Innlent

Rúss­neskir drónar í pólskri loft­helgi og „sér­stök“ ræða for­seta Ís­lands

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um drónaflug Rússa í pólskri lofthelgi í morgun sem vakið hefur hörð viðbrögð. 

Forsætisráðherra landsins segir Pólverja ekki hafa verið nær stríði frá lokum seinna stríðs. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einingu innan NATO.

Einnig fjöllum við um þingveturinn sem er framundan en ummæli Forseta Íslands í pontu á Alþingi í gær hafa vakið nokkra eftirtekt. Við heyrum í stjórnarandstöðunni um það mál. 

Að auki fjöllum við um kjaradeiluna í álveri Alcoa fyrir austan og segjum frá kyrrðarstund sem haldin verður í Langholtskirkju í kvöld til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×