn. „Leikmenn lögðu allt í sölurnar í þetta verkefni og þetta var frábær dagur þrátt fyrir að ég sér hundsvekktur með hvernig þetta endaði. Við hefðum viljað máta okkur við fleiri atvinnumannalið í framhaldinu en því miður fáum við ekki að gera það að þessu sinni,“ sagði hann með blendnar tilfinningar í huga sínum. „Við munum draga heilmikinn lærdóm út úr þessum Evrópuleikum og ferðin til Rúmeníu þjappaði hópnum saman. Við erum hundfúlir núna og verðum það í dag en til langs tíma munum við græða á þessum leikjum, það er alveg klárt,“ sagði Hrannar borubrattur. „Við spiluðum hörkuvörn í þessum leikjum og sóknarleikurinn var heilt yfir bara fínn í leikjunum tveimur. Leikmenn og þjálfarar setja þessi leiki í reynslubankann góða og nú bara setjum við einbeitinuna alla á að standa okkur vel í deild og bikar,“ sagði hann. „Stuðningurinn var gjörsamlega frábær í þessum leik og það var gaman að sjá hvað félagið allt kom saman og tæklaði þennan leik með glæsibrag. Stjórn, forráðamenn og stuðningsmenn allir eiga hrós skilið fyrir að skapa jafn góða umgjörð og var í kringum þennan leik í dag,“ sagði Stjörnumaðurinn stoltur. Það var vel mætt á leikinn í dag og Stjörnumenn létu vel í sér heyra. Vísir/Anton Brink Stjarnan Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
„Það er alveg rétt að töpin gerast ekki meira svekkjandi en þetta. Við vildum fá fleiri Evrópuleiki í vetur en nú er ljóst að svo verður ekki og það er bara áfram gakk. Við töpuðum ekki fyrir liði sem var betra en við í þessu einvígi. Það gerir þetta ennþá meira svekkjandi,“ sagði Hrannar eftir að vítakastkeppninni lauk og niðurstaðan lá fyrir. „Við fengum ótal möguleika á því að koma okkur yfir hér í seinni hálfleik. Þegar litið er til þess verður maður enn vonsviknari með að falla úr leik með þessum hætti hér í dag. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna við náum ekki að klára mómentin þar sem við erum að spila vel og nýta meðbyrinn til þess að koma okkur yfir,“ sagði Hrannar enn fremur. „Á hinn bóginn verð ég að hrósa leikmönnum mínum fyrir þann karakter sem liðið sýndi sem varð til þess að við jöfnuðum leikinn og komum okkur í vítakastkeppni. Það sama var uppi á teningnum þegar við búnir að grafa djúpa holu í deildarleiknum gegn Val á dögunum og það sýnir svart á hvítu hvað býr í þessu liði,“ sagði hann hreykinn. „Leikmenn lögðu allt í sölurnar í þetta verkefni og þetta var frábær dagur þrátt fyrir að ég sér hundsvekktur með hvernig þetta endaði. Við hefðum viljað máta okkur við fleiri atvinnumannalið í framhaldinu en því miður fáum við ekki að gera það að þessu sinni,“ sagði hann með blendnar tilfinningar í huga sínum. „Við munum draga heilmikinn lærdóm út úr þessum Evrópuleikum og ferðin til Rúmeníu þjappaði hópnum saman. Við erum hundfúlir núna og verðum það í dag en til langs tíma munum við græða á þessum leikjum, það er alveg klárt,“ sagði Hrannar borubrattur. „Við spiluðum hörkuvörn í þessum leikjum og sóknarleikurinn var heilt yfir bara fínn í leikjunum tveimur. Leikmenn og þjálfarar setja þessi leiki í reynslubankann góða og nú bara setjum við einbeitinuna alla á að standa okkur vel í deild og bikar,“ sagði hann. „Stuðningurinn var gjörsamlega frábær í þessum leik og það var gaman að sjá hvað félagið allt kom saman og tæklaði þennan leik með glæsibrag. Stjórn, forráðamenn og stuðningsmenn allir eiga hrós skilið fyrir að skapa jafn góða umgjörð og var í kringum þennan leik í dag,“ sagði Stjörnumaðurinn stoltur. Það var vel mætt á leikinn í dag og Stjörnumenn létu vel í sér heyra. Vísir/Anton Brink
Stjarnan Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira