Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2025 19:14 Guðrún Karls Helgudóttir segir kyrrðarstundina í kvöld mikilvæga. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu. Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands tekur þátt í sérstakri kyrrðarstund sem haldin verður klukkan átta í Langholtskirkju vegna Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga. Undanfarin ár hefur að meðaltali fjörutíu og einn fallið fyrir eigin hendi á Íslandi á ári. „Því miður hefur sjálfsvígum ekki fækkað undanfarin ár. Það er svolítið áhugavert vegna þess að mér finnst samt viðhorfið hafa breyst og umræðan. Það er ekki langt síðan það fylgdi þessu mikil skömm sem er náttúrulega alveg út í hött vegna þess að deyja úr sjálfsvígi það er bara eins og að deyja úr sjúkdómi.“ Þannig sé umræðan opnari en áður um sjálfsvíg. „Ég held að við séum að verða minna feimin að tala um andlega vanlíðan, kvíða og angist og geðsjúkdóma. Það hefur líka verið að aukast að boðið sé upp á allskyns úrræði eins og Píetasamtökin hafa komið til og fleiri en það er erfitt að komast að í heilbrigðiskerfinu og það erfitt að fá tíma til dæmis hjá geðlækni. Það þarf að gera heilbrigðiskerfið aðgengilegra þegar kemur að geðheilbrigði.“ Þá segir hún sérlega mikilvægt að efla forvarnir þegar kemur að sjálfsvígum. „Þetta er ekki ásættanlegt, þegar bílslysum fjölgar og fólk deyr í umferðinni, þá förum við á fullt í forvarnir þegar kemur að öryggismálum í umferðinni. Við þurfum að gera það sama þegar kemur að þessu.“ Hún hvetur þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að leita sér aðstoðar. „Það er hjálp að fá og þú ert ekki einn. Talaðu við einhvern og verum óhrædd að hlusta en það er sannarlega hjálp að fá.“ Sjálf missti Guðrún bróður sinn sem féll fyrir eigin hendi en í kvöld verður kveikt á kertum í Langholtskirkju til minningar um látna ástvini. „Við munum eiga bæn saman og til dæmis bara það að leggja þetta í guðs hendur og biðja það skiptir máli. Að fá að tendra ljós og svona gefa okkur rými til þess að hugsa um þennan ástvin og minnast hans. Því þetta er svo mikill fjöldi sem er að deyja á hverju ári á Íslandi. Til dæmis þá ef við tökum síðastliðin sjö ár ef það deyja fjörutíu manns á ári þa gætum við fyllt þessa kirkju með þeim sem hafa látist á síðustu sjö árum. Þetta er of mikið af fólki en það er mikilvægt að við komum saman og minnumst þeirra sem við elskum enn af virðingu.“ Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands tekur þátt í sérstakri kyrrðarstund sem haldin verður klukkan átta í Langholtskirkju vegna Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga. Undanfarin ár hefur að meðaltali fjörutíu og einn fallið fyrir eigin hendi á Íslandi á ári. „Því miður hefur sjálfsvígum ekki fækkað undanfarin ár. Það er svolítið áhugavert vegna þess að mér finnst samt viðhorfið hafa breyst og umræðan. Það er ekki langt síðan það fylgdi þessu mikil skömm sem er náttúrulega alveg út í hött vegna þess að deyja úr sjálfsvígi það er bara eins og að deyja úr sjúkdómi.“ Þannig sé umræðan opnari en áður um sjálfsvíg. „Ég held að við séum að verða minna feimin að tala um andlega vanlíðan, kvíða og angist og geðsjúkdóma. Það hefur líka verið að aukast að boðið sé upp á allskyns úrræði eins og Píetasamtökin hafa komið til og fleiri en það er erfitt að komast að í heilbrigðiskerfinu og það erfitt að fá tíma til dæmis hjá geðlækni. Það þarf að gera heilbrigðiskerfið aðgengilegra þegar kemur að geðheilbrigði.“ Þá segir hún sérlega mikilvægt að efla forvarnir þegar kemur að sjálfsvígum. „Þetta er ekki ásættanlegt, þegar bílslysum fjölgar og fólk deyr í umferðinni, þá förum við á fullt í forvarnir þegar kemur að öryggismálum í umferðinni. Við þurfum að gera það sama þegar kemur að þessu.“ Hún hvetur þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að leita sér aðstoðar. „Það er hjálp að fá og þú ert ekki einn. Talaðu við einhvern og verum óhrædd að hlusta en það er sannarlega hjálp að fá.“ Sjálf missti Guðrún bróður sinn sem féll fyrir eigin hendi en í kvöld verður kveikt á kertum í Langholtskirkju til minningar um látna ástvini. „Við munum eiga bæn saman og til dæmis bara það að leggja þetta í guðs hendur og biðja það skiptir máli. Að fá að tendra ljós og svona gefa okkur rými til þess að hugsa um þennan ástvin og minnast hans. Því þetta er svo mikill fjöldi sem er að deyja á hverju ári á Íslandi. Til dæmis þá ef við tökum síðastliðin sjö ár ef það deyja fjörutíu manns á ári þa gætum við fyllt þessa kirkju með þeim sem hafa látist á síðustu sjö árum. Þetta er of mikið af fólki en það er mikilvægt að við komum saman og minnumst þeirra sem við elskum enn af virðingu.“
Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira