Innlent

Ríkis­stjórnin sýnir á spilin og Al­þingi sett í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum förum við yfir áherslumál á komandi vetri hjá ríkisstjórninni sem kynnti málaskrá sína á blaðamannafundi í morgun. 

Forsvarskonum stjórnarinnar varð tíðrætt um tiltekt á blaðamannafundinum og aðhald í rekstri er boðað. 

Síðar í dag verður Alþingi sett og við heyrum einnig í fulltrúum stjórnarandstöðunnar á þingi sem boða einnig aðhald, og segja ekki vanþörf á. 

Einnig förum við yfir niðurstöður norsku þingkosninganna og ræðum við þá sem vilja sniðganga vörur frá Ísrael um þær aðgerðir sem utanríkisráðherra boðaði í gær.

Í sportinu er það að sjálfsögðu landsleikurinn gegn Frökkum sem ber hæst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×