Körfubolti

Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM

Siggeir Ævarsson skrifar
Lauri Markkanen skoraði 29 stig fyrir Finna í kvöld
Lauri Markkanen skoraði 29 stig fyrir Finna í kvöld Mynd FIBA

Finnland er komið í 8-liða úrslit á Evrópumeistaramótinu í körfubolta eftir að hafa slegið út ógnarsterkt lið Serba 92-86. Söguleg úrslit en aldrei áður hefur lið sem spáð er sigri á mótinu dottið út í 16-liða úrslitum.

Serbía, sem endaði í öðru sæti á HM, var fyrir mótið spáð titlinum og fyrir leikinn í kvöld var stuðullinn á sigur Serba 1,05. Sigur í kvöld átti í raun bara að vera formstatriði. Finnar hlustuðu greinilega ekkert á það og voru einfaldlega töluvert betra liðið í kvöld.

Serbía náði að minnka muninn og jafna rétt undir lokin en þá tók Elias Valtonen til sinna ráða og skoraði átta stig í röð. Serbar virkuðu ráðalausir og reyndu marga erfiða þrista sem fóru ekki ofan í.

Nikola Jokic, einn besti körfuboltamaður heims, reyndi hvað hann gat til að halda vonum Serba á lífi og skoraði 33 stig. Nafni hans Jovic bætti við 20 en aðrir leikmenn Serbíu lögðu lítið í púkkið.

Sögulegur sigur Finna staðreynd og á Twitter reikningi Eurobasket spara þeir ekki stóru orðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×