Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 11:55 Sigfús Aðalsteinsson hefur komið fram sem talsmaður hópsins Íslands þvert á flokka. Vísir Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir hópinn Ísland þvert á flokka. Hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Könnunin var framkvæmd yfir tvær vikur seinni hluta ágúst og var netkönnun með úrtaki upp á tvö þúsund manns átján ára og eldri. Svarhlutfal var 51 prósent. Spurt var hvort fólk vildi að breytingar yrðu gerðar á fjölskyldusameiningum hælisleitenda. Alls svöruðu 82 prósent því játandi en 18 prósent neitandi. Svörin voru svipuð þegar spurt var hvort setja ætti árlegan hámarksfjölda á hælisleitendur sem landið tæki á móti. Alls svöruðu 83 prósent játandi en 17 prósent neitandi. Fram kom að 58 prósent landsmanna telja núverandi útlendingalög of væg, tíu prósent telja þau sanngjörn og sex prósent of ströng. Alls voru 53 prósent óánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda, 24 prósent voru ánægð og 22 prósent hvorki né. Þá sögðust 73 prósent að Ísland ætti að taka á móti færri hælisleitendum en í fyrra en tólf prósent sögðu fleiri. Þá var spurt hvort framfylgja ætti brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið synjun, jafnvel þótt það kalli á samstarf við þriðju ríki - þ.e. landa sem eru hvorki upprunaland hælisleitenda né viðtökulanda. Níu af hverjum tíu svöruðu já en tíu prósent nei. Alls sóttu 1944 einstaklingar um alþjóðlega vernd árið 2024 sem var mikil fækkun frá árinu 2023 þegar 4168 umsóknir bárust. Langflestir umsækjenda það ár voru frá Úkraínu og Venesúela. Árið 2024 voru 3416 umsóknir afgreiddar. Af þeim voru 1443 umsóknir samþykktar sem svarar til rúmlega fjöguríu prósenta, langflestar á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta. 1251 umsókn var synjað, rúmlega fjögur hundruð umsóknir voru ekki teknar til efnismeðferðar og í 34 tilfellum var um endurtekna umsókn að ræða sem vísað var frá. Þá fengu 284 umsóknir önnur málalok. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði yfir hælisleitendur má finna á vef Útlendingastofnunar. Könnun Prósents í heild sinni má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl KönnunPDF2.6MBSækja skjal Hælisleitendur Skoðanakannanir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir hópinn Ísland þvert á flokka. Hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Könnunin var framkvæmd yfir tvær vikur seinni hluta ágúst og var netkönnun með úrtaki upp á tvö þúsund manns átján ára og eldri. Svarhlutfal var 51 prósent. Spurt var hvort fólk vildi að breytingar yrðu gerðar á fjölskyldusameiningum hælisleitenda. Alls svöruðu 82 prósent því játandi en 18 prósent neitandi. Svörin voru svipuð þegar spurt var hvort setja ætti árlegan hámarksfjölda á hælisleitendur sem landið tæki á móti. Alls svöruðu 83 prósent játandi en 17 prósent neitandi. Fram kom að 58 prósent landsmanna telja núverandi útlendingalög of væg, tíu prósent telja þau sanngjörn og sex prósent of ströng. Alls voru 53 prósent óánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda, 24 prósent voru ánægð og 22 prósent hvorki né. Þá sögðust 73 prósent að Ísland ætti að taka á móti færri hælisleitendum en í fyrra en tólf prósent sögðu fleiri. Þá var spurt hvort framfylgja ætti brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið synjun, jafnvel þótt það kalli á samstarf við þriðju ríki - þ.e. landa sem eru hvorki upprunaland hælisleitenda né viðtökulanda. Níu af hverjum tíu svöruðu já en tíu prósent nei. Alls sóttu 1944 einstaklingar um alþjóðlega vernd árið 2024 sem var mikil fækkun frá árinu 2023 þegar 4168 umsóknir bárust. Langflestir umsækjenda það ár voru frá Úkraínu og Venesúela. Árið 2024 voru 3416 umsóknir afgreiddar. Af þeim voru 1443 umsóknir samþykktar sem svarar til rúmlega fjöguríu prósenta, langflestar á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta. 1251 umsókn var synjað, rúmlega fjögur hundruð umsóknir voru ekki teknar til efnismeðferðar og í 34 tilfellum var um endurtekna umsókn að ræða sem vísað var frá. Þá fengu 284 umsóknir önnur málalok. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði yfir hælisleitendur má finna á vef Útlendingastofnunar. Könnun Prósents í heild sinni má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl KönnunPDF2.6MBSækja skjal
Hælisleitendur Skoðanakannanir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira